Vísindaþátturinn

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

29. september 2008

Facebook
Vísindaþátturinn er á dagskrá Útvarps Sögu alla þriðjudaga frá klukkan 17:00 til 18:00. Umsjónarmenn þáttarins eru Björn Berg Gunnarsson og Sævar Helgi Bragason. Í þættinum er fjallað um ýmislegt fróðlegt úr heimi vísindanna, hvað sé að finna á stjörnuhimninum um þessar mundir svo fátt eitt sé nefnt. Nálgast má þættina hér á mp3-formi.

Ef þú vilt koma einhverju á framfæri varðandi þættina er hægt að hafa samband við okkur á un. Mundu að fjarlægja [hjá] og setja @ í staðinn.

Vísindaþátturinn 12. janúar 2010 - 59. þáttur -
Líffræðiárið 2009

Árið 2009 var ekki aðeins ár stjörnufræðinna, heldur líka ár Darwins. Árið 2009 héldu líffræðingar upp á 200 ára afmæli Charles Darwin og 150 ára útgáfuafmæli Uppruna tegundanna. Arnar Pálsson, líffræðingur við Háskóla Íslands, fræddi okkur vítt og breitt um erfðafræði, Darwin daga 2009 og margt fleira.

Vísindaþátturinn 5. janúar 2010 - 58. þáttur -
400 ár frá uppgötvun Galíleós Galílei á tunglum Júpíters

Þann 7. janúar 2010 voru 400 ár liðiin frá því að Galíleó Galílei uppgötvaði fylgitungl Júpíters. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði og vísindasögu, fór stuttlega yfir ævi Galíleós, áhrif uppgötvunarinnar og afleiðingar hennar. Að lokum stikluðu þáttastjórnendur á stóru um tunglin fjögur.

Vísindaþátturinn 29. desember 2009 - 57. þáttur -
Upprifjun ársins 2009

Þáttastjórnendur fóru yfir stjörnufræðiárið, umfjöllunarefni Vísindaþáttarins 2009 og margt fleira í þessum áramótaþætti.

Vísindaþátturinn 22. desember 2009 - 56. þáttur -
Stjörnur í skífu Vetrarbrautarinnar

Anna Sigríður Árnadóttir, nýdoktor í stjarneðlisfræði frá Háskólanum í Lundi í Sviþjóð, sagði frá doktorsverkefninu sínu sem fjallar um Vetrarbrautina okkar.

Vísindaþátturinn 15. desember 2009 - 55. þáttur -
Súrnun sjávar og hafið í kringum Ísland

Jón Ólafsson, prófessor í haffræði við Háskóla Íslands, fræddi okkur og hlustendur um súrnun sjávar vegna hnattrænna breytinga af mannavöldum og rannsóknir á hafinu í kringum Ísland.

Vísindaþátturinn 1. desember 2009 - 54. þáttur -
Stærðfræði

Björn Berg ræddi vítt og breytt við Örn Arnaldsson, doktorsnema í stærðfræði við HÍ, um stærðfræði í daglegu líf og fleira.

Vísindaþátturinn 1. desember 2009 - 53. þáttur -
Vísindi í kvikmyndum

Björn Berg og Sævar Helgi fóru yfir nokkrar vel valdar kvikmyndir og fóru yfir nokkur góð og slæm dæmi um vísindi í þeim

Vísindaþátturinn 24. nóvember 2009 - 52. þáttur -
Viðtal við Paul Sereno

Viðtal við steingervingafræðinginn Paul Sereno frá Chicagoháskóla. Sereno hefur getið sér orð fyrir að finna elstu steingerðu risaeðluna og risakrókódíl sem var uppi fyrir um 110 milljón árum. Sereno sagði okkur einnig frá frábæru verkefni sem heitir Project Exploration.

Ítarefni

Vísindaþátturinn 17. nóvember 2009 - 51. þáttur -
Lífríki eyja: sérstaða og þróun

Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur, fræddi okkur um sérstæði lífs á eyjum og hvernig lífið dreifist frá meginlöndum til fjarlægra eyja. 

Vísindaþátturinn 10. nóvember 2009 - 50. þáttur -
Goðsögur Snorra Eddu: Lýsing á raunheimi með aðferðum sjónhverfingarinnar

Gísli Sigurðsson, prófessor við Árnastofnun, ræddi um goðsögur Snorra-Eddu og lýsingar sem þar má finna af náttúrufyrirbrigðum.

Vísindaþátturinn 3. nóvember 2009 - 49. þáttur -
Kerfislíffræði

Martin Ingi Sigurðsson og Björn Berg spjölluðu um kerfislíffræði.

Vísindaþátturinn 27. október 2009 - 48. þáttur -
Vísindamiðlun

Ari Trausti Guðmundsson kíkti í spjall um vísindamiðlun og þættina um nýsköpun og íslensk vísindi sem sýndir eru í Ríkissjónvarpinu.

Vísindaþátturinn 20. október 2009 - 47. þáttur -
Steingervingar og þróun lífs

Steingervingar leika lykilhlutverk í þróunarkenningu Darwins. Ólafur Ingólfsson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands, fræddi okkur um steingervinga og hvernig þeir segja okkur frá þróun lífs á jörðinni. Komið var inn á sköpunarhyggju og ýmislegt fleira.

Vísindaþátturinn 13. október 2009 - 46. þáttur -
Nóbelsverðlaunin 2009, LCROSS og nýuppgötvaður hringur Satúrnusar

Í síðustu viku voru Nóbelsverðlaunin afhent. Martin Ingi Sigurðsson, doktorsnemi í erfðafræði, sagði frá þeim uppgötvunum sem verðlaunaðar voru í læknisfræði og efnafræði. Þáttarstjórnendur fjölluðu svo um eðlisfræðiverðlaunin, ræddu um árekstur LCROSS við tunglið og nýuppgötvaðan hring umhverfis Satúrnus.

Ítarefni

 • Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 2009
 • Nóbelsverðlaunin í efnafræði 2009
 • Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2009

Vísindaþátturinn 6. október 2009 - 45. þáttur -
Kynning á vefsíðunum Vísindin.is og Loftslag.is

Þór Adam Rúnarsson einn aðstandenda Vísindin.is kynnti vefsíðuna fyrir hlustendum. Þeir Sveinn Atli Gunnarsson og Höskuldur Búi Jónsson ræddu vítt og breitt um vefinn loftslag.is og loftslagsbreytingar á jörðinni.

Ítarefni

 • Vísindin.is
 • Loftslag.is

Vísindaþátturinn 29. september 2009 - 44. þáttur -
Uppruni lífsins

Hvernig varð lífið á jörðinni til? Guðmundur Eggertsson, prófessor í líffræði, reyndi að svara þessari spurningu auk annarra sem tengjast lífi í alheimi.

Ítarefni

Vísindaþátturinn 15. september 2009 - 43. þáttur -
Saga lífs og jarðar

Ólafur Ingólfsson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands, fræddi hlustendur um rannsóknir sínar á jöklunarsögu Íslands og heimskautssvæða jarðar. Ennfremur var stuttlega fjallað um loftslagssögu jarðar síðustu 600 milljón ár. 

Ítarefni

 • Heimasíða Ólafs Ingólfssonar

Vísindaþátturinn 8. september 2009 - 42. þáttur -
Óhefðbundnar lækningar, kukl og detox

Svanur Sigurbjörnsson læknir spjallaði um óhefðbundnar lækningar og detox, en hann skrifaði grein á bloggsíðu sína (Hvers vegna ekki detox?) sem vakti talsverða athygli

Vísindaþátturinn 14. júlí 2009 - 41. þáttur -
Apollo 11 - Fjörutíu ár frá fyrstu fótsporunum á tunglinu

Þáttarstjórnendur fjölluðu um fjörutíu ára afmæli Apollo 11 til tunglsins.

Vísindaþátturinn 7. júlí 2009 - 40. þáttur -
Sjúkdómar og erfðafræði

Martin Ingi Sigurðsson fræddi hlustendur um sjúkdóma og erfðir.

Vísindaþátturinn 30. júní 2009 - 39. þáttur -
Halastjörnur og stjörnulíffræði - Viðtal við Karen Meech

Dagana 29. júní til 13. júlí fór fram hér á landi alþjóðlegur sumarskóli í stjörnulíffræði. Einn kennari skólans, Karen Meech stjörnufræðingur við Hawaiiháskóla, leit til okkar í spjall um stjörnulíffræði, sumarskólann og halastjörnur sem eru hennar sérsvið.

Vísindaþátturinn 23. júní 2009 - 38. þáttur -
Tunglið

Hvernig varð tunglið til? Lentu menn virkilega á tunglinu. Um þetta og ýmislegt fleira ræddu þáttastjórnendur í Vísindaþættinum 23. júní.

Vísindaþátturinn 16. júní 2009 - 37. þáttur -
Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar

Halldór Björnsson loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands skýrði frá gróðurhúsaáhrifum og loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á jörðina. Komið var inn á kenningar danska vísindamannsins Henrik Svensmark og bandaríska vísindamannsins Richard Lindzen um kólnun jarðar.

Vísindaþátturinn 9. júní 2009 - 36. þáttur -
Sjávarlíffræði

Guðjón Már Sigurðsson og Óskar Sindri Gíslason, meistaranemar í sjávarlíffræði, fræddu okkur og hlustendur um brennihvelju og grjótkrabba, auk þess að stikla á stóru um sjávarlíffræði.

Vísindaþátturinn 2. júní 2009 - 35. þáttur -
Ytra sólkerfið

Þáttarstjórnendur fóru vítt og breitt í ferðalag um ystu mörk sólkerfisins.

Vísindaþátturinn 26. maí 2009 - 34. þáttur -
Strengjafræði

Lárus Thorlacius, prófessor í eðlisfræði við HÍ og forstöðumaður Nordita í Stokkhólmi, fræddi hlustendur um strengjafræði og grundvöll strengjakenningarinnar

Vísindaþátturinn 19. maí 2009 - 33. þáttur -
Geimsjónaukar

Sverrir Guðmundsson og Sævar Helgi Bragason spjölluðu um Hubble geimsjónaukann, viðhaldsleiðangurinn og aðra nýja geimsjónauka á borð við Planck, Herschel, James Webb og Spitzer.

Nánari upplýsingar

 • Myndavélin sem bjargaði Hubble

Vísindaþátturinn 12. maí 2009 - 32. þáttur -
Geimkapphlaupið

Björn Berg fór yfir upphaf og framvindu geimkapphlaupsins milli Sovétmanna og Bandaríkjanna á sjötta áratug tuttugustu aldar.

Vísindaþátturinn 28. apríl 2009 - 31. þáttur -
Viðtal við Dr. John Mather - Dr. John Mather Interview

Dr. John Mather hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2006 ásamt George Smoot fyrir uppgötvanir sem þeir gerðu með COBE gervitunglinu á örbylgjukliðnum. Örbylgjukliðurinn er ein sterkasta sönnun Miklahvells. Dr. Mather er einnig einn af aðalmönnunum á bak við James Webb geimsjónaukans, sem er arftaki Hubbles og verður skotið á loft árið 2013. 

Nánari upplýsingar

Vísindaþátturinn 7. apríl 2009 - 30. þáttur -
Gervigreind, skammtatölvur og Mars jeppar

Ari Kristinn Jónsson forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík fræddi hlustendur um gervigreind, skammtatölvur og Mars jeppana Spirit og Opportunity. Í Mars jeppunum er gervigreind sem Ari tók þátt í að þróa þegar hann starfaði hjá Ames rannsóknarmiðstöð NASA í Kaliforníu.

Vísindaþátturinn 31. mars 2009 - Tuttugasti og níundi þáttur -
Thomas Kuhn og vísindabyltingar

Eyja Margrét Brynjarsdóttir lektor í heimspeki við Háskóla Íslands fjallaði um vísindaheimspekingana Thomas Kuhn og Karl Popper og vísindbyltingar. Eyja hélt fyrirlestur um sama efni laugardaginn 4. apríl í fyrirlestraröðinni Byltingarmenn vísindanna sem Félag áhugamanna um heimspeki stendur fyrir.

Vísindaþátturinn 24. mars 2009 - Tuttugasti og áttundi þáttur -
Sólkerfið

Þáttarstjórnendur spjölluðu á léttu nótunum um sólkerfið okkar, frá sólinni að ystu reikistjörnunni Neptúnusi.

Tengdar upplýsingar:

Vísindaþátturinn 17. mars 2009 - Tuttugasti og sjöundi þáttur -
Húmbúkk og gervivísindi

Þórður Örn Arnarson, sálfræðingur við Landspítala-Háskólasjúkrahús, sagði hlustendum frá nýjum vef, Húmbúkk, sem finna má á Eyjan.is. Þórður er ritstjóri vefsins en á honum eru tekin fyrir ýmis gervivísindi eins og nafnið bendir til. Rætt var um gagnsleysi hómópatíu, hina ódrepandi goðsögn Atlantis, skaðsemi The Secret og margt fleira.

Tengdar upplýsingar:

 • Húmbúkk

Vísindaþátturinn 10. mars 2009 - Tuttugasti og sjötti þáttur -
Niels Bohr og aðferðir vísindanna

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði og vísindasögu, fjallaði um danska eðlisfræðinginn Niels Bohr, framlag hans til eðlisfræðinnar og áhrif hans á vísindasöguna. Tilefnið er fyrirlestur sem Þorsteinn heldur laugardaginn 14. mars í fyrirlestraröðinni Byltingarmenn vísindanna sem Félag áhugamanna um heimspeki stendur fyrir.

Tengdar upplýsingar:

 • Fyrirlestraröðin Byltingarmenn vísindanna á Facebook

Vísindaþátturinn 3. mars 2009 - Tuttugasti og fimmti þáttur -
Reikistjarnan Satúrnus

Þáttarstjórnendur fjölluðu um hinn eina sanna Hringadróttinn, reikistjörnuna Satúrnus.

Tengdar upplýsingar:

Vísindaþátturinn 24. febrúar 2009 - Tuttugasti og fjórði þáttur -
Norræni stjörnusjónaukinn, gammablossar og svarthol

Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur við Háskóla Íslands sagði frá þátttöku Íslands í rekstri Norræna stjörnusjónaukans á La Palma, einni Kanaríeyja. Gunnlaugur sagði okkur einnig frá gammablossum, öflugustu hamförum náttúrunnar og svartholunum sem myndast í kjölfarið.

Vísindaþátturinn 17. febrúar 2009 - Tuttugasti og þriðji þáttur -
Simon Conway-Morris og þróun vitsmunalífs - Simon Conway-Morris interview

Simon Conway-Morris prófessor í þróunarfræði við Cambridgeháskóla var á línunni og fræddi okkur og hlustendur um þróun vitsmunalífs á jörðinni og þá tilgátu sína að þróunin sé fyrirsjáanleg.

Tengdar upplýsingar:

 • Heimasíða Simon Conway-Morris
 • Grein Simon Conway-Morris í Guardian
 • Gagnrýni PZ Myers a grein Simon Conway-Morris
 • Arnar Pálsson um sömu grein

Vísindaþátturinn 10. febrúar 2009 - Tuttugasti og annar þáttur -
Charles Darwin og þróunarkenningin

Arnar Pálsson erfðafræðingur kíkti í skemmtilegt spjall um Charles Darwin og þróunarkenninguna í tilefni af 200 ára afmæli náttúrufræðingsins Charles Darwins og 150 ára afmæli þróunarkenningarinnar.

Tengdar upplýsingar:

 • Bloggsíða Arnars Pálsson
 • Málþing: Hefur maðurinn eðli? 200 ár frá fæðingu Charles R. Darwins

Vísindaþátturinn 3. febrúar 2009 - Tuttugasti og fyrsti þáttur -
Líf í alheimi

Þáttarstjórnendur veltu fyrir sér fjarreikistjörnum, lífvænlegum aðstæðum og möguleg menningarsamfélög í alheiminum.

Tengdar upplýsingar:

Vísindaþátturinn 27. janúar 2009 - Tuttugasti þáttur -
Reikistjarnan Júpíter

Þáttarstjórnendur ræddu um reikistjörnuna Júpíter, hringa hans og fylgitungl.

Tengdar upplýsingar:

Vísindaþátturinn 20. janúar 2009 - Nítjándi þáttur -
Kvikmyndagerð

Sævar Sigurðsson, kvikmyndagerðarmaður, var í viðtali um tæknina á bakvið kvikmyndagerð. Rætt var um nýja HD-upptökuvél sem heitir RED og þykir byltingarkennd, en Sævar hefur notað slíka vél. Einnig var komið inn á háskerpusjónvörp og Blu-ray.

Tengdar upplýsingar:

 • RED Digital Camera
 • Munurinn á svörtum lit í LCD og plasma

Vísindaþátturinn 13. janúar 2009 - Átjándi þáttur -
Phoenix leiðangurinn til Mars

Haraldur Páll Gunnlaugsson, eðlisfræðingur við Árósarháskóla í Danmörku, kíkti í spjall til okkar um Phoenix Marsleiðangurinn. Haraldur tók þátt í hönnun vindmælis sem var um borð í geimfarinu.  

Tengdar upplýsingar:

Vísindaþátturinn 6. janúar 2009 - Sautjándi þáttur -
Ár stjörnufræðinnar og saga stjarnfræðirannsókna á Íslandi fram á 20. öld

Einar H. Guðmundsson prófessor í stjarneðlisfræði fræddi okkur og hlustendur um ár stjörnufræðinnar sem nú er gengið í garð. Einar sagði okkur einnig frá þeim möguleikum sem fólk hefur til að læra stjörnufræði á Íslandi. Að lokum spjallaði hann um sögu stjarnfræðirannsókna á Íslandi fram á 20. öld.

Tengdar upplýsingar:

 • Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar
 • Saga stjarnvísinda á Íslandi

Vísindaþátturinn 16. desember 2008 - Sextándi þáttur -
Stjörnuskoðun

Þáttastjórnendur fjölluðu um stjörnuskoðun, hvernig á að velja stjörnusjónauka, stjörnumerki og stjörnuspeki svo fátt eitt sé nefnt.

Vísindaþátturinn 9. desember 2008 - Fimmtándi þáttur -
Vísindasaga

Björn Berg spjallaði við Stefán Pálsson vísindasagnfræðing um sögu vísindanna.

 

Vísindaþátturinn 2. desember 2008 - Fjórtándi þáttur -
Efahyggja og vantrú

Fulltrúar frá Vantrú.is þeir Matthías Ásgeirsson og Óli Gneisti Sóleyjarson kíktu í spjall um gervivísindi, trúleysi og efahyggju. Fjallað var um smáskammtalækningar, miðla og önnur hindurvitni. Einnig var örstutt fjallað um bókina Andlegt sjálfstæði sem til er í öllum betri bókabúðum.

Tengdar upplýsingar:

 • Vantrú.is

Vísindaþátturinn 25. nóvember 2008 - Þrettándi þáttur -
Olíujarðfræði

Ármann Höskuldsson jarðfræðingur fjallaði meðal annars um olíuleit á Drekasvæðinu í mjög forvitnilegu spjalli.

Vísindaþátturinn 18. nóvember 2008 - Tólfti þáttur -
Matvæla- og næringafræði

Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir matvælafræðingur og formaður Matvæla og næringafræðafélags Íslands fræddi hlustendur meðal annars um vinnslu á matvælum og skaðleysi aspartams og MSG í matvælum.

Tengdar upplýsingar:

Vísindaþátturinn 11. nóvember 2008 - Ellefti þáttur -
Reikistjarnan Mars

Þáttarstjórnendur ræddu á léttu nótunum um reikistjörnuna Mars, eldfjöllin á reikistjörnunni og tunglin Fóbos og Deimos.

Tengdar upplýsingar:

Vísindaþátturinn 4. nóvember 2008 - Tíundi þáttur -
Suðurlandsskjálftinn 2008 og jarðhræringar við Upptyppinga

Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands fræddi okkur um suðurlandsskjálftann á Selfossi í ágúst síðastliðnum, þær jarðhræringar sem hafa átt sér stað við Upptyppinga og hugsanlegt eldgos þar ásamt ýmsu öðru forvitnilegu.

Tengdar upplýsingar:

 • Heimasvæði Páls Einarssonar á vef HÍ
 • Myndir af Suðurlandsskjálftanum
 • Jarðskjálftar í Ölfusi
 • Náttúrufyrirbæri sem myndast í jarðskjálfta

Vísindaþátturinn 28. október 2008 - Níundi þáttur -
Samanburðarlífeðlisfræði

Logi Jónsson dósent í lífeðlisfræði við líffræðiskor Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands fræddi okkur um samanburðarlíffræði. Stórskemmtilegt spjall þar sem margt miður geðslegt kom við sögu.

Tengdar upplýsingar:

 • Heimasvæði Loga Jónssonar á vef HÍ

Vísindaþátturinn 21. október 2008 - Áttundi þáttur -
Jöklar á Íslandi, jörðinni og Mars

Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur við Orkustofnun sagði okkur frá afkomumælingum á íslenskum jöklum og bræðsluborunum í Skaftárkatla í leit að örverum. Þorsteinn fræddi hlustendur ennfremur um hvað er líkt með Íslandi og Mars.

Tengdar upplýsingar:

Vísindaþátturinn 14. október 2008 - Sjöundi þáttur -
Eldgos og eldfjallavá

Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands mætti í mjög fróðlegt spjall til okkar, þar sem umræðuefnið voru eldgos og eldfjallavá! Rætt var um möguleg Kötlugos, Heklugos og hættuna sem af þeim stafar. Komið var inn á flekahreyfingar og skaðlegustu eldgos sögunnar.

Tengdar upplýsingar:

 • Jöklarannsóknarfélag Íslands
 • Heimasíða Magnúsar Tuma

Vísindaþátturinn 7. október 2008 - Sjötti þáttur -
Kjarnorka og kjarnorkuverkfræði

Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur og lektor í verkfræði við Háskólann í Reykjavík kíkti í spjall til okkar þar sem hann fræddi okkur um kjarnorkuna. Komið var inn á hvað kjarnorkuverkfræðingur gerir, möguleikana á nýtingu hennar til orkuframleiðslu í framtíðinni og skyggnst var inn í smæstu eindir heimsins. Að lokum voru opinberuð nokkur skemmtileg partítrikk þar sem plasma er búið til í örbylgjuofni!

Tengdar upplýsingar:

 • Ágúst Valfells á vefsíðu Háskólans í Reykjavík
 • Orkurannsóknarsetur Háskólans í Reykjavík

Vísindaþátturinn 30. september 2008 - Fimmti þáttur -
Veður og loftslagsbreytingar

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veðuráhugamaður leit til okkar í gott spjall þar sem hann fræddi hlustendur vítt og breitt um veðrið hér á landi upp á síðkastið og loftslagsbreytingar.

Tengdar upplýsingar:

 • Veðurblogg Einars Sveinbjörnssonar

Vísindaþátturinn 23. september 2008 - Fjórði þáttur -
Stjörnuskoðun og stjörnufræði

Þáttarstjórnendur ræddu á léttu nótunum um stjörnuskoðun og stjörnufræði í fjórða Vísindaþættinum.

Vísindaþátturinn 16. september 2008 - Þriðji þáttur -
Utangenaerfðir, stofnfrumurannsóknir og genalækningar

Martin Ingi Sigurðsson, doktorsnemi í læknisfræði við Háskóla Íslands, sagði okkur frá utangenaerfðum, stofnfrumurannsóknum, genalækningum og möguleikum þeirra í framtíðinni til að hjálpa okkur að vinna bug á ýmsum sjúkdómum.

Tengdar upplýsingar:
 • Hlaut Nýsköpunarverðlaunin fyrir rannsókn á áhrifum aldurs á utangenamerki - Frétt af Mbl.is.

Vísindaþátturinn 9. september 2008 - Annar þáttur -
Bráðnun íslenskra jökla

Síðustu tólf sumur hafa verið meðal þeirra hlýjustu frá upphafi mælinga. Af þeim sökum hafa jöklar hopað umtalsvert og viðbúið að margir þeirra munu hreinlega hverfa á næstu áratugum. Oddur Sigurðsson jöklafræðingur hjá Orkustofnun fræddi hlustendur um ástand íslenskra jökla og áhrif bráðnunar þeirra á umhverfið. Sverrir og Sævar sögðu frá opnun Stjörnufræðivefsins.

Vísindaþátturinn 2. september 2008 - Fyrsti þáttur -
Öreindahraðallinn í Sviss

Þann 10. september næstkomandi var Large Hadron Collider öreindahraðallinn gangsettur hjá CERN, Kjarnorkurannsóknarstofnun Evrópu, í Sviss. Hraðallinn er engin smásmíð enda er um að ræða dýrustu og um leið eina metnaðarfyllstu vísindatilraun sögunnar. Guðni Georg Sigurðsson, eðlisfræðingur sem starfaði fyrir CERN á yngri árum, fræddi hlustendur um tilgang og umfang verkefnisins og hrakti heimskulegar dómsdagsspár þess efnis að öreindahraðallinn gæti tortímt öllu lífi jarðar. Birgir Baldursson flutti pistil frá Vantrú.is og Sævar Helgi sagði frá því áhugaverða sem hægt er að sjá á himninum um þessar mundir.

Tengdar upplýsingar:

 

Facebook