Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Alba Patera

Alba Patera er eitt sérkennilegasta eldfjall Mars. Fjallið er ekki á Þarsisbungunni sjálfri heldur rétt norðan hennar á láglendinu. Alba Patera er gríðarstór dyngja, rúmlega 1600 km í þvermál. Fjallið er því stærsta eldfjall sólkerfisins að flatarmáli. Þrátt fyrir það er Alba Patera óhemju flatt og rís aðeins um 6 km yfir meðalhæð yfirborðsins.

Eldfjallið er umlukið stóru sprungukerfi frá Þarsis. Allar sprungurnar virðast stefna í sömu átt en ganga ekki í gegnum miðbik fjallsins. Hraunstraumarnir í hlíðum fjallsins eru mjög þykkir, sumir allt að 50 metrar, en ná sömuleiðis yfir mjög langar vegalengir. Sumir hraunflákarnir eru yfir 100 km langir og aðrir vel yfir 300 km langir. Þetta bendir til þess að kvikan úr fjallinu hafi verið mjög þunnfljótandi og gosin sennilegast mjög langvinn.

Alba Patera er mjög flatt fjall en þó risastórt og fellur vel inn í umhverfið á mynd b) sem sett er saman úr myndum sem Viking geimförin tóku árið 1976. Mynd a) sýnir fjallið betur enda hæðarkort frá MOLA.

Heimildir:

 

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook