Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Elysiumfjall

Elysiumfjall (Elysium Mons) er stærsta eldfjall Elysiumsléttunnar á Mars og fannst á myndum sem Mariner 9 tók árið 1972. Fjallið gnæfir tæpa 14 km upp úr sléttunni í kring en 16 km upp úr meðalhæð yfirborðsins. Fjallið er 240 km í þvermál og á tindi þess er 14,6 km breið askja. Í vesturhluta hennar er 400-500 metra hár hamraveggur en í austurhlutanum hefur hraun fyllt öskjuna að hluta til, flætt út úr henni og niður hlíðina. Það þykir benda til þess að hraunið þar hafi runnið úr hærri og hugsanlega minni öskju.

Mynd sem Mariner 9 tók þann 16. október 1972 af Elysiumfjalli. Ef vel er að gáð sjást ummerki um tvær misgamlar öskjur.

Heimildir:

 

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook