Athugaðu, opna í nýjum glugga. Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

M73 - Samstirni í VatnsberanumKort af Vatnsberanum. Smellið á myndina til þess að fá upp stærra kort.

M73 (NGC 6994) er samstirni fjögurra stjarna í Vatnsberanum. Ástæðan fyrir því að orðið „samstirni“ yfir hópinn er sú að ekki er vitað hvort stjörnurnar tengist hver annarri og ferðist saman umhverfis miðju Vetrarbrautarinnar. Þann 4. október lýsti Charles Messier fyrirbærinu svo í skrá sinni:

Þyrping þriggja eða fjögurra lítilla stjarna sem minnir á þoku við fyrstu sýn en þokumóðan er afar dauf; þyrpingin er staðsett samhliða [miðað við stjörnubreidd] þeirri sem áður var minnst á [M72]; staðsetning hennar er ákvörðuð út frá sömu stjörnu [ν nu Aquarii].

Samanlagt sýndarbirtustig stjarnanna í samstirninu er +9. Af lýsingunni að ofan má ráða að Messier hafi skráð samstirnið hjá sér á sama tíma og kúluþyrpinguna M72. Hafa ber í huga að tilgangur Messier-skrárinnar var að safna saman fyrirbærum á himninum sem hægt væri að rugla saman við halastjörnur. Ástæða þess að M73 fékk að fljóta með gæti verið að Messier hafi séð votta fyrir þokumóðu umhverfis stjörnurnar samanber lýsinguna hér að ofan. 

Enn er á huldu hvort stjörnurnar séu saman í þyrpingu. Evrópska gervitunglið Hipparkos mældi fjarlægð stjarnanna út frá hliðrun og fékk út að tvær björtustu stjörnurnar væru í 137 og 440 ljósára fjarlægð frá sólu og því alls ótengdar. Stjörnufræðingar hafa hins vegar rekist á kerfisbundna skekkju í mælingum geimfarsins á fjarlægð til stjarna sem eru nærri hver annarri á himninum. Vonandi fæst úr því skorið hvort stjörnurnar séu saman í hópi þegar nýtt geimfar Evrópumanna, Gaia, fer á loft árið árið 2011 en það á að kortleggja og mæla fjarlægðir til um eins milljarðs stjarna, bæði í Vetrarbrautinni og í öðrum vetrarbrautum.

Samstirnið M73 á stjörnuhimninum

M73 er rétt hjá M72 og Satúrnusþokunni (NGC 7009). Samstirnið er dauft og sést best í stjörnusjónauka

Staðsetning samstirnisins M73 í Vatnsberanum.

Heimildir:

  1. Snævarr Guðmundsson. 2004. Íslenskur stjörnuatlas. Mál og menning, Reykjavík.
  2. Vefsíðan seds.org um djúpfyrirbæri (skoðuð 22. júlí 2008).
Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook