Djúpfyrirbæri
Djúpfyrirbæri
Deep sky object
Djúpfyrirbæri eru þau fyrirbæri sem eru utan okkar sólkerfis, að stökum stjörnum undanskildum. Stjörnuþokur, stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir eru allt djúpfyrirbæri. Þau eru yfirleitt í daufara lagi og sjást oftast ekki nema með stjörnusjónauka.
Á himinhvolfinu eru fjölmörg djúpfyrirbæri sem gaman er að skoða. Þeim er yfirleitt raðað niður í eftirtalda flokka:
- Stjörnuþyrpingar
- Lausþyrpingar
- Kúluþyrpingar
- Geimþokur
- Ljómþokur
- Endurskinsþokur
- Skuggaþokur
- Hringþokur
- Vetrarbrautir
Í hverjum mánuði birtist umfjöllun um nokkur vel þekkt djúpfyrirbæri á stjörnukorti mánaðarins. Misjafnt er hvort þau sjáist með berum augum, í handkíki eða stjörnusjónauka.