Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Fylgitungl Neptúnusar

Umhverfis Neptúnus ganga að minnsta kosti þrettán fylgitungl. Af þeim eru fjögur smalatungl, þau Naíad, Þalassa, Despína og Galatea sem þýðir að þau hringsóla um Neptúnus innan hringakerfisins.

Stærsta tunglið, Tríton, fannst einungis rúmum tveimur vikum eftir að Neptúnus fannst árið 1846. Tríton er langstærst fylgitungla Neptúnusar og inniheldur yfir 99% af heildarmassa tungla- og hringakerfisins reikistjörnunnar. Tríton snýst rangsælis umhverfis Neptúnus, þ.e.a.s í öfuga átt miðað við snúningsátt reikistjörnunnar. Það bendir til þess að Tríton hafi myndast utar í sólkerfinu en komið of nálægt Neptúnusi sem hafi fangað það. Braut Trítons er smám saman að lækka af völdum flóðkrafta. Að lokum mun tunglið tvístrast og mynda hring í kringum Neptúnus. Þegar Voyager 2 flaug framhjá tunglinu árið 1989 mældist yfirborðshitastigið á því -235°C. Tríton er þar af leiðandi meðal köldustu staða sólkerfisins. Þrátt fyrir það reyndist ísilagt yfirborðið óvenju slétt og ungt. Á yfirborðinu fundust kaldir hverir sem spúa ís meira en átta km upp frá yfirborðinu.

Árið 1949 fann bandaríski stjörnufræðingurinn Gerard Kuiper tunglið Nereid umhverfis Neptúnus. Þegar Voyager 2 flaug svo framhjá Neptúnusi fundust sex tungl til viðbótar. Árið 2002 fundust fjögur tungl í viðbót og svo eitt annað árið 2003. Heildarfjöldi þekktra fylgitungla Neptúnsar er því þrettán en fleiri leynast án efa á sveimi í kringum reikistjörnuna og bíða þess að finnast.

Tafla yfir fylgitungl Neptúnusar

Röð
Tungl nr. Heiti:
Þvermál (km):
Fjarlægð (km): Umferðartími (dagar):
Uppgötvað af
Uppgötvað árið
1
III Naíad 58 48.200
0,3 Voyager 2 1989
2
IV Þalassa 80 50.100 0,3
Voyager 2
1989
3
V Despína 148 52.500
0,3
Voyager 2
1989
4
VI
Galatea 158 62.000
0,4
Voyager 2
1989
5
VII Larissa 192 73.500
0,6
Reitsma o.fl.
1981
6
VIII Próteus 416 117.600
1,1 Voyager 2
1989
7
I
Tríton 2706 354.800
5,9 (R)
William Lassell
1846
8
II
Nereid 340
5.513.400
360
Gerard Kuiper
1949
9
IX
Halímede 61
15.728.000 1878 (R)
Holman o.fl.
2002
10
XI
Saó 40 22.422.000
2925
Holman o.fl.
2002
11
XII Laómedeia 40 23.571.000
2979
Holman o.fl.
2002
12
X
Samaþe 38
46.695.000
9624 (R)
Sheppard o.fl.
2003
13
XIII
Nesó 60 48.387.000
9008 (R)
Holman o.fl.
2002

Í þessari töflu þýðir (R) að tunglið gangi öfugan hring í kringum Neptúnus, þ.e. ekki í sömu átt og reikistjarnan snýst um sjálfa sig.

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook