Hvernig ß a­ velja stj÷rnusjˇnauka?

Það er stórt skref fyrir stjörnuáhugamann að kaupa sér stjörnusjónauka og er nauðsynlegt að vanda valið. Ótal stærðir og gerðir eru til af sjónaukum og þarf því hver og einn að finna út hvaða tegund hentar honum best út frá verði, stærð og hvers konar fyrirbæri á að skoða með sjónaukanum. Einnig eru ýmis hugtök notuð um sjónauka sem geta vafist fyrir áhugamönnum og eru mörg þeirra skýrð hér að neðan.

Við kaup á sjónauka er gott að hafa í huga að besti sjónaukinn er sá sem er mikið notaður.

Stj÷rnufrŠ­ivefurinn bř­ur n˙ miki­ ˙rval af stj÷rnusjˇnaukum frß Celestron og William Optics. Ver­i­ er mj÷g hagstŠtt og Ý m÷rgum tilfellum lŠgra en ˙t ˙r b˙­ Ý Bretlandi.

Rétt er að geta þess að hefðbundinn handsjónauki (7x50 eða 10x50) er vanmetið byrjunartæki. Best að kynnast himninum með handsjónauka.

Fyrir hver jól senda stórverslanir og leikfangabúðir út bæklinga sem auglýsa stjörnusjónauka sem sagðir eru geta „stækkað 600 sinnum!“ Þessir sjónaukar standa sjaldnast undir væntingum. Stækkunin sem gefin er upp í bæklingunum er „fræðileg“ stækkun sem ekki er hægt að ná með ódýrum sjóntækjum. Stjörnuáhugamenn komast einnig fljótt að því að það er margt annað sem skiptir máli við stjörnuskoðun en mikil stækkun.

Góður sjónauki þarf að uppfylla tvö skilyrði. Hann verður að hafa hágæða sjóntæki og vera á góðri undirstöðu.

Flestir vilja eignast stóran sjónauka. Mikilvægt er þó að auðvelt sé að flytja hann milli staða og að hann sé þægilegur í uppsetningu. Sjónauki á ekki að vera svo fyrirferðamikill að ekki sé unnt að bera hann út, setja upp og taka niður á fljótlegan og einfaldan hátt.

Við kaup á stjörnusjónauka er mikilvægt er að hafa búsetu og áhugasvið í huga. Ljósmengun er víða mikið vandamál, sérstaklega fyrir þá sem vilja skoða dauf fyrirbæri eins og þokur og vetrarbrautir. Stjörnuáhugamaðurinn verður að spyrja sig hvort hann hafi áhuga á að skoða tungl og reikistjörnur í sólkerfinu eða fjarlægari fyrirbæri eins og þokur og vetrarbrautir. Með öflugum sjónaukum er hægt að skoða alls konar fyrirbæri á stjörnuhimninum en á móti kemur að þeir eru frekar dýrir og ekki jafn-meðfærilegir og litlir sjónaukar.

HÚr er a­ finna sv÷r vi­ řmsum spurningum um stj÷rnusjˇnauka

Mikilvæg hugtök

Allir stjörnusjónaukar, stórir sem smáir, hafa það markmið að stækka það sem skoðað er. Mismunandi gerðir hafa sína kosti og ókosti. Margir telja að mikilvægasti þáttur sjónaukans sé hversu mikið hann getur stækkað. Það er ekki svo heldur er það stærð ljósopsins sem ræður hvers konar fyrirbæri er hægt að sjá með sjónaukanum.

Ljósopið (aperture) er þvermál ljóssöfnunarlinsu eða spegilsins. Þegar sagt er að sjónauki hafi 15 cm (6") ljósop þýðir það að spegillinn eða linsan er 15 cm á breidd. Með stærra ljósopi sjást daufari fyrirbæri. Til að mynda sjást nokkrir tugir vetrarbrauta í 12 cm (4,5") spegilsjónauka, þar af nokkrar í meira en 50 milljón ljósára fjarlægð. Það er alls ekki slæmt fyrir sjónauka sem hægt er að taka með sér til útlanda! Með 30 cm (12") spegilssjónauka sjást nokkur hundruð vetrarbrautir!

Næstmikilvægasti hluti sjónaukans er brennivíddin (focal lenght). Brennivíddin er vegalengdin frá ljósopi sjónaukans að augngleri. Því lengri sem sjónaukinn er, þeim mun hærri er brennivíddin.

f/hlutfallið (f/ratio) fæst með því að deila þvermáli ljósopsins upp í brennivídd sjónaukans. Sjónauki með 2000 mm brennivídd og 200 mm ljósop er með hlutfallið f/10. Því lægra sem f/hlutfallið er, því víðara er sjónsviðið. Jafnframt þarf skemmri lýsingartíma fyrir myndatökur. Á móti kemur að augnglerin stækka ekki eins mikið. Sjónaukar sem hafa hærra f/hlutfall henta betur fyrir mikla stækkun.

Þrátt fyrir þetta er ekki þar með sagt að allir ættu að fá sér sem stærstan og lengstan sjónauka. Hærri brennivídd, þ.e. lengri sjónauki, hentar betur ef skoða á tunglið, reikistjörnur eða tvístirni, en stærra ljósop er nauðsynlegt ef skoða á fjarlægar vetrarbrautir. Styttri sjónauki hentar einnig betur við skoðun á þokum og þyrpingum í Vetrarbrautinni okkar (líkt og Sjöstirninu eða Sverðþokunni í Óríon). Ástæðan er sú að löng brennivídd minnkar það svæði sem hægt er að sjá af himninum.

Birtustig og birtum÷rk

Stjörnufræðingar nota birtustig og birtukvarða til þess að greina á milli daufra og bjartra fyrirbæra á himinhvelfingunni. Birtukvarðinn er eins og öfugur hitamælir. Daufar stjörnur eru með hátt birtustig. Björtustu stjörnurnar eru hins vegar með birtustig í kringum 0,0 og þær allra björtustu eru með neikvætt birtustig. Bjartasta fastastjarnan, Síríus, er með birtustigið -1,4 og bjartasta reikistjarnan, Venus, er með birtustig í kringum -4,0.

Birtum÷rk eru daufasta birtustig sem sjónaukinn greinir. Birtum÷rk sjónauka eru í réttu hlutfalli við stærð ljósopsins. og það má áætla með einfaldri jöfnu:

 

7,5 + (5log(stærð ljósops í cm)) = birtum÷rk sjónauka

Sjónauki með 20 cm ljósop (linsu eða spegil) ætti því að geta séð fyrirbæri með birtugstið +14,0 við kjöraðstæður. Aðstæður til stjörnuskoðunar (hvort loftið sé kyrrt o.fl.) hafa mikil áhrif birtum÷rkin.

HÚr er a­ finna řtarlega umfj÷llun um birtustigskvar­ann og muninn ß reyndar- og sřndarbirtustigi.

Upplausn og stækkun

Greinigæði eða upplausn er hæfni sjónauka til að greina smáatriði. Með hárri upplausn er auðveldara að sjá smáatriði á yfirborði plánetu eða skilja sundur tvístirni. Greinigæðin eru mæld í bogamínútum og bogasekúndum. Reikna má út greinigæði sjónauka með þessari jöfnu:

 

116 / ljósop sjónaukans (í mm)


 

Fyrirbæri   Hornbil
Fullt tungl   spannar u.þ.b. 0,5° (1800 bogasekúndur)
Júpíter   u.þ.b. 30 bogasekúndur
Mízar og Alkor   14 bogasekúndur
Tvístirnið Epsilon Lyra   2,5 bogasekúndur
Cassini-eyðan   0,7 bogasekúndur
 

Mesta stækkun sem unnt er að ná með sjónauka veltur á stærð ljósopsins og gæði sjóntækjanna (t.d. augnglerja). Almennt getur sjónauki stækkað mynd tvisvar sinnum fyrir hvern millímetra af ljósopinu. Þannig myndi mesta stækkun fyrir 60 mm sjónauka vera um 120x. Til þess að reikna út hver mesta mögulega stækkun sjónauka getur verið má nota eftirfarandi jöfnu:

 

(Brennivídd spegils eða linsu í mm) / (Brennivídd augnglers í mm) = hámarksstækkun

Í sjónauka sem aðeins getur stækkað 50x má sjá tungl Júpíters, hringa Satúrnusar og bjartar þyrpingar, þokur og vetrarbrautir. Til að sjá smáatriði á yfirborði Mars eða til að aðgreina þétt tvístirni þarf sjónaukinn að geta stækkað a.m.k. 150x. Það fer eftir gæði sjóntækjanna og aðstæðum hverju sinni hve mikilli stækkun er hægt að ná með sjónaukanum.

Undirstöður sjónauka

Sjónauki er nánast ónothæfur ef hann er ekki á góðri undirstöðu. Handsjónaukar virka mun betur ef þeir sitja á föstu yfirborði (t.d. þrífæti).

Pólstillt undirstaða

Pólstillt undirstaða (equatorial mount) hefur tvo ása sem hreyfast í tvær áttir, norður-suður og austur-vestur (stjörnulengd og stjörnubreidd). Pólásinn er samsíða snúningsási jarðar og því er hægt að fylgja hreyfingu fyrirbæris sem verið er að skoða með því að ýta létt á sjónaukann. Rafmótor sem „eltir“ fyrirbærin á himninum fylgir mörgum undirstöðum af þessari gerð. Það kemur sér vel ef verið er að nota mikla stækkun og þegar verið er að sýna öðrum fyrirbærin í sjónaukanum. Pólstillt undirstaða er nauðsynleg fyrir langar myndatökur.

Dobsonian undirstaða

Lóðstillt undirstaða (altazimuth, altitude-azimuth) færist upp og niður (skv. hæð) og frá vinstri til hægri. Hefðbundinn þrífótur er gott dæmi um þess konar undirstöðu (og oft góð undirstaða fyrir létta sjónauka). Lóðstilltar undirstöður eru venjulega léttari en pólstilltu undirstöðurnar, m.a. vegna þess að þær krefjast ekki mótvægislóða fyrir sjónaukann. Önnur tegund er Dobsonian-undirstaðan, sem sést hér til hliðar. Hún er bæði stöðug og hagkvæm. Þessar undirstöður hafa sjaldnast rafmótor.

Venjulega tekur nokkrar mínútur að setja upp og stilla sjónauka á pólstilltri undirstöðu á meðan hægt er að setja upp sjónauka á Dobsonian-undirstöðu á fáeinum sekúndum. Suma tölvustýrða sjónauka á lóðstilltum undirstöðum má setja upp á álíka skömmum tíma.

HÚr er Ýtarlegri umfj÷llun um undirst÷­ur sjˇnauka

Önnur mikilvæg atriði

Augngler eru nauðsynleg til að sjá myndina sem sjónaukinn býr til úr ljósinu. Með því að skipta um augngler breytist stækkunin og allir eigendur sjónauka ættu að eiga nokkur augngler.

Augngler eru af fjölmörgum stærðum og gerðum. Með flestum sjónaukum fylgja eitt eða tvö augngler en best er að eiga nokkur sem stækka mismikið. Gott augngler getur kostað á bilinu 2.000 til 20.000 krónur. Augnglerin eru dýrari eftir því sem fleiri linsuhlutir eru í þeim. Vert er að skoða Barlow-linsur sem tvöfalda eða þrefalda stækkun augnglersins.

Leitarsjónaukar eru mikilvægir til að miða á fyrirbærin á himninum. Sjónauki nýtist illa án einhvers konar leitarsjónauka. Flestir sjónaukar hafa leitarsjónauka ofan á aðalsjónaukanum. Í augngleri leitarsjónaukans eru krossar sem hjálpa til við að miða á tiltekið fyrirbæri. Leitarsjónaukar stækka venjulega nokkuð svo hægt er að sjá sumar stjörnuþyrpingar og stjörnuþokur með þeim. Mikilvægt er að leitarsjónaukinn sé vel stilltur þegar mikil stækkun er notuð.

Gott er að eiga stjörnukort til að geta fundið áhugaverð fyrirbæri. Í handbókinni Íslenskur stjörnuatlas er vísað á 53 stjörnumerki sem sjást frá Íslandi og ýmis fyrirbæri sem sjá má á næturhimninum. Í bókinni er fjöldi stjörnukorta með stjörnum niður í sjötta birtustig. Bókinni fylgir einnig stjörnuskífa þar sem sést hvernig næturhimininn ber fyrir á öllum tímum ársins. Aðrar kortabækur eins og Sky Atlas 2000.0 þjóna betur þeim sem vilja skoða daufari fyrirbæri.

Mismunandi gerðir stjörnusjónauka

Dæmigerður linsusjónauki (refractor) er langur og mjór með f/hlutfall frá f/7 til f/15. Linsan fremst á sjónaukanum beinir ljósinu sem kemur í inn í sjónaukann að brennipunkti. Á dýrum sjónaukum eru yfirleitt vandaðar undirstöður sem eru afar mikilvægar við skoðun daufra fyrirbæra með mikilli stækkun.

Kostir linsusjónauka:

 • Einfaldir í notkun og endingargóðir

 • Lítið viðhald og ekki sérlega viðkvæmir fyrir hnjaski

 • Skýrar myndir af tungli, reikistjörnum og tvístirnum

 • Lokað rör - minni truflanir vegna loftstrauma

Ókostir linsusjónauka:

 • Lítið ljósop

 • Þyngri, lengri og fyrirferðameiri en spegilsjónaukar með svipaða upplausn

 • Henta ekki jafnvel og spegilsjónaukar til að skoða vetrarbrautir eða stjörnuþokur

 • Stórir og vandaðir linsusjónaukar eru dýrir því linsurnar eru dýrar í framleiðslu

Skýringarmynd af linsusjónauka
STÆRRI MYND MEÐ SKÝRINGUM


Spegilsjónaukar (reflectors) eru venjulega hagkvæmastir miðað við verð því dýrt er að smíða vandaðar linsur. Í botni sjónaukans er holspegill (e. paraboloid) í stað linsu.

Kostir spegilsjónauka:

 • Hagkvæmir

 • Auðvelt að flytja þar til brennivíddin verður yfir 1000mm

 • Henta vel til að skoða vetrarbrautir, þokur og þyrpingar

 • Henta ágætlega til að skoða tungl og reikistjörnur

 • Góður stöðugleiki

Ókostir spegilsjónauka:

 • Viðkæmir - þarf að stilla oftar en linsusjónaukana

 • Opið rör - loftstraumar geta valdið vandræðum

 • Geta verið stórir, þungir og fyrirferðamiklir

Skýringarmynd af Dobsonian spegilsjónauka
STÆRRI MYND MEÐ SKÝRINGUM

Linsu- og spegilsjónaukar (catadioptric) eru með linsu í sjónaukarörinu en spegil í botninum. Til eru tvö vinsæl afbrigði, Schmidt-Cassegrain og Maksutov-Cassegrain. Báðar þessar gerðir eru gjarnan tölvustýrðar.

Í Schmidt-Cessegrain fer ljósið í gegnum þunna Schmidt-eikúlulinsu (aspheric correcting lens) á holspegil. Hann endurvarpar ljósinu í annan minni spegil sem varpar ljósinu út í augnglerið. Sjónaukar af þessari gerð eru afar vinsælir í dag.

Kostir Schmidt-Cassegrain sjónauka:

 • Henta til stjörnuskoðunar af hvaða tagi sem er

 • Henta vel til myndtöku

 • Lokað rör

 • Hreyfanlegir og auðvelt að flytja

 • Einfaldir og þægilegir í notkun

 • Endingargóðir

 • Mótordrifnir með tölvu sem færir sjónaukann sjálfkrafa

 • Ljósop getur verið stórt án þess að sjónaukinn verði fyrirferðamikill

Ókostir Schmidt-Cassegrain sjónauka:

 • Dýrari en Newtonian-sjónaukar með álíka stórt ljósop

Skýringarmynd af linsu- og spegilsjónauka
STÆRRI MYND MEÐ SKÝRINGUM

Maksutov-Cassegrain eru svipaðir Schmidt-Cassegrain og hafa nánast sömu kosti og ókosti. Í þeim fer ljósið í gegnum þykka skálarlinsu og lendir á holspegli sem varpar ljósinu í minni spegil sem sendir ljósið út í augnglerið. Þessir sjónaukar henta betur til reikistjörnuskoðunar en Schmidt-Cassegrain.

Kostir Maksutov-Cassegrain (í samanburði við Schmidt-Cassegrain):

 • Betri skerpa

 • Lengri brennivídd sem leyfir meiri stækkun fyrir reikistjörnuskoðun

Ókostir Maksutov-Cassegrain (í samanburði við Schmidt-Cassegrain):

 • Þyngri vegna þykkrar skálinsu

 • Dýrari

 • Sjónaukar með stórt ljósop eru lengur að kólna

 • Lengri brennivídd leiðir af sér smærra sjónarhorn

Tölvustýrðir sjónaukar

Í rafmótorum sjónauka í dag er oft tölva sem fylgir eftir hreyfingu himinsins. Hægt er að miða út hvaða fyrirbæri sem er með sjónaukanum með því að ýta á nokkra takka. Slíkir sjónaukar eru venjulega nokkuð dýrir en tiltölulega nýlega hafa komið á markað slíkir sjónaukar á viðráðanlegu verði.

Of margir sjónaukaeigendur geta varla staðsett nokkuð annað en tunglið, reikistjörnur og fáeinar bjartar stjörnu með sjónaukum sínum. Að lokum gefast menn upp og henda sjónaukanum inn í skáp. Tölvustýrðir sjónaukar geta leyst þetta vandamál. Samt eru þeir ekki allra og mikilvæg er að ráðfara sig við eigendur slíkra tækja.

Vertu upplýstur kaupandi

Gott er að verða sér úti um nýleg hefti af stjörnufræðitímaritum þar sem sjónaukar eru prófaðir. Þú getur beðið um bæklinga og upplřsingar frá umboðsaðila Celestron-sjˇnaukanna hér á landi sem ættu að segja þér flest allt sem þú vilt vita um sjónaukana.

Einnig er mjög gott að leita til reyndari stjörnuskoðara. Besta leiðin er að ganga í Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og leita ráða hjá félögum sem margir hverjir eru afar reyndir. Stöku sinnum stendur félagið fyrir „stjörnuteiti“ þar sem félagar mæta með sjónaukana sína og bera þá saman.

Nokkur áhætta getur fylgt því að kaupa notaða sjónauka því tækin geta verið illa farin. Viðgerð getur þá oft kostað álíka mikið og nýr sjónauki.

Ef þú hyggur á að kaupa þér sjónauka, skaltu vera tilbúin(n) að eyða að minnsta kosti yfir 20.000 krónum. Þó má finna ágæta sjónauka undir þessu verði sem duga til að skoða hringa Satúrnusar og bjartar þokur og vetrarbrautir. Hafðu í huga að góð fjárfesting skilar sér í mörg ár á eftir.

HÚr er a­ finna sv÷r vi­ nokkrum algengum spurningum um sjˇnauka

Að prófa sjónauka

Venjulega er ekki hægt að prófa sjónaukana í búð. Þess vegna skaltu vera með á hreinu hvort þú getir skilað sjónaukanum ef hann mætir ekki kröfum þínum. Um leið og þú færð sjónaukann í hendurnar, skaltu prófa hann til að athuga hvort allt sé í lagi. Allar undirstöður sjónaukans ættu að vera nógu stöðugar til að haldast standandi jafnvel þótt einhver rekist utan í hann í myrkri. Bankaðu létt í sjónaukann þegar þú horfir á eitthvað. Ef hann hreyfist í örskamma stund og stöðvast svo veit það á gott. Að lokum ættir þú að geta hreyft sjónaukann auðveldlega og mjúklega.

Hafðu í huga að góður sjónauki er dýr og margt er hægt að sjá með einföldu tæki. Sýndu þolinmæði því það kostar tíma að læra á sjónaukann og kynnast fyrirbærum næturhiminsins. Ekki vera hrædd(ur) að biðja um hjálp og mundu að besti sjónaukinn er sá sem er mikið notaður.

Heimildir
Dickinson, Terence og Dyer, Alan. The Backyard Astronomer's Guide
Vefsíða Sky and Telescope

Til baka á forsiðu

Opna Stjörnufræðivefinn í nýjum glugga
Til baka á forsiðu

Meira um stj÷rnusko­un

Celestron-sjˇnaukar

Handsjˇnaukar

Himinhvelfingin