Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness |
|
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness er eina félag áhugamanna um stjörnuskoðun og stjörnufræði hér á landi og eru félagar í því um 150 talsins. Aðsetur félagsins er í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi þar sem það hefur herbergi til afnota. Uppi á þaki skólans er hvolfþak sem hýsir aðalsjónauka félagsins. Hann er af gerðinni JMI NGT-18 og er spegill hans 46 cm í þvermál. Þetta er stærsti sjónauki landsins og hafa félagsmenn aðgang að honum. Einnig á félagið tvo minni sjónauka. Fréttabréf vorið 2004 (.pdf 800 kB) Fréttabréf haustið 2004 (.pdf 9,9 MB) Hægt er að skrá sig í félagið með því að senda póst á netfangið ssfs hjá astro.is. Vefur Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness Opna Stjörnufræðivefinn í nýjum glugga |