Evrópa (fylgitungl Júpíters)

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook
Evrópa, fylgitungl Júpíters
Evrópa, fylgitungl Júpíters
Evrópa séð með Galíleógeimfarinu
Helstu upplýsingar
Uppgötvað af
Galíleó Galílei
Dagsetning uppgötvunar 7. janúar 1610
Fylgitungl Júpíters
Radíus
1569 km
Rúmmál
1,593 x 1010 km3
Massi
4,791 x 1022 kg
Meðaleðlismassi 3018 kg/m3
Þyngdarhröðun
1.314 m/s2 (0,134 g)
Möndulhalli
0,1°
Endurvarpsstuðull
0,67
Meðalhiti á yfirborði
-160°C
Sýndarbirtustig
+5,29
Brautareiginleikar
Minnsta fjarlægð frá Júpíter
664.862 km
Mesta fjarlægð frá Júpíter
676.938 km
Meðalfjarlægð fra Júpíter
670.900 km
Miðskekkja
0,009
Umferðartími
3,551 dagur
Meðalbrautarhraði
13,740 km/s
Brautarhalli 0,470°

Evrópa er sjötta þekkta fylgitungl reikistjörnunnar Júpíter. Tunglið fann Galíleó Galílei í janúar árið 1610. Evrópa er nefnt eftir dóttur Agenors konungs í Fönikíu sem Seifur varð ástfangin af og nálgaðist í nautslíki. Evrópa er smæst Galíleótunglanna fjögurra.

Evrópa er rúmlega 3100 km í þvermál, örlítið smærra en tungl jarðar og sjötta stærsta tungl sólkerfisins. Evrópa er að mestu úr bergi og hefur líklega járnkjarna. Yfirborðið er úr vatnsís og er það eitt hið sléttasta í sólkerfinu. Gígar eru sárafáir en þeim mun meira um sprungur í ísskorpunni. 


Líf á Evrópu?

 

Könnun Evrópu

Rekja má næstum alla okkar þekkingu á Evrópu og hinum Galíleótunglunum til könnunarfara sem heimsótt hafa eða flogið framhjá Júpíter. Árin 1973 og 1974 flugu tvö bandarísk könnunarför, Pioneer 10 og 11, fyrst geimfara framhjá Júpíter. Óvíst var hvort Pioneer systurförin myndu hreinlega lifa ferðalagið af en það gerðu þau og öfluðu dýrmætra gagna í leiðinni. Ljósmyndir Pioneer könnunarfaranna sýndu fátt markvert enda heldur óskýrar.

Voyager leiðangrarnir fylgdu í kjölfarið árið 1979 og voru þá teknar fyrstu nærmyndirnar af Evrópu. Ljósmyndir Voyagers sýna fölgula íssléttu með rauðum og brúnum sprungusvæðum þar sem sumar sprungur ná þúsundir kílómetra yfir yfirborðið. Engar sprungurnar eru mjög djúpar og því er Evrópa eitt sléttasta fyrirbærið í sólkerfinu.

Frá árinu 1995 til 2003 hringsólaði Galíleó geimfarið umhverfis Júpíter. Með Galíleóleiðangrinum tókst mönnum að draga upp nákvæma og mjög ítarlega mynd af Júpíter og Galíleótunglunum. Mest af því sem við vitum um Evrópu var aflað í þessum leiðangri.

Fyrirhugaður leiðangur

Á síðustu árum og áratugum hafa ýmsar tillögur um leiðangra til Evrópu verið settir fram. Þessir leiðangrar hafa oftar en ekki strandað á fjármögnun og því ekki komist af teikniborðinu. Í flestum tilvikum hefur markmið þessara leiðangra verið frá því að kanna efnasamsetningu Evrópu til leitar að lífi í hafinu undir ísskorpunni.

Árið 2020 ráðgera NASA og ESA að standa fyrir sameiginlegum könnunarleiðangri til tungla Júpíters sem nefnist Europa Jupiter System Mission (EJSM). Í febrúar 2009 tilkynntu NASA og ESA að Evrópa-Júpíter leiðangurinn væri forgangsverkefni stofnananna, skör á undan leiðangri til Títans og Satúrnusar (Titan Saturn System Mission (TSSM)). Evrópa-Júpíter leiðangurinn verður tvískiptur. NASA leggur til Júpíter-Evrópu brautarfar og ESA Júpíter-Ganýmedes brautarfar. 

Enn metnaðarfyllri leiðangurshugmyndir hafa komið fram, t.d. lendingarfar sem kanna á hvort líf leynis frosið í ísnum á yfirborðinu. Önnur hugmynd, sú metnaðarfyllsta, er að senda stórt kjarnorkuknúið geimfar sem bræðir sig í gegnum ísinn. Þegar geimfarið hefur brætt sig í gegn losnar frá því lítill sjálfvirkur kafbátur sem siglir um hafið og safnar upplýsingum sem sendar yrðu aftur til jarðar. Bæði könnunarförin þyrftu að ganga í gegnum gríðarlega stranga sótthreinsun til að tryggja að örverur frá jörðinni berist ekki í hafið á Evrópu.

Ljóst er að leiðangur sem þessi er gríðarlega dýr og tæknilega mjög flókinn. 

 

 

 

Heimildir

 

Lunine, Jonathan. 2005.Astrobiology: A Multidisciplinary Approach. Addison Wesley, San Francicso.

 

 

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook