Tunglið
Tunglið eða máninn er eina náttúrulega tungl jarðarinnar og er nálægasta fyrirbæri himinsins ef frá eru talin geimför og gervitungl. Tunglið er bjartasti hnötturinn á næturhimninum og sá eini þar sem við getum skoðað landslagið með berum augum. Saga tunglsins er nátengd sögu jarðarinnar enda er talið að það hafi myndast þegar hnöttur á stærð við Mars rakst á jörðina skömmu eftir myndun sólkerfisins. Tunglið hefur líka sögulega þýðingu fyrir okkur mannfólkið því það er eini hnötturinn þar sem menn hafa stigið niður fæti utan jarðarinnar. Tunglið okkar er fimmta stærsta tungl sólkerfisins á eftir Ganýmedesi, Títan, Kallistó og Íó. Það er hlutfallslega stærsti fylgihnöttur sólkerfisins sé miðað við stærð móðurreikistjörnunnar, að Plútó og Karoni undanskildum.
Yfirlit
Tunglið hefur skipað stóran sess hjá ýmsum menningarþjóðum. Rómverjar til forna nefndu tunglið Luna en Grikkir nefndu það Selenu og Artemis. Önnur heiti á tunglinu eru til í mörgum öðrum trúarbrögðum. Þannig nefna Hindúar tunglið Chandra, Arabar Hilal, Astekar Tecciztecatl, Inkar Mama Quilla og kínverska tunglgyðjan nefnist Heng O. Máni var persónugervingur tunglsins í norrænni goðafræði. Hann var sonur Mundilfara og bróðir Sólar. Á næturnar ferðaðist hann í hestvagni yfir himinninn og ákvarðaði þannig hvort tunglið væri vaxandi eða minnkandi. Úlfurinn Hati elti Mána og þegar hann greip í tunglið varð tunglmyrkvi. Það olli talsverðri skelfingu og beittu menn ýmsum brögðum til hrekja úlfinn burt.
Íslensku orðin mánudagur og mánuður eru dregin af heiti tunglsins. Íslenska orðið tungl er einnig eitt þeirra orða í íslensku máli sem á sér ekkert rímorð. Gríska orðið „Luna“ er rót enska orðsins „lunatic“ sem þýðir brjálæðingur en merkti upphaflega tunglsjúkur (flogaveikur).
Tunglið er langbjartasta fyrirbærið á næturhimninum og fullt tungl er mörg hundruð sinnum bjartari en Venus, sem er björtust af öllum reikistjörnum og sólstjörnum á himninum. Tunglið hefur lýst upp veg margra ferðalanga í aldanna rás og XXXXXXX
1. Braut og snúningur
Hér kemur inn umfjöllun um braut og snúning tunglsins.
2. Útlit tunglsins
Við sjáum útlit tunglsins breytast eftir því sem líður á tunglmánuðinn. Það fer frá því að vera nýtt og vex þangað til það verður fullt. Þá minnkar það aftur þangað til það verður nýtt eftir 29,53 daga (sem er lengd tunglmánaðarins).
Á þessari síðu er að finna upplýsingar um kvartilaskipti tunglsins.
3. Kvartilaskipti
asdf
4. Myrkvar
Hér kemur inn umfjöllun um jarðfræði tunglsins.
5. Myndun tunglsins
Hér kemur inn umfjöllun um myrkva.
6. Jarðfræði
Talið er að tunglið hafi myndast snemma í sögu sólkerfisins þegar hnöttur á stærð við Mars rakst á jörðina. Við það þeyttist upp glóandi efni úr möttli jarðar sem fór á braut um hana og klesstist saman í tunglið.
7. Innri gerð
asdf
8. Flóðkraftar
Hér kemur inn umfjöllun um flóðkrafta.
9. Rannsóknir á tunglinu
Hér kemur inn umfjöllun um rannsóknir á tunglinu.
9.1 Ómannaðar geimferðir
Hér kemur inn umfjöllun um ómannaðar geimferðir.
9.2 Mannaðar geimferðir
Hér kemur inn umfjöllun um mannaðar geimferðir.
Tengt efni
- Myndun tunglsins
- Áhrif tunglsins á uppruna og þróun lífs
- Apollo geimáætlunin
- Apollo 11
- Lunar Reconnaissance Orbiter
- Að skoða tunglið
Heimildir
Heimildir