Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Arsiafjall (Arsia Mons)


Arsiafjall er syðst dyngjanna þriggja á Þarsisbungunni, sunnan Pavonisfjalls. Fjallið er sýnilegt við góðar aðstæður frá jörðinni og var það ítalinn Giovanni Schiaparelli sem nefndi það eftir skóginum Arsia Silva. Arsiafjall er 435 km í þvermál og rís 16 km yfir meðalhæð yfirborðsins en aðeins 9 km yfir svæðið í kring. Á tindi fjallsins er 110 km breið askja.

Á Arsiafjalli er ein risastór 130 milljón ára askja.

Þegar vetur gengur í garð á suðurhvelinu verður til veðurfyrirbrigði ár hvert sem sést aðeins yfir Arsiafjalli. Þegar sólarljós hitar hlíðar fjallsins rís loftið og tekur með sér ryk. Að lokum safnast þetta loft yfir öskju fjallsins og þéttist en getur náð 15 til 30 km hæð yfir fjallinu. Þetta rykský myndast aðeins á stuttu tímabili yfir Arsiafjalli en svipuð ský hafa ekki sést yfir hinum eldfjöllunum á svæðinu.

Árið 2007 fundust sjö hellar á Arsiafjalli á myndum sem Mars Odyssey geimfarið tók. Hellarnir voru kallaðir Dena, Chloe, Wendy, Annie, Abbey, Nikki og Jeanne, eftir eiginkonum vísindamannanna sem fundu þá. Hellarnir eru milli 100 til 250 metra breiðir og einn þeirra, Dena, er talinn teygja sig nærri 130 metra undir yfirborð reikistjörnunnar.

Heimildir:

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook