Um Stjörnufræðivefinn
Stjörnufræðivefurinn er íslenskur alfræðivefur um allt sem viðkemur stjörnufræði. Honum er ætlað að efla áhuga almennings á stjörnufræði og auðvelda aðgengi að efni um stjörnufræði á íslensku.
Að Stjörnufræðivefnum standa:
![]() |
Sævar Helgi Bragason – formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og B.Sc. nemi í jarðfræði við Háskóla Íslands. |
|
![]() |
Sverrir Guðmundsson – B.Sc. í jarðeðlisfræði, nemi við menntavísindasvið Háskóla Íslands og ritari Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. |
|
![]() |
Ottó Elíasson – B.Sc. nemi í eðlisfræði við Háskóla Íslands og stjörnufræðikennari í Menntaskólanum í Reykjavík. |
|
![]() |
Kári Helgason – B.Sc. í eðlisfræði frá Háskóla Íslands og doktorsnemi í stjarneðlisfræði við Marylandháskóla. |
|
![]() |
Tryggvi Kristmar Tryggvason – B.Sc. nemi í eðlisfræði við Háskóla Íslands. |
|
![]() |
Snæbjörn Guðmundsson – Doktorsnemi í jarðfræði og stundakennari við Háskóla Íslands. |
Allt sem birtist á vefnum er sett fram á vandaðan og ábyrgan hátt. Kennurum og nemendum er óhætt að styðjast við efni af vefnum þar sem ávallt er vitnað í heimildir þar sem við á. Hægt er senda póst til ritstjórnar á netfangið stjornuskodun [hjá] www.stjornuskodun.is.
Hvernig á að vitna í heimildir af Stjörnufræðivefnum?
Neðst í hverri grein ættu að vera upplýsingar hvernig vitna skal í viðkomandi grein. Snið tilvitnana í heimildaskrá er á þessa leið:
Höfundur greinar (útgáfuár). Titill greinar. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/undirssíða-greinar (sótt: dagsetning-þegar-grein-er-sótt).
Tökum dæmi: Jóna Jónsdóttir er nemandi í Gagnfræðaskóla Íslands. Bráðum á hún að skila inn ritgerð í stjörnufræði um sólina. Jóna er svo heppin að þekkja til Stjörnufræðivefsins. Þann 6. maí 2011 sækir hún efni á Stjörnufræðivefinn um sólina og notar greinina sem heimild í ritgerðinni. Í heimildaskrána skrifar Jóna:
Sævar Helgi Bragason (2010). Sólin. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/solin (sótt: 6. maí 2011).
Á þeim stöðum í ritgerðinni þar sem Jóna notar efni úr greininni um sólina af Stjörnufræðivefnum, vitnar hún til hennar á tilhlýðilegan hátt. Kennarinn var afar ánægður með ritgerðina hennar Jónu, enda hafði hún augsýnilega lesið sér vel til um sólina. En jafnframt vitnaði hún rétt til heimilda þar sem við átti.