Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Þalassa (Neptúnus IV)

Þalassa er annað þekkta og næst innsta fylgitungl Neptúnusar. Tunglið fann stjörnufræðingurinn Richard Terrile á myndum sem Voyager 2 geimkanninn tók um miðjan september árið 1989. Fékk það þá tímabundna heitið S/1989 N5 en var síðar nefnt Þalassa eftir dóttur Æþers og Hemeru í grískri goðafræði. Þalassa er einnig gríska orðið yfir haf.

Myndir Voyagers 2 sýna að tunglið er óreglulegt að lögun, um 80 km í þvermál. Á yfirborðinu sjást engin merki um nokkra jarðfræðilega virkni.Þalassa hringsólar um Neptúnus í sömu átt og reikistjarnan snýst um möndul sinn í um 50.000 km fjarlægð. Tunglið er á jafntímabraut (synchronous orbit) sem þýðir að tunglið er jafn lengi að snúast um möndul sinn eins og að ljúka einum umferðartíma og snýr því ætið sömu hlið í átt að Neptúnusi, rétt eins og tunglið okkar. Braut tunglsins er smám saman að lækka og nálgast Neptúnus vegna flóðkrafta. Að lokum mun Þalassa annað hvort falla inn í Neptúnus eða tvístrast og mynda hring.

Þalassa er smalatungl, þ.e.a.s. tungl sem hringsólar um reikistjörnuna innan hringakerfisins.

Tölulegar upplýsingar

Meðalfjarlægð frá miðju Neptúnusar: 50.075 km
Umferðartími um Neptúnus: 0,3 jarðdagar
Snúningstími: Jafntímabraut
Þvermál:
80 km
Massi:
~3,5 x 1017 kg
Eðlismassi:
1,2 g/cm3
Meðalhitastig yfirborðs:
-220°C
Endurskinshlutfall:
0,09
Uppgötvað af Voyager 2
Uppgötvað árið
1989

Heimildir:

  • The Nine Planets.org
  • NASA Solar System Exploration
  • SolarViews.com

 

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook