Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Nereid (Neptúnus II)

Nereid er áttunda þekkta fylgitungl Neptúnusar. Tunglið fann stjörnufræðingurinn Gerard Kuiper þann 1. maí 1949. Tunglið var nefnt Nereid eftir sjávardísunum í grískri goðafræði sem voru fimmtíu dætur Nereusar og Dorisar.

Nereid er þriðja stærsta tungl Neptúnusar á eftir Tríton og Próteusi, um 340 km í þvermál. Tunglið hringsólar umhverfis Neptúnus á afar sérstakri braut. Meðalfjarlægð Nereids frá Neptúnusi er um 5,5 milljón km en er afar miðskökk, brautin víkur þ.e.a.s. mjög frá hringlögun. Tunglið er þannig næst Neptúnusi í tæplega 1,4 milljón km fjarlægð, en mest í um 9,7 milljón km fjarlægð. Þetta er mesta miðskekkja tungls í sólkerfinu svo vitað sé enn sem komið er. Þessi sérkennilega braut bendir til þess að Nereid sé annað hvort smástirnið eða hnöttur úr Kuipersbeltinu sem Neptúnus fangaði. Einnig er hugsanlegt að þegar Neptúnus fangaði Tríton hafi komið rót á braut Nereids sem olli miðskekkjunni. Umferðartíminn er 11 klukkustundir og 31 mínúta.

Þegar Voyager 2 geimkanninn heimsótti Neptúnus var Nereid of fjarlæg til þess að geimfarið gæti myndað það almennilega. Myndir Voyagers sýna engu að síður að tunglið er mjög óreglulegt að lögun og sennilega mjög gígótt.

Tölulegar upplýsingar

Meðalfjarlægð frá miðju Neptúnusar: 5.513.400 km
Umferðartími um Neptúnus: 360 jarðdagar
Snúningstími: 0,48 dagar (11 klst og 31 mín)
Þvermál:
40 km
Massi:
~3,1 x 1019 kg
Eðlismassi:
1,5 g/cm3
Meðalhitastig yfirborðs:
-220°C
Endurskinshlutfall:
0,155
Uppgötvað af Gerard Kuiper
Uppgötvað árið
1. maí, 1949

Heimildir:

  • The Nine Planets.org
  • NASA Solar System Exploration
  • SolarViews.com

 

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook