Athugaðu, opna í nýjum glugga. Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

M72 - Kúluþyrping í VatnsberanumKort af Vatnsberanum. Smellið á myndina til þess að fá upp stærra kort.

M72 (NGC 7089) er kúluþyrping í Vatnsberanum. Pierre Méchain uppgötvaði þyrpinguna aðfaranótt 30. ágúst 1780. Messier kíkti síðan á þyrpinguna 4. og 5. október hana inn í skrá sína.

Kúluþyrpingin M72 er í um 53 þúsund ljósára fjarlægð frá sólu sem er tvöfalt lengri vegalengd en til miðju Vetrarbrautarinnar. Hún er í hópi daufari kúluþyrpinga í skrá Messier með sýndarbirtustigið +9,3. Í raun og veru er M72 meðal bjartari kúluþyrpinga í Messier-skránni en virðist dauf vegna mikillar fjarlægðar. Björtustu stjörnur þyrpingarinnar eru með birtustig í kringum +14

Kúluþyrpingin M72 á stjörnuhimninum

M72 er um 4° sunnan við stjörnurnar μ (mí) og ε (epsilon) og rétt hjá M73 og Satúrnusþokunni (NGC 7009). Hún er það dauf að hún sést vart í handkíki og því þarf stjörnusjónauka til þess að skoða hana. Vegna fjarlægðar þyrpingarinnar er einungis hægt að greina sundur einstakar stjörnur í stórum sjónaukum.

 

Staðsetning kúluþyrpingarinnar M72 í Vatnsberanum.

Heimildir:

  1. Snævarr Guðmundsson. 2004. Íslenskur stjörnuatlas. Mál og menning, Reykjavík.
  2. Vefsíðan seds.org um djúpfyrirbæri (skoðuð 22. júlí 2008).
Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook