Erum við ein í alheiminum? Þekking okkar á uppruna lífsins á jörðinni bendir til þess að líklegt sé að líf þróist á öðrum reikistjörnum í geimnum, sé því gefið hentugt umhverfi og góður tími. Margt bendir til að líf hafi orðið til á jörðinni tiltölulega snemma í sögu sólkerfisins og það gefur til kynna að líf geti myndast á svipuðum reikistjörnum umhverfis stjörnur á borð við sólina okkar. Hvort þróunin leiði til vitsmunavera og tæknisamfélaga er ekki hægt að segja til um.
Við getum fundið menningarsamfélög í geimnum með því að hlusta eftir merkjum um tækni þeirra. Við lifum á spennandi tímum þegar fyrstu reikistjörnur utan okkars sólkerfis eru að finnast víðsvegar í geimnum og vísbendingar um hugsanlegt líf á Mars í fortíðinni hrannast upp. Allt þetta rennir frekari stoðum undir tilgátur okkar um líf í alheiminum.
Við lifum á einstökum tíma í mannkynssögunni. Þegar við uppgötvum að við erum hluti af stærra samfélagi, verður það meðal mestu uppgötvana sögunnar en ef við uppgötvum að við erum ein, erum við þess mun dýrmætari. Menningarsamfélag okkar er það fyrsta sem getur haft samband við aðrar lífverur í geimnum. Ef við leitum ekki finnum við aldrei neitt. Það sakar því ekki að reyna.
|