Apollo 10

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Apollo 10 var fjórði mannaði leiðangur Apollo geimáætlunarinnar og annar leiðangur manna til tunglsins. Áhöfnina skipuðu þeir Tom Stafford, John Young og Eugene Cernan. Apollo 10 var skotið á loft þann 18. maí 1969. Tæpum þremur dögum síðar komst Apollo 10 á braut um tunglið þar sem Stafford og Cernan höfðu fengið það verkefni að fljúga tunglferjunni umhverfis tunglið og tengjast aftur stjórnfarinu. Þann 22. maí skildu Stafford og Cernan tunglferjuna frá stjórnfarinu og komu sér fyrir á braut um tunglið í aðeins 15 km hæð. Úr þessari hæð áttu þeir meðal annars að ljósmynda fyrirhugaðan lendingarstað Apollo 11, Kyrrðarhafið. Tilraunin tókst vel og sneru Stafford og Cernan aftur í stjórnfarið stuttu seinna. Að morgni 24. maí tók geimfarið stefnuna heim til jarðar og rúmum tveimur dögum síðar lenti Apollo 10 á Kyrrahafinu.

Ítarleg umfjöllun um Apollo 10 er væntanleg innan tíðar á Stjörnufræðivefinn.

Áhöfn Apollo 10 þeir Eugene Cernan, Tom Stafford og John Young (frá vinstri til hægri)

 

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook