Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Facebook
 

Eldfjöll og eldvirkni á Mars

Þótt Mars sé aðeins um helmingur af stærð jarðar eru þar engu að síður gríðarstór eldfjöll, mun stærri en þau sem finnast á jörðinni. Stærstu eldfjöllin eru á tveimur eldfjallasvæðum sem nefnast Þarsis og Elysium. Þarsissvæðið er um 4000 km í þvermál og rís um 10 km upp úr meðalhæð yfirborðsins. Á austurhlið þess eru þrjár stórar dyngjur: Ascraeusfjall, Pavonisfjall og Arsiafjall. Hvert þessara fjalla er um 15 km á hæð. Á norðvesturhliðinni er svo Ólympusfjall, stærsta eldfjall Þarsissvæðisins og um leið stærsta eldfjall sólkerfisins. Ólympusfjall er dyngja rétt eins og hin fjöllin þrjú og Skjaldbreiður hér á landi, aðeins miklu stærra. Ólympusfjall er 27 km hátt og 550 km í þvermál og við rætur þess eru 6 km háir hamrar.

Elysiumsvæðið er næst stærsta eldfjallasvæði Mars. Miðja svæðisins er í viðáttumikilli dæld sem er ríflega 1700 km í þvermál. Eldfjöllin á Elysium eru smærri en á Þarsis en gossagan er fjölbreyttari. Þrjú helstu eldfjöllin þar eru Hecates Þolus, Elysiumfjall og Albor Þolus.

Dyngjur

Stærstu eldfjöllin á Mars líkjast að mörgu leyti dyngjum Hawaiieyjaklasans og mörgum dyngjum sem finnast hér á landi, þótt þær séu miklu stærri. Dyngjugos eru frekar róleg flæðigos og hraunið aðallega basalt sem er líka algengasta bergtegundin á Íslandi. Á tindum fjallanna eru öskjur, oft gríðarstórar og út frá þeim liggja oft langir hraunstraumar, enda eru gosin frekar þunnfljótandi og hafa staðið yfir í langan tíma. Mesti munurinn á eldfjöllum Mars og jarðar er vitaskuld stærðin. Undir eldfjöllunum á Mars hafa heitu reitirnir haldist á sama stað í hundruð milljónir ára. Á jörðinni eru flekahreyfingar sem valda því að heitu reitirnir færast til og mynda ekki risavaxin eldfjöll, en á Mars eru engar slíkar hreyfingar. Hawaiieyjar myndast t.d. vegna þess að Kyrrahafsflekinn rekur norðvestur og í stað þess að eitt stórt eldfjall hlaðist upp verða til mörg smærri. Eldfjöllin eru því ekki virk nema í tiltölulega stuttan tíma því flekinn færist til, ný eldfjöll myndast og önnur eldri kulna.

Bungur og samfallnar dyngjur

Ekki eru öll eldfjöllin á Mars dyngjur. Norðan Þarsis er eldfjallið Alba Patera sem er sambærilegt Ólympusfjalli að stærð en mun lægra. Fjallið er 1500 km í þvermál en ekki nema 7 km hátt. Alba Patera er ekki dyngja

Eldfjöllin á Mars eru þó ekki öll dyngjur. Norðan við Tharsissvæðið liggur Alba Patera. Það er eldfjall er sambærilegt Ólympusfjalli að stærð en er þó mun lægra. Fjallið er 1500 km í þvermál en ekki nema 7 km hátt. Eitt af smærri eldfjöllunum nefnist Ceraunius Tholus sem er af svipaðri stærð og Hawaí. Þetta fjall ber merki um sprengigos og öskusets. Á fjöllum eins og Tyrrhena Patera og Hadriaca Patera eru kennileiti sem gefa vísbendingar um sprengigos. Dæmi um sprengigos er eldgosið í St. Helenu í Bandaríkjunum árið 1980 og olli miklu tjóni.

Rannsóknir á loftsteinum frá Mars benda til þess að elgos hafi ekki átt sér stað þar fyrr en fyrir 150 milljónum árum, eða jafnvel síðar. Samanborið við jarðfræði jarðarinnar er þetta mjög nýleg virkni og gefur til kynna að eldfjöllin á Mars séu ef til vill enn virk. Eldgos eru þó mun fátíðari á Mars en á jörðinni og ólíklegt þykir að við eigum nokkurn tíma eftir að verða vitni að eldgosi á Mars. Það mundi þó vera mjög spennandi.

http://www.msss.com/http/ps/volcanoes.html

 

 

Facebook