Orðið „alheimur“ er stórt orð. í sínum víðasta skilningi nær hugtakið yfir allt sem til er í heiminum. Málið fer þó að vandast þegar vangaveltur vakna um hvort til séu aðrir „alheimar“.
Í þessum hluta vefsins lítum við út fyrir sólkerfið og svipumst um í himingeimnum. Fyrst verða á vegi okkar aðrar sólir og gasský í Vetrarbrautinni. Utan hennar finnum við síðan um það bil hundrað milljarða annarra vetrarbrauta. Þetta er eins og að horfa aftur í tímann því ljósið frá fjarlægum vetrarbrautum hefur verið milljónir og jafnvel milljarða ára á leiðinni til okkar. Þegar við skyggnumst nógu langt út í alheiminn sjáum við hann eins og hann var í bernsku fyrir um 14 milljörðum ára.
|
 |
 |
Ævi og örlög sólstjarna
Allar stjörnur hefja ævi sína í gasskýi en síðan fer hver sína leið. Þær massamestu lifa fjörugu lífi og brenna út á fáeinum milljónum ára en þær minnstu lifa rólegu lífi í milljarða ára. Stóru stjörnurnar enda að lokum ævi sína með hvelli í stjörnusprengingu og skilja eftir sig nifteindastjörnu eða svarthol.
|
 |
 |
Vetrarbrautir - stórar og smáar
Heimkynni okkar eru í Vetrarbrautinni sem er ein af ótal mörgum stjörnuþokum sem finna má í alheiminum. Þær eru þó ekki einsleitur hópur heldur eru þær til af ýmsum stærðum og gerðum. Vetrarbrautaþyrpingar eru stærstu byggingareiningar alheimsins og í einni slíkri má finna þúsundir ólíkra vetrarbrauta.
|
 |
 |
Saga heimsins
Alheimurinn hóf ævi sína með miklum hvelli fyrir um 14 milljörðum ára. Síðan þá hefur hann þanist út með ógnarhraða og virðist sem hraði útþenslunnar fari vaxandi.
|
|
Opna Stjörnufræðivefinn í nýjum glugga
|