Sólkerfið
Loftsteinar

Loftsteinar

 • loftsteinar
  Loftsteinar

Loftsteinar birtast sem hraðskreiðar ljósrákir á næturhimninum og eru því oft kallaðir stjörnuhröp. Flestir virðast hvítir eða blá-hvítir að lit þegar þeir falla í gegnum lofthjúpinn þótt aðrir litir sjáist stundum, t.d. gulur eða appelsínugulur. Litirnir eru frekar háðir hraða loftsteinsins en samsetningunni. Rauðir loftsteinar birtast stöku sinnum sem mjög langar rákir og eru venjulega hátt yfir jörðu. Stöku sinnum sjást líka grænir loftsteinar sem eru venjulega mjög bjartir. Græni liturinn gæti verið af völdum jónaðs súrefnis.

Loftsteinar eru smæstu agnirnar sem eru á braut um sólina og eru flestir þeirra á stærð við sandkorn eða ennþá minni. Loftsteinar eru, líkt og smástirni, steinklumpar í geimnum. Þeir eru venjulega úr bergi, bergi og járni eða járni. Flestir loftsteinar eru leifar frá þeim tíma þegar sólkerfið myndaðist fyrir um 4.600 milljón ára. Stjörnufræðingar hafa komist að því að loftsteinaský á braut um sólu verða til þegar halastjörnur skilja eftir sig rykslóða. Erfitt er að greina loftsteina í geimnum vegna þess hve smáir þeir eru en á síðustu árum hefur fjöldi dælda fundist á gervitunglum, Hubblessjónaukanum og geimferjunum, sem urðu til af völdum loftsteina.

Á vef Alþjóðlega loftsteinafélagsins er að finna ýmiss konar upplýsingar sem nýtast áhugamönnum, svo sem dagatal sem sýnir hvenær má eiga von á loftsteinadrífum.

Vegna smæðar sinnar verða loftsteinar fyrst sýnilegir þegar þeir byrja að falla í gegnum lofthjúp jarðar. Þá er oft talað um hrapsteina eða stjörnuhrap. Þeir lýsa vegna núnings við sameindir lofthjúpsins sem skella á steinunum á miklum hraða. Núningurinn veldur því að loftið í kringum steininn glóir. Flestir loftsteinar brenna algjörlega upp í lofthjúpnum í um 100 km hæð. Þeir sjást sjaldan í meira en fáeinar sekúndur og ferðast á hraðanum 5-30 km/s. Stundum ná loftsteinarnir ekki að brenna upp til agna í lofthjúpnum og falla til jarðar.

1. Loftsteinadrífur sem sjást frá Íslandi

Eftirfarandi tafla sýnir helstu loftsteinadrífur eða loftsteinahríðir sem geta sést yfir Íslandi að vetrarlagi. Það er misjafnt eftir loftsteinadrífum hvernig virknin dreifist í kringum hámarkið og er yfirleitt hægt að sjá stjörnuhröp dagana í kringum hámarkið. Kvaðrantítar eru ein af undantekningunum frá þessari reglu því þeir sjást aðallega á nokkurra klukkustunda bili í kringum hámarkið. Dragonítarnir teljast til óreglulegra loftsteinadrífa því virknin er mjög misjöfn frá ári til árs.

Tímasetning á hámarki hverrar loftsteinadrífu breytist frá ári til árs en birtist ávallt í Almanaki Háskóla Íslands. Við mælum heilshugar með því fyrir allt áhugafólk um stjörnufræði og stjörnuskoðun.

Loftsteinadrífa
Hámark í kringum
Stjörnumerki geislapunkts
Halastjarna
Kvaðrantítar
3. janúar
Hjarðmaðurinn
2003 EH1
Lýrítar
22. apríl
Harpan
Thatcher 1861 I
Persítar
12. ágúst
Perseifur
Swift-Tuttle
Drakonítar
9. október
Drekinn
Giacobini-Zinner
Óríonítar
22. október
Óríon
Halley
Tárítar
3. nóvember
Nautið
Encke
Leonítar
18. nóvember
Ljónið
Tempel-Tuttle
Geminítar
14. desember
Tvíburarnir
3200 Phaeton (smástirni/óvirk halastjarna)
Úrsítar
23. desember
Litlibjörn
8P/Tuttle

2. Söfnunargildi

Loftsteinar eru verðmætir meðal vísindamanna og safnara vegna þess hve sjaldgæfir þeir eru. Margir aðilar sem sérhæfa sig í sölu á loftsteinum eru með síðu á netinu og oft má sjá loftsteina boðna upp á Ebay. Hins vegar eru þeir mjög misverðmætir og fer það bæði eftir uppruna og framboði á svipuðum steinum (loftsteinar frá Mars og tunglinu eru því oft mjög verðmætir).

Nánast allir loftsteinar eru brot úr smástirnum og veita þeir okkur þar af leiðandi upplýsingar um efnasamsetningu smástirna. Það er því engin tilviljun að loftsteinar hafa oft verið nefndir „geimkönnunarfar fátæklingsins“ því með rannsóknum á loftsteinum má kanna efnivið sólkerfisins án þess að senda eldflaug á loft. Þónokkrir loftsteinar hafa verið greindir frá tunglinu eða Mars (sem stendur hafa fundist 34 loftsteinar frá Mars). Þeir hafa kastast upp af yfirborðinu við árekstur smástirna og síðan lent á jörðinni. Frægastur er líklega loftsteinninn ALH84001 frá Mars, sem komst í fréttirnar árið 1996 þegar nokkrir vísindamenn sögðust hafa fundið steingerðar leifar lífvera í honum. Síðar hafa þær niðurstöður verið dregnar mjög í efa.

Árið 1969 fundu japanskir vísindamenn níu loftsteina í Yamatofjöllum á Suðurskautslandinu og markaði fundurinn upphafið að víðtækri loftsteinaleit á kaldasta meginlandi jarðarinnar. Nú hafa fundist yfir 15.000 lofsteinabrot á Suðurskautslandinu (oft brot úr sama steininum). Hefur stór hluti þessara brota fundist í Yamatofjöllum á svæði sem er ekki nema 5x10 km að stærð. Nokkrir steinanna sem fundist hafa á Suðurskautslandinu eru taldir hafa komið til jarðar frá tunglinu og Mars (þeirra á meðal er ALH84001 sem minnst var á hér að ofan).

Flestir loftsteinarnir hafa fallið á ísbreiðuna á síðustu milljón árum og hefur stór hluti þeirra safnast fyrir þar sem jökullinn hefur lent á hindrun, bráðnað og loftsteinarnir setið eftir. Loftsteinarnir varðveitast vel í þurru loftslaginu og eru Suðurskautslandið og eyðimerkur því kjörlendi loftsteinasafnara. Ekki má hins vegar búast við miklum árangri af loftsteinaleit hér á landi, því hér er mikið af dökku og málmríku grjóti á yfirborðinu sem fjandsamleg náttúruöflin keppast við að mola niður.

Sjá nánar: Loftsteinar frá Mars

3. Tjón af völdum loftsteina

loftsteinn, Peekskill, bíll
Maður heldur á loftsteininum sem féll á bíl í Peekskill í New York ríki.

Til eru mörg dæmi um að loftsteinar hafi náð til jarðar. Í október 1992 sást eldhnöttur á himni yfir Peekskill í New York sem brotnaði í nokkra hluta og féll til jarðar. Eitt brotið rakst á skottið á bíl konu. Konan heyrði hljóð sem minnti á árekstur og hljóp út. Þá sá hún hvar tólf kg þungur loftsteinn lá við hliðina á bílnum hennar sem varð fyrir talsverðum skemmdum. Tryggingarnar bæta ekki tjón af völdum loftsteina svo aumingja konan sat uppi með kostnaðinn. Fljótlega voru henni þó boðnir nokkur þúsund dollarar fyrir loftsteininn og bílinn sem nú er sýningargripur.

Þann 27. mars 2003 vöknuðu íbúar nokkurra úthverfa Chicago við drunur og sprengingar. Skömmu síðar sáu aðrir sem staddir voru utandyra bjartan loftstein springa á himninum. Brotin af honum dreifðust yfir stórt svæði í Chicago og féllu nokkrir loftsteinar í gegnum glugga og þök íbúða. Sumir lentu líka á bílum á svæðinu. Einn þrettán ára drengur vaknaði við 2,5 kg stein þegar hann féll í gegnum loftið og lenti á gólfinu við rúmið í svefnherberginu.

Engin dæmi eru til um að fólk hafi látist af völdum loftsteina, en vitað er um eina kú sem var svo ólánsöm. Þótt líkurnar séu litlar á því að verða fyrir loftsteini eru líkurnar á því að deyja af völdum smástirna og halastjarna mun meiri en líkurnar á því að deyja í flugslysi. Ástæðan er sú að árekstrar smástirna valda miklu meiri mannskaða en flugslys þótt þeir séu margfalt sjaldgæfari.

Barringer gígurinn
Barringer gígurinn í Arizona varð til fyrir rúmum 50.000 árum.

Það hljómar kannski ótrúlega en á hverjum degi má áætla að 300 tonn af efni úr geimnum falli inn í lofthjúp jarðar. Mest af þessu er afar smásætt ryk sem enginn tekur eftir. Sem betur fer falla aðeins örfáir stórir steinar til jarðar því þeir geta valdið gífurlega miklum skaða. Spurðu bara risaeðlurnar!

Barringer gígurinn í Arizona í Bandaríkjunum er einn þekktast loftsteinagígur í heimi. Hann er 1,2 km í þvermál og varð tiil við árekstur járnsteins, sem var um 50 metrar í þvermál, fyrir um 50 þúsund árum. Steinninn rakst á yfirborðið á 40 þúsund km hraða á klukkustund og sprengingin sem varð í kjölfarið var álíka stór og 20 megatonna vetnissprengja (um 20 þúsund sinnum öflugri en kjarnorkusprengjan sem sprengd var í Hírósíma).

Fólk hefur fundið leifar loftsteina í þúsundir ára og í fornum kínverskum, grískum og rómverskum heimildum er að finna lýsingar á þeim. Í mörgum samfélögum eru loftsteinar mikilvægir, t.d er Svarti steinninn í Ka'aba moskunni í Mekka loftsteinn.

4. Loftsteinar eru ekki heitir þegar þeir falla til jarðar

Þvert á það sem margir telja, er það ekki núningurinn við lofthjúpinn sem hitar hrapsteinana. Þegar þeir ferðast í gegnum lofthjúpinn á um 15 km hraða á sekúndu þéttist loftið fyrir framan þá. Þegar gas þéttist hitnar það, líkt og margir hafa fundið þegar hjólapumpa hitnar við notkun. Það er svo þetta þétta loft sem hitar sjálfan hrapsteininn svo að hann lýsir.

Sannfærast má um þetta með því að skoða hitaflísar geimferjanna. Þær eru vitanlega mjög hitaþolnar, en jafnframt mjög fíngerðar og molna auðveldlega við snertingu. Ef það væri núningur við lofthjúpinn sem hitaði þær myndu þær auðveldlega molna, en það gerist ekki.

Margir telja að fyrirbæri sem hitnar svo mikið að það glóir, ætti að vera heitt nokkrum mínútum síðar. Í raun er málið lítið eitt flóknara en svo.

Ofurheitt loftið fyrir framan steininn, snertir hann í raun ekki þegar steinninn ferðast í gegnum lofthjúpinn. Hröð hreyfing loftsteinsins myndar höggbylgju í loftinu, líkt og hljóðfrá flugvél gerir þegar hún klýfur hljóðmúrinn. Höggbylgjan fyrir framan loftsteininn er þannig nokkra sentímetra frá honum.

Yfirborð loftsteinsins bráðnar vegna hita samanþjappaða gassins fyrir framan hann, og loftið sem streymir um hann blæs bráðinni utan af steininum, það er hann gufar upp. Orkan til að hita steinninn verður að koma einhvers staðar frá og því hægist á steininum eftir því sem meira af hreyfiorku hans breytist í ljós og varma. Hrapsteinninn fellur þannig einungis til jarðar á nokkur hundruð kílómetra hraða á klukkustund.

Þegar þarna er komið við sögu er hrapsteinninn enn frekar hátt í lofthjúpnum og það tekur hann nokkrar mínútur að falla til jarðar. Steinninn er búinn að vera lengi í lofttæmi geimsins og því er kjarni hans mjög kaldur. Þeir hlutar sem hitnuðu mest á ferðinni um lofthjúpinn hafa bráðnað og þeyst í burtu en einnig er loftið hátt í lofthjúpnum mjög kalt og hitar því ekki steininn. Loftsteinar sem ná til jarðar eru því ekki mjög heitir heldur allt frá því að vera volgir og niður í það að vera mjög kaldir (þaktir hélu).

Myndir

Tengt efni

Heimildir

 1. Meteorites at the Millenium. Í 2000 Yearbook of Astronomy. 1999. Moore, Patrick (ritstj.). Macmillan, London.
 2. Universe. 2004. Freedman, Roger A., Kaufmann, William J. W.H. Freeman & Company, New York.
 3. http://www-curator.jsc.nasa.gov/curator/antmet/antmet.htm
 4. http://www2.jpl.nasa.gov/snc/
 5. http://www.meteoritetimes.com

Hvernig vitna skal í þessa grein

 • Sverrir Guðmundsson og Sævar Helgi Bragason (2010). Loftsteinar. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/loftsteinar (sótt: DAGSETNING).Leita á vefnum


 

Sólkerfið

sólkerfið okkar

Sólkerfið okkar

Sólkerfið okkar inniheldur sól, átta reikistjörnur, á annað hundrað fylgitungla þeirra, fimm dvergreikistjörnur og milljarða smærri hnatta eins og smástirni, halastjörnur, útstirni, loftsteina og rykagnir. Allir hnettir, stórir sem smáir, á sporbaug umhverfis sólina eru hluti af sólkerfinu okkar.

Lesa meira
 
sólin, sólstjarna, stjarna, sólin okkar

Sólin

Sólin er stjarna í miðju sólkerfisins, ein af yfir 200 milljörðum sólstjarna í Vetrarbrautinni okkar. Sólin er í um 26 þúsund ljósára fjarlægð frá miðju Vetrarbrautarinnar en aðeins 150 milljón km frá jörðinni. Sólin er meðalstór stjarna, en þó svo stór að um 109 jarðir kæmust fyrir í röð þvert í gegnum hana. Þessi glóandi gashnöttur er langstærsti hnöttur sólkerfisins og inniheldur um 99,9% af massa þess. Stærsti gasrisinn, Júpíter, inniheldur mest af því efni sem eftir er. Jörðin og allar hinar reikistjörnur sólkerfisins auk halastjarna, smástirna, loftsteina og geimryks snúast umhverfis sólina á sporöskjulaga brautum samkvæmt lögmálum Keplers.

Lesa meira
 
Merkúríus

Merkúríus

Merkúríus er innsta og minnsta reikistjarna sólkerfisins, minni en tunglin Ganýmedes og Títan. Merkúríus er bergreikistjarna í innra sólkerfinu og hefur þar af leiðandi fast yfirborð. Yfirborðið er mjög gígótt og gamalt og líkist þannig mest yfirborði tunglsins. Merkúríus gengur einnig undir stuttnefninu Merkúr.

Lesa meira
 
Venus

Venus

Venus er önnur reikistjarnan frá sólinni og sjötta stærsta reikistjarna sólkerfisins, örlítið minni en jörðin. Við fyrstu sýn virðist sem Venus sé tvíburasystir jarðar. Þær hafa næstum sama massa, þvermál, eðlismassa og þyngdarhröðun. Á báðum reikistjörnum eru fáir gígar sem bendir til þess að jarðfræðileg virkni eigi sér stað. Þó er eitt veigamikið atriði sem skilur á milli: Venus er eyðileg en jörðin er eini staðurinn þar sem vitað er um líf með vissu.

Lesa meira
 
jörðin

Jörðin

Jörðin er þriðja reikistjarnan frá sólu. Hún er fimmta stærsta reikistjarna sólkerfisins en stærsta bergreikistjarnan. Jörðin er 330.000 sinnum massaminni en sólin og 109 sinnum minni að þvermáli. Væri sólin hol að innan kæmust meira en milljón jarðir fyrir innan í henni. Jörðin er jafn gömul sólkerfinu, um 4,6 milljarða ára.

Lesa meira
 
Tunglið, máninn

Tunglið

Tunglið eða máninn er eina náttúrulega tungl jarðarinnar og er nálægasta fyrirbæri himinsins ef frá eru talin geimför og gervitungl. Tunglið er bjartasti hnötturinn á næturhimninum og sá eini þar sem við getum skoðað landslagið með berum augum. Saga tunglsins er nátengd sögu jarðarinnar enda er talið að það hafi myndast þegar hnöttur á stærð við Mars rakst á jörðina skömmu eftir myndun sólkerfisins. Tunglið hefur líka sögulega þýðingu fyrir okkur mannfólkið því það er eini hnötturinn þar sem menn hafa stigið niður fæti utan jarðarinnar. Tunglið okkar er fimmta stærsta tungl sólkerfisins á eftir Ganýmedesi, Títan, Kallistó og Íó. Það er hlutfallslega stærsti fylgihnöttur sólkerfisins sé miðað við stærð móðurreikistjörnunnar, að Plútó og Karoni undanskildum.

Lesa meira
 
Mars

Mars

Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu og sú næst minnsta. Mars er einnig oft nefndur rauða reikistjarnan (rauða plánetan Mars) enda virðist hann rauðleitur að sjá á næturhimninum. Mars er bergreikistjarna í innra sólkerfinu og hefur örþunnan lofthjúp. Á yfirborðinu eru fjölmargar áhugaverðar jarðmyndanir eins og árekstragígar, eldfjöll, gljúfur og pólhettur. Mars er meðal mest könnuðu reikistjarna í sólkerfinu enda mjög áhugaverður. Mars hefur alla tíð verið kunnugur mönnum enda er hann oft meðal björtustu fyrirbæra næturhiminsins. Aðeins sólin, tunglið, Venus og Júpíter geta verið bjartari.

Lesa meira
 
Júpíter

Júpíter

Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og sú langstærsta í sólkerfinu. Júpíter er gasrisi líkt og Satúrnus, Úranus og Neptúnus og hefur því ekkert fast yfirborð

Lesa meira
 
Satúrnus

Satúrnus

Satúrnus er næst stærsta reikistjarna sólkerfisins á eftir Júpíter og sú sjötta í röðinni frá sólu. Satúrnus er gasrisi líkt og Júpíter, Úranus og Neptúnus og hefur því ekkert fast yfirborð.

Lesa meira
 
Úranus

Úranus

Úranus er sjöunda reikistjarnan frá sólu og sú þriðja stærsta. Úranus er örlítið stærri að þvermáli en Neptúnus en massinn er ögn minni. Þessar tvær reikistjörnur eiga margt sameiginlegt og eru oft flokkaðar sem vatnsrisarnir í sólkerfinu, á meðan Júpíter og Satúrnus eru hinir eiginlegu gasrisar. Þessu ræður fimbulkuldinn yst í sólkerfinu en sökum hans eru ýmsar gastegundir í föstu eða á fljótandi formi.

Lesa meira
 
Neptúnus

Neptúnus

Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sólu og sú fjórða stærsta. Neptúnus er örlítið minni að þvermáli en Úranus en ögn massameiri. Þessar tvær reikistjörnur eiga margt sameiginlegt og eru oft flokkaðar sem vatnsrisarnir í sólkerfinu, á meðan Júpíter og Satúrnus eru hinir eiginlegu gasrisar. Þessu ræður fimbulkuldi yst í sólkerfinu en sökum hans eru ýmsar gastegundir í föstu eða á fljótandi formi.

Lesa meira
 
dvergreikistjarna, Plútó

Plútó

Plútó er næst stærsta þekkta dvergreikistjarnan í sólkerfinu, miklu minni en reikistjörnurnar átta. Sjö fylgitungl í sólkerfinu eru stærri en Plútó, þ.e. tunglið okkar, Íó, Evrópa, Ganýmedes, Kallistó, Títan og Tríton. Plútó líkist á margan hátt síðastnefnda tunglinu að stærð, efnasamsetningu og má vera að uppruni þeirra sé af sama toga.

Lesa meira
 
dvergreikistjarna, útstirni, Eris, Dysnómía

Útstirni

Handan Neptúnusar, ystu reikistjörnu sólkerfisins, leynast milljónir smárra íshnatta sem nefnd eru útstirni á íslensku (Trans-Neptunian object). Útstirnin eru hluti af sólkerfinu okkar líkt og reikistjörnurnar og smástirnin en eiga það sammerkt að vera svo agnarsmá og fjarlæg að aðeins á síðustu árum hefur tæknin til að greina þau verið til staðar.

Lesa meira
 
smástirni, Lútesía

Smástirni

Smástirni eru litlir hnettir úr bergi og málmum í sólkerfinu, innan við 1.000 km í þvermál, hafa enga halastjörnuvirkni, snúast í kringum sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til reikistjarna. Þau eru oft óreglulöguð vegna þess að þyngdarkrafturinn er ekki nægilega mikill til að mynda kúlulaga hnött.

Lesa meira
 
halastjarna, Hale-Bobb

Halastjörnur

Halastjörnur eru litlir hnettir úr ís og ryki sem sveima um sólina. Halastjörnur mynduðust á sama tíma og reikistjörnurnar fyrir um 4,6 milljörðum ára. Ólíkt reikistjörnunum hafa þær ekki hitnað í gegn og teljast því meðal frumstæðustu hnatta sólkerfisins. Innviðir þeirra geyma því trúlega mikilvægar upplýsingar um myndun þess.

Lesa meira
 
loftsteinar

Loftsteinar

Loftsteinar birtast sem hraðskreiðar ljósrákir á næturhimninum og eru því oft kallaðir stjörnuhröp. Flestir virðast hvítir eða blá-hvítir að lit þegar þeir falla í gegnum lofthjúpinn þótt aðrir litir sjáist stundum, t.d. gulur eða appelsínugulur. Litirnir eru frekar háðir hraða loftsteinsins en samsetningunni. Rauðir loftsteinar birtast stöku sinnum sem mjög langar rákir og eru venjulega hátt yfir jörðu. Stöku sinnum sjást líka grænir loftsteinar sem eru venjulega mjög bjartir. Græni liturinn gæti verið af völdum jónaðs súrefnis.

Lesa meira
 
Marsjeppi, Spirit, Opportunity

Geimferðir

Í gegnum tíðina hefur mestum hluta þekkingar okkar á sólkerfinu verið aflað með stjörnusjónaukum á jörðu niðri. Bylting varð þegar mannkynið hafði þróað tækni til að senda geimför út í geiminn og upp frá því hafa geimför heimsótt allar reikistjörnur sólkerfisins, nokkur tungl, smástirni og halastjörnur. Geimför hafa hjálpað okkur að öðlast ómetanlega þekkingu á þessum forvitnilegu hnöttum sólkerfisins.

Lesa meira
 

Fleygar setningar

- Höfundur ókunnur

„Upphaf þekkingar er að uppgötva eitthvað sem við skiljum ekki."

 

Vinir okkar

 • Hugsmiðjan
 • Sjónaukar.is
 • Portal To The Universe
 • Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness
 • Vísindavefurinn
 • Hubble spacetelescope
 • European Southern Observatory - ESOPóstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica