




![]() |
Upplýsingar fyrir fjölmiðla |
Efnisyfirlit |
Hugmyndin að baki þessari síðu er að veita starfsmönnum fjölmiðla, þýðendum og öðrum áhugasömum upplýsingar um stjörnufræði og stjörnuskoðun.
Fréttir úr heimi stjörnufræðinnar
Hér á vefnum eru meðal annars síður um það sem sjá má á næturhimninum og fréttir úr heimi stjörnufræðinnar.
Allar fréttir sem birst hafa á Stjörnufræðivefnum (bæði nýjar og gamlar)
Þýðingar
Heiti stjarna með grískum bókstaf eða tölustaf og latneskri endingu má þýða með aðstoð lista neðar á síðunni yfir heiti stjörnumerkja á latínu og íslensku og lista með íslenskum heitum á nöfnum grísku bókstafanna.listi_nofn_stjornumerkja
Dæmi: Stjarnan Epsilon Eridani = Epsilon í Fljótinu. Neðarlega á þessari síðu er listi yfir nöfn stjörnumerkjanna, þar sem hægt að leita að seinni hlutanum „Eridani“ sem er eignarfall orðsins „Eridanus“ (Fljótið á íslensku). Enn neðar eru íslensk heiti grísku bókstafanna.
Enn fljótlegra er að finna þýðingar á heitum stjörnumerkjanna af latínu yfir á íslensku af nafnalistanum.
Dæmi um stjörnumerki: Horologum = Klukkan og Boötes = Hjarðmaðurinn.
Hér er listi yfir nokkur af allra algengustu hugtökum stjörnufræðinnar.
|
Á heimasíðu Íslenskrar málstöðvar er hægt að leita að þýðingum á ýmsum erlendum fræðiorðum.
Orðaleit á heimasíðu Íslenskrar málstöðvar (stillið tungumálið á ensku)
Stjörnuspeki - Af hverju er Naðurvaldi í dýrahringnum?
Hér er listi á stjörnumerkjasíðunni sem sýnir hvar sólin er hverju sinni á himninum. Niðurröðunin er allt önnur en t.d. fyrir 3.000 árum þegar dýrahringurinn mótaðist og sólin var t.d. í Vatnsberanum og Fiskunum um regntímann. Nú er það svo að þeir sem fæddir eru á bilinu 29. nóvember - 17. desember eru í stjörnumerkinu Naðurvalda. Á þessu tímabili er sólin að ferðast í gegnum Naðurvalda en ekki Bogmanninn eins og stjörnurspár segja til um.
Hægt er að lesa nánar um stjörnuspeki í grein á Vísindavefnum: Eru stjörnuspár sannar?
Nöfn landsvæða á tunglinu, Mars og öðrum hnöttum
Kortin af tunglinu og Mars eru orðin býsna nákvæm og skipta örnefnin á þessum nágrönnum okkar þúsundum. Fjölmörg örnefni til viðbótar er að finna á öðrum hnöttum sólkerfisins sem eru með fast yfirborð og fjölgar þeim með hverri geimferð. Í greinum um hnetti sólkerfisins er yfirleitt sagt frá allra helstu örnefnum.
Vefsíða um sólkerfið
Hér er örstuttur listi yfir orð sem koma fyrir í örnefnum á tunglinu og Mars:
|
Tungl í sólkerfinu sem bera íslenskt heiti
Mörg af tunglum sólkerfisins bera íslensk heiti. Þau má finna á vefsíðu viðkomandi reikistjörnu.
Vefsíða um sólkerfið
Norðurljósin og norðurljósaskoðun
Vefsíða um norðurljósin.
Sólin
Að kaupa nafn á stjörnu
Alþjóðasamband stjörnufræðinga er eini aðilinn sem getur gefið hnöttum heiti. Vefsíður sem selja nöfn á stjörnur eru svindl að því leyti að nafnið verður ekki opinbert heiti hnattarins heldur einungis varðveitt í skrá hjá umsjónarmönnum vefsíðunnar.
Eini möguleikinn til þess að hafa áhrif á nafngjöf himintungla er að uppgötva áður óþekkta halastjörnu eða smástirni. Finnandinn getur lagt fram tillögu um heiti fyrir Alþjóðasamband stjörnufræðinga. Halastjörnurnar heita yfirleitt í höfuðið á finnandanum (17P Holmes, McNaught, Hale-Bopp) en nöfn smástirnanna eru fjölbreyttari (sum heita t.d. eftir listamönnum s.s. liðsmönnum Bítlanna og Elvis Presley).
Vísindavefurinn: Hafa leikmenn fengið að gefa stjörnum og öðrum fyrirbærum í himingeimnum nöfn?
Wikipedia: Listi yfir smástirni sem heita eftir fólki og sögupersónum
Nöfn vetrarbrauta, stjörnuþyrpinga og gasþoka
Til viðbótar við allar stjörnurnar geta áhugamenn séð þúsundir annarra fyrirbæra á næturhimninum með meðalstórum sjónauka. Þessi fyrirbæri eru oft nefnd djúpfyrirbæri því þau dreifast yfir svæði og því er gagnlegt að skoða þau í sjónauka (ekki er neitt gagn af því að stækka fjarlægar sólstjörnur því þær verða alltaf punktar í sjónaukum áhugamanna!). Það eru einungis helstu djúpfyrirbærin sem bera sérstök heiti en fræðiheiti allra fyrirbæranna vísa til skránna þar sem þau er að finna. Það eru einkum fyrirbæri í Messier-skránni (M1 eða Messier 1 o.s.frv.) sem bera íslensk heiti.
Dæmi: Geimþokan M1 (eða Messier 1 – heitir Krabbaþokan á íslensku), stjörnuþyrpingin M45 (Sjöstirnið), vetrarbrautin NGC 1300, vetrarbrautaþyrpingin Abell 1689.
Listi yfir fyrirbæri í Messier-skránni
Listi yfir íslensk heiti á stjörnumerkjunum
Dæmi sambærilegt því sem er ofar á síðunni: Epsilon Aurigae = Epsilon í Ökumanninum. (Aurigae er ef. latínu fyrir Auriga „Ökumanninn“).
Íslenskt heiti |
Latneskt heiti | Eignarfall á latínu | Sést frá Íslandi |
Andrómeda |
Andromeda |
Andromedae | Já |
Altarið |
Ara |
Arae | Nei |
Áttavitinn |
Pyxis | Pyxidis | Að hluta |
Áttungurinn |
Octans |
Octanis |
Nei |
Bereníkuhaddur |
Coma Berenices |
Comae Berenices | Já |
Bikarinn |
Crater |
Crateris |
Að hluta |
Bogmaðurinn |
Sagittarius | Sagittarii | Að hluta |
Borðið |
Mensa | Mensae |
Nei |
Drekinn |
Draco |
Draconis |
Já |
Dúfan |
Columba |
Columbae |
Nei |
Dælan |
Antlia | Antilae |
Nei |
Eðlan |
Lacerta |
Lacertae | Já |
Einhyrningurinn | Monoceros |
Monocerotis |
Já |
Fiskarnir |
Pisces |
Piscium |
Já |
Fljótið |
Eridanus |
Eridani |
Að hluta |
Flugan |
Musca |
Muscae |
Nei |
Flugfiskurinn |
Volans | Volanis |
Nei |
Folinn |
Equuleus | Equulei | Já |
Fönix |
Phoenix |
Phoenicis | Nei |
Gaupan | Lynx |
Lyncis |
Já |
Gírafinn |
Camelopardalis | Camelopardalis | Já |
Harpan | Lyra |
Lyrae |
Já |
Hegrinn |
Grus |
Gruis |
Nei |
Herkúles |
Hercules |
Herculis |
Já |
Hérinn |
Lepus |
Lepors |
Að hluta |
Hjarðmaðurinn | Boötes |
Boötis |
Já |
Hornmátið |
Norma |
Normae |
Nei |
Hrafninn |
Corvus |
Corvi |
Að hluta |
Hringfarinn |
Circinus |
Circini |
Nei |
Hrúturinn |
Aries |
Arietis |
Já |
Hvalurinn |
Cetus |
Ceti |
Að hluta |
Höfrungurinn |
Delphinus |
Delphini |
Já |
Höggormurinn |
Serpens | Serpentis | Að hluta |
Indíáninn |
Indus |
Indi |
Nei |
Kamelljónið |
Chamaeleon | Chamaeleontis | Nei |
Kassíópeia | Cassiopeia | Cassiopeiae | Já |
Kjölurinn |
Carina |
Carinae |
Nei |
Klukkan |
Horologium |
Horologii |
Nei |
Krabbinn |
Cancer |
Cancri |
Já |
Lagarormurinn |
Hydrus | Hydri |
Nei |
Litlibjörn |
Ursa Minor | Ursa Minoris |
Já |
Litlaljón | Leo Minor |
Leonis Minoris |
Já |
Litlihundur | Canis Minor |
Canis Minoris |
Já |
Litlirefur | Vulpecula |
Vulpeculae |
Já |
Ljónið |
Leo |
Leonis |
Já |
Mannfákurinn |
Centaurus |
Centauri |
Nei |
Málarinn |
Pictor | Pictoris | Nei |
Meitillinn | Caelum |
Caeli |
Nei |
Meyjan |
Virgo |
Virginis |
Að hluta |
Myndhöggvarinn |
Sculptor | Sculptoris |
Nei |
Naðurvaldi | Ophiuchus | Ophiuchi |
Að hluta |
Nautið | Taurus |
Tauri |
Já |
Netið |
Reticulum |
Reticuli |
Nei |
Norðurkórónan |
Corona Borealis | Coronae Borealis |
Já |
Ofninn |
Fornax |
Fornacis |
Nei |
Óríon |
Orion |
Orionis |
Já |
Paradísarfuglinn | Apus | Apodi | Nei |
Páfuglinn | Pavo |
Pavonis | Nei |
Pegasus/Vængfákurinn | Pegasus |
Pegasi |
Já |
Perseus/Perseifur | Perseus |
Persei |
Já |
Sefeus |
Cepheus |
Cephei |
Já |
Seglið |
Vela |
Velorum |
Nei |
Sextanturinn |
Sextans |
Sextanis |
Já |
Sjónaukinn |
Telescopium |
Telescopii |
Nei |
Skuturinn |
Puppis | Puppis |
Nei |
Skjöldurinn | Scutum |
Scuti |
Já |
Smásjáin |
Microscopium | Microscopii | Nei |
Sporðdrekinn |
Scorpius | Scorpii | Að hluta |
Steingeitin | Capricornus |
Capricorni |
Að hluta |
Stóribjörn |
Ursa Major |
Ursa Majori | Já |
Stórihundur | Canis Major | Canis Majoris |
Að hluta |
Suðurfiskurinn | Piscis Austrinus | Piscis Austrini |
Nei |
Suðurkórónan | Corona Australis |
Coronae Australis | Nei |
Suðurkrossinn |
Crux |
Crucis |
Nei |
Suðurþríhyrningurinn |
Triangulum Australe | Trianguli Australis | Nei |
Svanurinn | Cygnus |
Cygni |
Já |
Sverðfiskurinn |
Dorado |
Doradus |
Nei |
Túkaninn/Piparfuglinn |
Tucana |
Tucanae |
Nei |
Tvíburarnir |
Gemini | Geminorum |
Já |
Úlfurinn |
Lupus |
Lupi |
Nei |
Vatnaskrímslið |
Hydra |
Hydrae |
Að hluta |
Vatnsberinn |
Aquarius | Aquarii |
Að hluta |
Veiðihundarnir |
Canes Venatici | Canum Venaticorum |
Já |
Vogin |
Libra |
Librae |
Að hluta |
Þríhyrningurinn |
Triangulum |
Trianguli |
Já |
Ökumaðurinn |
Auriga |
Aurigae |
Já |
Örin |
Sagitta |
Sagittae |
Já |
Örninn | Aquila |
Aquilae |
Já |
Gríska stafrófið
|




