Alheimurinn
Ljósafl

Ljósafl

Ljósafl (L) (e. luminosity) er það magn ljóss og annarar rafsegulgeislunar sem sólstjarna geislar frá sér á sekúndu, þegar búið er að leiðrétta ljósgleypingu í efni milli stjarna (miðgeimsgleypingu). Ljósafl stjörnu fer eftir stærð hennar (radíus) og yfirborðshitastigi. Ljósafl mælist í wöttum eða sem margfeldi af ljósafli sólar (Lsól), um það bil 3,9 x 1026 W.

Ljósafl er tengt alrófsbirtustigi stjörnu (Mbol), samkvæmt jöfnunni

Mbol – 4,72 = 2,5 log(L/Lsól)

Ljósafl björtustu reginrisa getur verið meira en milljónfalt ljósafl sólar, en daufustu rauðu dvergstjörnurnar geta verið milljón sinnum daufari en sólin.

Ljósafl sólar sveiflast lotubundið um 0,1% vegna ellefu ára sólblettasveiflunnar. Að sama skapi sveiflast ljósafl annarra stjarna lotubundið, ýmist vegna sólbletta eða mismikils orkuflæðis frá yfirborðinu.

Tengt efni

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2010). Ljósafl. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/alheimurinn/ljosafl (sótt: DAGSETNING).Leita á vefnum


 

Vinir okkar

  • Hugsmiðjan
  • Sjónaukar.is
  • Portal To The Universe
  • Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness
  • Vísindavefurinn
  • Hubble spacetelescope
  • European Southern Observatory - ESOPóstlisti


Fleygar setningar

- Höfundur ókunnur

„Upphaf þekkingar er að uppgötva eitthvað sem við skiljum ekki."

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica