Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

M35 - Lausþyrping í Tvíburunum


Kort af Tvíburunum. Smellið á myndina til þess að fá upp stærra kort.
M35 (NGC 2168) er lausþyrping nokkur hundruð stjarna í Tvíburamerkinu. Philippe Loys de Chéseaux og John Bevis uppgötvuðu stjörnuþyrpinguna hvor í sínu lagi og Charles Messier bætti henni við skrá sína 30. ágúst 1764.

Lausþyrpingin M35 á stjörnuhimninum

M35 er í um 2800 ljósára fjarlægð og með sýndarbirtustigið +5,3. Um 120 stjörnur í þyrpingunni eru bjartari en 13. birtustig. Þyrpingin sést með berum augum við fætur annars tvíburans þar sem ljósmengunar gætir ekki. Hún er álíka stór og tungl í fyllingu og með handsjónauka má sjá björtustu stjörnur þyrpingarinnar. Í stjörnusjónauka er best að nota litla stækkun (langt augngler) svo þyrpingin njóti sín sem best.

Í stórum sjónaukum má sjá lausþyrpinguna NGC 2158 í 15 bogamínútna fjarlægð frá M35 (tunglið er 30 bogamínútur). Hún er miklu minni um sig á himninum (5’’) og er með birtustigið +8,6. NGC 2158 inniheldur mun fleiri stjörnur en M35, er um 10 sinnum eldri og meira en fimm sinnum lengra í burtu í 16.000 ljósára fjarlægð. Sökum aldurs eru allar bláar og hvítar stjörnur löngu búnar að gefa upp öndina og því var eitt sinn talið að NGC 2158 gæti verið kúluþyrping.

Í 50 bogamínútna fjarlægð vestur af M35 er lausþyrping IC 2157. Hún er með birtustigið +8,4, álíka stór og NGC 2158 en miklu gisnari. Í löngu og víðu augngleri er hægt að sjá allar þyrpingarnar í einu í meðalstórum sjónauka.

 

 

 

Staðsetning lausþyrpingarinnar M35 í Tvíburunum.

Heimildir:

  1. Snævarr Guðmundsson. 2004. Íslenskur stjörnuatlas. Mál og menning, Reykjavík.
  2. Vefsíðan seds.org (skoðuð 22. júlí 2008).
Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook