Alheimurinn
Hýsilvetrarbrautir gammablossa

Hýsilvetrarbrautir gammablossa

Eftir að fyrstu hýsilvetrarbrautir gammablossa fundust, komu strax fram vísbendingar um að blossarnir tengdust endalokum massamikilla sólstjarna. Þar með mótaðist hugmyndin um tengsl gammablossa við þróun vetrarbrauta og stjörnumyndun í alheimi. Í þessari grein verður stiklað á stóru í sögu rannsókna á hýslum. Spurningunni um það hvort hýslar sem safn séu vel skilgreindir verður svarað og eiginleikum þeirra lýst. Skýrt verður frá óhlutdrægu safni tæplega 70 hýsla en gagna um þá var aflað með risasjónaukunum Very Large Telescope (VLT) í Chile. Að lokum verður fjallað um hermireikninga sem lýsa þróun stórgerðar alheims og myndun vetrarbrauta. Þar var reynt að greina vetrarbrautir sem líklegar væru til að hýsa blossa og bera niðurstöður reikninga saman við þekkta eiginleika hýslanna.

1. Inngangur

Almennt er talið að flestir gammablossar kvikni þegar massamikil sólstjarna endar ævi sína.1 Vetrarbraut þar sem gammablossi kviknar kallast hýsilvetrarbraut eða hýsill blossans. Upplýsingar um hýslana koma aðallega úr rannsóknum á glæðum blossanna þegar litrófsgreining á þeim er möguleg. Fyrstu 30 árin eftir uppgötvun blossanna árið 1967 fundust engar glæður og var því lítið vitað um uppruna þeirra. Með betri mælitækni komu glæður í ljós og rannsóknir á blossum og hýslum þeirra tóku miklum framförum.

Hér verður fjallað um hýsla langra gammablossa.2 Hýslarnir gefa nýjar vísbendingar um þróun alheims- ins því erfitt er að finna sambærilegar (daufar) vetrar- brautir með öðrum aðferðum sem eru undantekingar- laust takmarkaðar af birtu vetrarbrautanna. Blossarnir gera rannsóknir á þessum daufu vetrarbrautum mögu- legar og opna því enn einar dyrnar í þekkingarleit mannkynsins.

2. Uppgötvun fyrstu hýslana

Leita á vefnum


 

Vinir okkar

  • Hugsmiðjan
  • Sjónaukar.is
  • Portal To The Universe
  • Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness
  • Vísindavefurinn
  • Hubble spacetelescope
  • European Southern Observatory - ESOPóstlisti


Fleygar setningar

- Höfundur ókunnur

„Upphaf þekkingar er að uppgötva eitthvað sem við skiljum ekki."

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica