Vísindaþátturinn

Vísindaþátturinn í Útvarpi Sögu

Vísindaþátturinn er á dagskrá Útvarps Sögu alla þriðjudaga frá klukkan 17:00 til 18:00.
Umsjónarmenn þáttarins eru Björn Berg Gunnarsson og Sævar Helgi Bragason.

Í þættinum er fjallað um ýmislegt fróðlegt úr heimi vísindanna, hvað sé að finna á stjörnuhimninum um þessar mundir svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að hlusta á þættina beint af síðunni, sækja þá á mp3-formi eða vera í áskrift að þættinum gegnum podcast með iTunes, Zune eða ZENCast.

Ef þú vilt koma einhverju á framfæri varðandi þættina er hægt að hafa samband við okkur á stjornuskodun [hjá] stjornuskodun . is.

Þátturinn í áskrift


Nýjustu þættirnir

Sjúkraþjálfun

Vísindaþátturinn 7. júní 2011 - 102. þáttur

Spila þátt

Kristín Briem, lektor í sjúkraþjálfunarfræði við Háskóla Íslands, fræddi okkur um sjúkraþjálfun og rannsóknir á því sviði.

 

Minkurinn, áströlsk pokamús og eyðing regnskóga

Vísindaþátturinn 24. maí 2011 - 101. þáttur

Spila þátt

Rannveig Magnúsdóttir, doktorsnemi í líffræði við Háskóla Íslands og Oxfordháskóla í Bretlandi, sagði frá rannsóknum sínum á minknum og starfi sínu í Ástralíu. Einnig var komið inn á eyðingu regnskóga.

 

Veðurfræði

Vísindaþátturinn 17. maí 2011 - 100. þáttur

Spila þátt

Trausti Jónsson, veðurfræðingur við Veðurstofu Íslands, leit til okkar í spjall. Kuldaköst og veður á 18. og 19. öld komu við sögu.

 

Eldvirkni í sólkerfinu

Vísindaþátturinn 10. maí 2011 - 99. þáttur

Spila þátt

Björn Berg og Sævar Helgi ræddu saman um eldvirkni í sólkerfinu og hvernig hún er frábrugðin eldvirkni á jörðinni.

 

Hjarta- og lungnaskurðlækningar

Vísindaþátturinn 3. maí 2011 - 98. þáttur

Spila þátt

Björn Berg og Martin Ingi Sigurðsson ræddu um íslenskar rannsóknir á hjarta- og lungnaskurðlækningum.

 

Efahyggja

Vísindaþátturinn 26. apríl 2011 - 97. þáttur

Spila þátt

Erpur Eyvindarson og Björn Berg ræddu um efahyggju og mikilvægi hennar.

 

Bergfræði og rannsóknir á Hofsjökli

Vísindaþátturinn 19. apríl 2011 - 96. þáttur

Spila þátt

Snæbjörn Guðmundsson, doktorsnemi í jarðfræði við Háskóla Íslands, fræddi hlustendur um bergfræði og rannsóknir sínar á bergfræði Hofsjökuls.

 

Eldgos og jarðskjálftar

Vísindaþátturinn 29. mars 2011 - 94. þáttur

Spila þátt

Sigrún Hreinsdóttir, dósent í jarðeðlisfræði við Jarðvísindastofnun Háskólans, sagði frá niðurstöðum rannsókna á eldgosunum á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli í fyrra. Einnig var komið inn á jarðskjálfta í Krýsuvík og stóra skjálftann í Japan.

 

Forritunarkennsla í framhaldsskólum

Vísindaþátturinn 22. mars 2011 - 93. þáttur

Spila þátt

Andri Guðmundsson og Gísli Kristjánsson eru að þróa og kynna nýjar og spennandi kennsluaðferðir í forritun í framhaldsskólum og sögðu okkur frá þeim.

 

Hulduefni og þyngdarlinsur

Vísindaþátturinn 1. mars 2011 - 92. þáttur

Spila þátt

Árdís Elíasdóttir, stjarneðlisfræðingur við DARK Cosmology Center í Kaupmannahöfn, spjallaði um rannsóknir sínar á þyngdarlinsum og hulduefni en líka hulduorku. Einnig var lítillega rætt um óðaþenslu og Miklahvell.

 

Taugalíffræði og erfðabreyttar lífverur

Vísindaþátturinn 22. febrúar 2011 - 91. þáttur

Spila þátt

Pétur Henry Petersen, líffræðingur við Háskóla Íslands, sagði okkur frá rannsóknum sínum í taugalíffræði, fjármögnun vísindarannsókna. Einnig var fjallað um glórulausa þingsályktunartillögu um erfðabreyttar lífverur.

 

Lyfja- og eiturefnafræði

Vísindaþátturinn 25. janúar 2011 - 89. þáttur

Spila þátt

Magnús Jóhannsson, prófessor í eiturefna- og lyfjafræði við Háskóla Íslands, sagði okkur frá rannsóknum sínum og rannsóknum á Herbalife, C-vítamíni og sólhatti svo dæmi séu nefnd.

 

Ár efnafræðinnar og efnafræði í daglegu lífi

Vísindaþátturinn 18. janúar 2011 - 88. þáttur

Spila þátt

Ágúst Kvaran, prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands, ræddi um ár efnafræðinnar 2011, litríka flugelda og efnafræði daglegu lífi.

 

Óhefðbundnar vísindarannsóknir

Vísindaþátturinn 11. janúar 2011 - 87. þáttur

Spila þátt

Martin Ingi Sigurðsson fræddi hlustendur um óhefðbundnar vísindarannsóknir sem greint er frá í jólahefti British Medical Journal ár hvert..

 

Tunglmyrkvi, geminítar og arseniklíf

Vísindaþátturinn 14. desember 2010 - 86. þáttur

Spila þátt

Tunglmyrkvi 21. desember, loftsteinadrífan geminítar og líf sem þrífst á arseniki voru umfjöllunarefni síðasta Vísindaþáttar ársins 2010.

 

Fréttir úr stjörnufræðinni

Vísindaþátturinn 23. nóvember 2010 - 85. þáttur

Spila þátt

Þáttastjórnendur fóru yfir nýjar uppgötvanir í stjarnvísindum og spjölluðu um það sem sjá má á himninum.

 

Raðgreining mannsins og erfðafræði

Vísindaþátturinn 16. nóvember 2010 - 84. þáttur

Spila þátt

Eini fastagestur þáttarins, Martin Ingi Sigurðsson, ræddi við Björn Berg um raðgreiningu mannsins og erfðafræði.

 

Carl Sagan minnst

Vísindaþátturinn 9. nóvember 2010 - 83. þáttur

Spila þátt

9. nóvember afmælisdagur stjörnufræðingsins Carl Sagan. Við minntumst hans í þættinum og lékum nokkra vel valda hljóðbúta.

 

Næringarfræði og næringarkukl

Vísindaþátturinn 2. nóvember 2010 - 82. þáttur

Spila þátt

Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur ræddi við okkur um næringarfræði, heilbrigt og skynsamt mataræði og gangslausar töfralausnir sem verið er að selja fólki.

 

Kynlaus æxlun og líffræðileg fjölbreytni

Vísindaþátturinn 26. október 2010 – 81. þáttur

Spila þátt

Snæbjörn Pálsson líffræðingur við Háskóla Íslands fræddi okkur um kynæxlun og kynlausa æxlun og líffræðilega fjölbreytni.

 

Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2010

Vísindaþátturinn 12. október 2010 - 80. þáttur

Spila þátt

Viðar Guðmundsson, prófessor í eðlisfræði við HÍ, sagði okkur frá Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði 2010 sem veitt voru fyrir uppgötvun á grafíni og eðlisfræðirannsóknum á Íslandi.

 

Fermi gervitunglið og kortlagning Vetrarbrautarinnar

Vísindaþátturinn 5. október 2010 - 79. þáttur

Spila þátt

Guðlaugur Jóhannesson stjarneðlisfræðingur fjallaði um Fermi gervitunglið og kortlagningu Vetrarbrautarinnar með því.

 

Þróunarkenningin og arfleið Darwins

Vísindaþátturinn 28. september 2010 - 78. þáttur

Spila þátt

Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur kynnti bókina Arfleið Darwins og sagði okkur frá landnámi þróunarkenningarinnar á Íslandi.

 

Vísindavaka Rannís og Júpíter á himni

Vísindaþátturinn 21. september 2010 - 77. þáttur

Spila þátt

Aðalheiður Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Rannsóknarmiðstöð Íslands, leit til okkar í spjall um Vísindavökuna 2010. Við ræddum svo um Júpíter á himninum þessa dagana.

 

Nýr Stjörnufræðivefur og heimsfræði

Vísindaþátturinn 14. september 2010 - 76. þáttur

Spila þátt

Í fyrsta þætti vetrarins ræddum við um nýjan Stjörnufræðivef og fengum Ottó Elíasson, nema í eðlisfræði við Háskóla Íslands og eins af umsjónarmönnum vefsins, til að fræða okkur um heimsfræði.

 

Skordýrafræði

Vísindaþátturinn 8. júní 2010 – 75. þáttur

Spila þátt

Hvað eru til margar tegundir af skordýrum á Íslandi? Hvers vegna óttumst við svo geitunga? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem við spurðum Erling Ólafsson skordýrafræðing við Náttúrufræðistofnun Íslands að í stórskemmtilegu spjalli um skordýr.

 

Hannað erfðaefni í bakteríu

Vísindaþátturinn 1. júní 2010 – 74. þáttur

Martin Ingi Sigurðsson, doktorsnemi í erfðafræði, leit til okkar í spjall um afrek Craigs Venter og samstarfsfólks hans sem tókst að smíða erfðamengi og koma því fyrir í bakteríu sem svo náði að fjölga sér. Er þetta í fyrsta sinn sem það tekst.

Spila þátt
 

Efnafræði í lífi Ragnars Reykáss

Vísindaþátturinn 2. febrúar 2010 - 61. þáttur

Spila þátt

Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði við Háskóla Íslands, fór í gegnum dag í lífi Ragnars Reykáss og skoðaði þá efnafræði sem á vegi hans varð.

 

 

Vinir okkar

  • Hugsmiðjan
  • Sjónaukar.is
  • Portal To The Universe
  • Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness
  • Vísindavefurinn
  • Hubble spacetelescope
  • European Southern Observatory - ESOPóstlisti


Fleygar setningar

- Carl Sagan

„Ef þú vilt baka eplaköku frá grunni þarftu fyrst að finna upp alheiminn.“
 Þetta vefsvæði byggir á Eplica