Athugaðu, opna í nýjum glugga. Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

lh_95_nasa

Upplýsingar fyrir fjölmiðla

Efnisyfirlit

Hugmyndin að baki þessari síðu er að veita starfsmönnum fjölmiðla, þýðendum og öðrum áhugasömum upplýsingar um stjörnufræði og stjörnuskoðun.

Fréttir úr heimi stjörnufræðinnar

Hér á vefnum eru meðal annars síður um það sem sjá má á næturhimninum og fréttir úr heimi stjörnufræðinnar.

Stjörnuskoðun mánaðarins

Allar fréttir sem birst hafa á Stjörnufræðivefnum (bæði nýjar og gamlar)

Þýðingar

Heiti stjarna með grískum bókstaf eða tölustaf og latneskri endingu má þýða með aðstoð lista neðar á síðunni yfir heiti stjörnumerkja á latínu og íslensku og lista með íslenskum heitum á nöfnum grísku bókstafanna.listi_nofn_stjornumerkja

Dæmi: Stjarnan Epsilon Eridani = Epsilon í Fljótinu. Neðarlega á þessari síðu er listi yfir nöfn stjörnumerkjanna, þar sem hægt að leita að seinni hlutanum „Eridani“ sem er eignarfall orðsins „Eridanus“ (Fljótið á íslensku). Enn neðar eru íslensk heiti grísku bókstafanna.

Enn fljótlegra er að finna þýðingar á heitum stjörnumerkjanna af latínu yfir á íslensku af nafnalistanum.

Dæmi um stjörnumerki: Horologum = Klukkan og Boötes = Hjarðmaðurinn.

Hér er listi yfir nokkur af allra algengustu hugtökum stjörnufræðinnar.

Enskt/alþjóðlegt heiti Íslenskt heiti
astrology stjörnuspeki
astronomy stjörnufræði
asteroid smástirni
aurora (borealis)
norðurljós
Big bang
Miklihvellur (oft haft með stórum staf)
binary tvístirni
dark matter
hulduefni
etrasolar planet
fjarreikistjarna
gamma ray burst gammablossi
galaxy
vetrarbraut („stjörnuþoka“ býður upp á rugling við „geimþoku“ (gasþoku) )
The Galaxy Vetrarbrautin (okkar)
globular cluster
kúluþyrping
mare
haf (hraunbreiða á tunglinu)
Milky Way
Vetrarbrautin (okkar) (íslenska heitið)
nebula
geimþoka
neutron star
nifteindastjarna
open cluster
lausþyrping
pulsar
tifstjarna
solar system
sólkerfi
star cluster
stjörmuþyrping
sunspot sólblettur
supernova
sprengistjarna

Á heimasíðu Íslenskrar málstöðvar er hægt að leita að þýðingum á ýmsum erlendum fræðiorðum.
Orðaleit á heimasíðu Íslenskrar málstöðvar (stillið tungumálið á ensku)

Stjörnuspeki - Af hverju er Naðurvaldi í dýrahringnum?

Hér er listi á stjörnumerkjasíðunni sem sýnir hvar sólin er hverju sinni á himninum. Niðurröðunin er allt önnur en t.d. fyrir 3.000 árum þegar dýrahringurinn mótaðist og sólin var t.d. í Vatnsberanum og Fiskunum um regntímann. Nú er það svo að þeir sem fæddir eru á bilinu 29. nóvember - 17. desember eru í stjörnumerkinu Naðurvalda. Á þessu tímabili er sólin að ferðast í gegnum Naðurvalda en ekki Bogmanninn eins og stjörnurspár segja til um.

Hægt er að lesa nánar um stjörnuspeki í grein á Vísindavefnum: Eru stjörnuspár sannar?

Nöfn landsvæða á tunglinu, Mars og öðrum hnöttum

Kortin af tunglinu og Mars eru orðin býsna nákvæm og skipta örnefnin á þessum nágrönnum okkar þúsundum. Fjölmörg örnefni til viðbótar er að finna á öðrum hnöttum sólkerfisins sem eru með fast yfirborð og fjölgar þeim með hverri geimferð. Í greinum um hnetti sólkerfisins er yfirleitt sagt frá allra helstu örnefnum.
Vefsíða um sólkerfið

Hér er örstuttur listi yfir orð sem koma fyrir í örnefnum á tunglinu og Mars:

Erlent heiti
Íslenskt heiti
Dæmi
basin (loftsteina-)dæld
Imbrium basin = Imbríumdældin
mare haf (á tunglinu)
Mare Tranquillitatis = Haf kyrrðarinnar
mons
fjall
Olympus Mons = Ólympusfjall

Tungl í sólkerfinu sem bera íslenskt heiti

Mörg af tunglum sólkerfisins bera íslensk heiti. Þau má finna á vefsíðu viðkomandi reikistjörnu.
Vefsíða um sólkerfið

Norðurljósin og norðurljósaskoðun

Vefsíða um norðurljósin.

Sólin

Vefsíða um sólina.

Að kaupa nafn á stjörnu

Alþjóðasamband stjörnufræðinga er eini aðilinn sem getur gefið hnöttum heiti. Vefsíður sem selja nöfn á stjörnur eru svindl að því leyti að nafnið verður ekki opinbert heiti hnattarins heldur einungis varðveitt í skrá hjá umsjónarmönnum vefsíðunnar.

Eini möguleikinn til þess að hafa áhrif á nafngjöf himintungla er að uppgötva áður óþekkta halastjörnu eða smástirni. Finnandinn getur lagt fram tillögu um heiti fyrir Alþjóðasamband stjörnufræðinga. Halastjörnurnar heita yfirleitt í höfuðið á finnandanum (17P Holmes, McNaught, Hale-Bopp) en nöfn smástirnanna eru fjölbreyttari (sum heita t.d. eftir listamönnum s.s. liðsmönnum Bítlanna og Elvis Presley).
Vísindavefurinn: Hafa leikmenn fengið að gefa stjörnum og öðrum fyrirbærum í himingeimnum nöfn?
Wikipedia: Listi yfir smástirni sem heita eftir fólki og sögupersónum

Nöfn vetrarbrauta, stjörnuþyrpinga og gasþoka

Til viðbótar við allar stjörnurnar geta áhugamenn séð þúsundir annarra fyrirbæra á næturhimninum með meðalstórum sjónauka. Þessi fyrirbæri eru oft nefnd djúpfyrirbæri því þau dreifast yfir svæði og því er gagnlegt að skoða þau í sjónauka (ekki er neitt gagn af því að stækka fjarlægar sólstjörnur því þær verða alltaf punktar í sjónaukum áhugamanna!). Það eru einungis helstu djúpfyrirbærin sem bera sérstök heiti en fræðiheiti allra fyrirbæranna vísa til skránna þar sem þau er að finna. Það eru einkum fyrirbæri í Messier-skránni (M1 eða Messier 1 o.s.frv.) sem bera íslensk heiti.
Dæmi: Geimþokan M1 (eða Messier 1 – heitir Krabbaþokan á íslensku), stjörnuþyrpingin M45 (Sjöstirnið), vetrarbrautin NGC 1300, vetrarbrautaþyrpingin Abell 1689.
Listi yfir fyrirbæri í Messier-skránni

Listi yfir íslensk heiti á stjörnumerkjunum

Dæmi sambærilegt því sem er ofar á síðunni: Epsilon Aurigae = Epsilon í Ökumanninum. (Aurigae er ef. latínu fyrir Auriga „Ökumanninn“).

Íslenskt heiti
Latneskt heiti Eignarfall á latínu Sést frá Íslandi
Andrómeda
Andromeda
Andromedae
Altarið
Ara
Arae Nei
Áttavitinn
Pyxis Pyxidis Að hluta
Áttungurinn
Octans
Octanis
Nei
Bereníkuhaddur
Coma Berenices
Comae Berenices
Bikarinn
Crater
Crateris
Að hluta
Bogmaðurinn
Sagittarius Sagittarii Að hluta
Borðið
Mensa Mensae
Nei
Drekinn
Draco
Draconis

Dúfan
Columba
Columbae
Nei
Dælan
Antlia Antilae
Nei
Eðlan
Lacerta
Lacertae
Einhyrningurinn Monoceros
Monocerotis

Fiskarnir
Pisces
Piscium

Fljótið
Eridanus
Eridani
Að hluta
Flugan
Musca
Muscae
Nei
Flugfiskurinn
Volans Volanis
Nei
Folinn
Equuleus Equulei
Fönix
Phoenix
Phoenicis Nei
Gaupan Lynx
Lyncis

Gírafinn
Camelopardalis Camelopardalis
Harpan Lyra
Lyrae

Hegrinn
Grus
Gruis
Nei
Herkúles
Hercules
Herculis
Hérinn
Lepus
Lepors
Að hluta
Hjarðmaðurinn Boötes
Boötis

Hornmátið
Norma
Normae
Nei
Hrafninn
Corvus
Corvi
Að hluta
Hringfarinn
Circinus
Circini
Nei
Hrúturinn
Aries
Arietis

Hvalurinn
Cetus
Ceti
Að hluta
Höfrungurinn
Delphinus
Delphini

Höggormurinn
Serpens Serpentis Að hluta
Indíáninn
Indus
Indi
Nei
Kamelljónið
Chamaeleon Chamaeleontis Nei
Kassíópeia Cassiopeia Cassiopeiae
Kjölurinn
Carina
Carinae
Nei
Klukkan
Horologium
Horologii
Nei
Krabbinn
Cancer
Cancri

Lagarormurinn
Hydrus Hydri
Nei
Litlibjörn
Ursa Minor Ursa Minoris

Litlaljón Leo Minor
Leonis Minoris

Litlihundur Canis Minor
Canis Minoris
Litlirefur Vulpecula
Vulpeculae

Ljónið
Leo
Leonis

Mannfákurinn
Centaurus
Centauri
Nei
Málarinn
Pictor Pictoris Nei
Meitillinn Caelum
Caeli
Nei
Meyjan
Virgo
Virginis
Að hluta
Myndhöggvarinn
Sculptor Sculptoris
Nei
Naðurvaldi Ophiuchus Ophiuchi
Að hluta
Nautið Taurus
Tauri

Netið
Reticulum
Reticuli
Nei
Norðurkórónan
Corona Borealis Coronae Borealis

Ofninn
Fornax
Fornacis
Nei
Óríon
Orion
Orionis

Paradísarfuglinn Apus Apodi Nei
Páfuglinn Pavo
Pavonis Nei
Pegasus/Vængfákurinn Pegasus
Pegasi

Perseus/Perseifur Perseus
Persei

Sefeus
Cepheus
Cephei

Seglið
Vela
Velorum
Nei
Sextanturinn
Sextans
Sextanis
Sjónaukinn
Telescopium
Telescopii
Nei
Skuturinn
Puppis Puppis
Nei
Skjöldurinn Scutum
Scuti
Smásjáin
Microscopium Microscopii Nei
Sporðdrekinn
Scorpius Scorpii Að hluta
Steingeitin Capricornus
Capricorni
Að hluta
Stóribjörn
Ursa Major
Ursa Majori
Stórihundur Canis Major Canis Majoris
Að hluta
Suðurfiskurinn Piscis Austrinus Piscis Austrini
Nei
Suðurkórónan Corona Australis
Coronae Australis Nei
Suðurkrossinn
Crux
Crucis
Nei
Suðurþríhyrningurinn
Triangulum Australe Trianguli Australis Nei
Svanurinn Cygnus
Cygni

Sverðfiskurinn
Dorado
Doradus
Nei
Túkaninn/Piparfuglinn
Tucana
Tucanae
Nei
Tvíburarnir
Gemini Geminorum

Úlfurinn
Lupus
Lupi
Nei
Vatnaskrímslið
Hydra
Hydrae
Að hluta
Vatnsberinn
Aquarius Aquarii
Að hluta
Veiðihundarnir
Canes Venatici Canum Venaticorum

Vogin
Libra
Librae
Að hluta
Þríhyrningurinn
Triangulum
Trianguli

Ökumaðurinn
Auriga
Aurigae

Örin
Sagitta
Sagittae

Örninn Aquila
Aquilae

Gríska stafrófið

Tákn Íslenskt heiti Tákn
Íslenskt heiti
α alfa ν ny
β beta ξ
γ gamma ο ómíkron
δ delta π
ε epsílon ρ hró
ζ zeta σ sigma
η eta τ
θ þeta υ ypsílon
ι jóta φ
κ kappa χ
λ lambda
ψ psí
μ my
ω ómega
Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook