Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

M56 - Kúluþyrping í Hörpunni

M56 (NGC 6779) er kúluþyrping í Hörpumerkinu. Þyrpinguna uppgötvaði Charles Messier þann 23. janúar 1779 og lýsir henni þannig í skrá sinni:

(23. janúar, 1779) Þoka án stjarna, ekki mjög björt; Hr. Messier uppgötvaði hana sama dag og hann fann halastjörnuna 1779, 19. janúar. Þann 23. ákvarðaði hann staðsetningu hennar með því að bera hana saman við stjörnuna 2 Cygni, samkvæmt Flamsteed: hún er nærri Vetrarbrautarslæðunni; og nálægt henni er stjarna af 10. birtustigi. Hr. Messier tilkynnti hana á korti af halastjörnunni 1779.

M56 er í 32.900 ljósára fjarlægð frá sólu og líklega 84 ljósár í þvermál. Sýndarbirtustig þyrpingarinnar er +8,3 en björtustu stjörnurnar í henni eru af birtustigi +13.

Í gegnum sjónauka

M56 er staðsett um það bil hálfa leið milli Albíreó (β Cygni) og γ Lyrae. Hún er með daufari kúluþyrpingum í skrá Messiers og skortir sér í lagi bjartan kjarna sem flestar kúluþyrpingar hafa. Engu að síður er ekki erfitt að greina hana í gegnum lítinn stjörnusjónauka.

Staðsetning kúluþyrpingarinnar M56 í Hörpunni.
Stjörnukort af Hörpunni
Stjörnukort af Hörpunni sem sýnir nokkrar stjörnur og djúpfyrirbæri. Smellið á myndina til þess að ná í stærra kort.

Heimildir:

  1. Stephen James O’Meara. 1998. Deep Sky Companions: The Messier Objects. Sky Publishing Corporation, Cambridge, Massachusetts.
  2. Snævarr Guðmundsson. 2004. Íslenskur stjörnuatlas. Mál og menning, Reykjavík.
Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook