Sólkerfið
Stjarnfræðieining

Stjarnfræðieining

Stjarnfræðieining (oft skammstöfuð SE eða AU (enska: Astronomical Unit)) svarar til meðalvegalengdarinnar á milli jarðar og sólar. Hún er um það bil 149.597.871 kílómetrar.

Hér að neðan eru nokkur dæmi um vegalengdir innan sólkerfisins í stjarnfræðieiningum (AU).

Fyrirbæri
Meðalfjarlægð frá sólu í stjarnfræðieiningum (SE)
Jörðin
1 SE
Júpíter
5,2 SE
Satúrnus
9,5 SE
Úranus
19,2 SE
Neptúnus
30,1 SE
Plútó
39,5 SE
Kuipersbeltið
35-55 SE
Voyager 1 geimfarið
110 SE (júní 2009)
Alfa Kentár
um 268.000 SE (4,4 ljósár)

Þess má geta að leiðangrarnir sem voru farnir voru til þess að skoða þvergöngur Venusar á 18. og 19. öld voru einkum í þeim tilgangi að nota mismunandi staðsetningu Venusar á sólskífunni til þess að áætla vegalengd jarðar frá sólu.
Leita á vefnum


 

Fleygar setningar

- Höfundur ókunnur

„Upphaf þekkingar er að uppgötva eitthvað sem við skiljum ekki."

 

Vinir okkar

  • Hugsmiðjan
  • Sjónaukar.is
  • Portal To The Universe
  • Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness
  • Vísindavefurinn
  • Hubble spacetelescope
  • European Southern Observatory - ESOPóstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica