Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Albor Þolus

Albor Þolus (Albor Tholus) er syðsta og minnsta dyngjan á Elysiumsléttunni á Mars. Fjallið er um 4,5 km hátt og 160 km í þvermál. Á tindi fjallsins er 30 km breið og 3 km djúp askja. Askjan er í raun tvær en sú nyrðri er minni, yngri og dýpri. Fremur fáir hraunstraumar virðast liggja frá öskjunni sem gæti bent til þess að gjóskuflóð hafi átt sér stað og þekji hraunin, en gjóskuflóð verða oft samfara öskjumyndunum.

Mynd Mars Express sem sýnir fjórar misgamlar öskjumyndanir í Albor Þolus. Aldur askjanna er frá um það bil 2,2 milljörðum ára niður í um 500 milljón ár.

Heimildir:

 

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook