Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Messier-skráin

Messier-skráin samanstendur af 110 djúpfyrirbærum sem franski stjörnufræðingurinn Charles Messier skrásetti milli áranna 1758 og 1782. Messier var fyrst og fremst í leit að halastjörnum og ákvað hann að skrásetja öll þau fyrirbæri sem voru þokukennd og oft erfitt að greina frá halastjörnum í sjónaukum þess tíma. Var það markmið Messiers að skrásetja þau fyrirbæri sem oft var ruglað saman við halastjörnur og auðvelda þannig stjörnufræðingum leitina.

Fyrsta útgáfa skrárinnar innihélt 45 fyrirbæri eða frá M1 (Krabbaþokunni) upp í M45 (Sjöstirnið) og kom út árið 1774. Lokaútgáfa skrárinnar kom út árið 1781 og innihélt fyrirbæri sem aðrir stjörnufræðingar höfðu uppgötvað. Lokaútgáfan innihélt 103 fyrirbæri en síðustu sjö fyrirbærunum var bætt við á 20. öldinni. Þá grannskoðuðu stjörnufræðingar dagbækur Messier og fundu sjö djúpfyrirbæri í viðbót sem hann hafði skoðað en ekki sett í skrá sína.

Messier stundaði athuganir sínar frá stjörnustöðinni í turni Hotel de Clugny í París í Frakklandi. Af þeim sökum eru mest megnist fyrirbæri á norðurhveli himins í skránni. Mörg glæsilegustu fyrirbæri suðurhiminsins eins og stjörnuþokan Eta Carinae, kúluþyrpingarnar Omega Centauri og 47 Tucanae auk Stóra og Litla Magellanskýsins, eru því ekki í skrá Messiers. Stjörnustöð Messiers var fjarlægð af turninum snemma á 19. öld en húsið er enn til og gegnir nú hlutverki safns.

Í dag er Messier-skráin fyrst og fremst samansafn af fallegustu djúpfyrirbærum næturhiminsins, þ.e.a.s. geimþokum, stjörnuþyrpingum og vetrarbrautum. Útgáfa skrárinnar markaði þáttaskil í sögu rannsókna á djúpfyrirbærum og var fyrsta yfirgripsmikla safnið sem gefið var út um þessi fyrirbæri. Rannsóknir stjörnufræðinga á þessum fyrirbærum leiddu að lokum til mikilvægra uppgötvana á lífsferlun stjarna, eðli vetrarbrauta og þróun alheimsins.

Messiermaraþon

Margir stjörnuáhugamenn reyna við svonefnt „Messier-maraþon“ sem felst í því að reyna að sjá öll Messier-fyrirbærin á einni nóttu í kringum jafndægur að vori. Við Íslendingar erum stödd það norðarlega á hnettinum að syðstu fyrirbærin í skránni sjást ekki frá Íslandi. Þeir sem búa sunnar á hnettinum (t.d. í Frakklandi þar sem Messier skráði fyrirbærin eða enn sunnar) geta spreytt sig á maraþoninu. Þótt þrautin beri formlegt nafn er hún í raun óformleg einstaklingskeppni þar sem hver keppir við sjálfan sig. Síðustu fyrirbærin koma í ljós þegar líður að sólarupprás og því er gott úthald nauðsynlegt ásamt kunnáttu á staðsetningu og útliti Messier-fyrirbæranna.

Messier-skráin

M1 - Krabbaþokan

M1: Krabbaþokan í Nautinu

M1 eða Krabbaþokan (NGC 1952) er gasþoka í Nautsmerkinu. Hún er leifar sprengistjörnu sem sást árið 1054 e.Kr. og er ein þekktasta og bjartasta þoka sinnar tegundar.

M2 - Kúluþyrping í Vatnsberanum

M2: Kúluþyrping í Vatnsberanum

Kúluþyrping sem hægt er að skoða bæði í handkíki og stjörnusjónauka.

M3 - Kúluþyrping í Veiðihundunum

M3: Kúluþyrping í Veiðihundunum

M4 - Kúluþyrping í Sporðdrekanum

M4: Kúluþyrping í Sporðdrekanum

M5 - Kúluþyrping í Höggormshöfðinu

M5: Kúluþyrping í Höggormshöfðinu

M6: Fiðrildisþyrpingin í Sporðdrekanum

M7: Ptólmæosarþyrpingin í Sporðdrekanum

M8: Lónþokan í Bogmanninum

M9: Kúluþyrping í Naðurvalda

Afar falleg kúluþyrping í Naðurvalda sem kemst þó aldrei sérstaklega hátt á himinninn á Íslandi.

M10: Kúluþyrping í Naðurvalda

Í gegnum stjörnusjónauka er M10 glæslleg á að líta.

M11: Villiandarþyrpingin í Skildinum

M12: Kúluþyrping í Naðurvalda

Lítil en falleg kúluþyrping í Naðurvalda.

M13: Herkúlesarþyrpingin í Herkúlesi

Ein glæsilegasta kúluþyrpingin á næturhimninum. Hana er auðvelt að sjá frá Íslandi.

M14: Kúluþyrping í Naðurvalda

Stór og falleg kúluþyrping í Naðurvalda. Er á svæði á himninum sem sést aldrei vel frá Íslandi.

M15: Kúluþyrping í Pegasusi

Mjög falleg kúluþyrping í Pegasusi. Sést vel í gegnum sjónauka frá Íslandi.

M16: Arnarþokan í Höggormshalanum

M17: Svansþokan í Bogmanninum

M18: Lausþyrping í Bogmanninum

M19: Kúluþyrping í Naðurvalda

Fremur þétt kúluþyrping í Naðurvalda. Er nokkuð sporöskjulaga í gegnum stjörnusjónauka. Sést ekki frá Íslandi.

M20: Þríklofnaþokan í Bogmanninum

M21: Lausþyrping í Bogmanninum

M22: Kúluþyrping í Bogmanninum

M23: Lausþyrping í Bogmanninum

M24: Milky Way Patch þokan í Bogmanninum

M25: Lausþyrping í Bogmanninum

M26: Lausþyrping í Skildinum

M27: Dymbilþokan í Litlarefi

M27 eða Dymbilþokan er þekktasta djúpfyrirbærið í Litlarefi. Þokan er svokölluð hringþoka og leifar deyjandi stjörnu sem kastað hefur ystu efnislögum sínum út í geiminn.

M28: Kúluþyrping í Bogmanninum

M29: Lausþyrping í Svaninum

M30: Kúluþyrping í Steingeitinni

Falleg kúluþyrping sem er því miður það sunnarlega á himinhvelfingunni að hún er á mörkum þess að sjást frá Íslandi.

M31: Andrómeduvetrarbrautin í Andrómedu

M32: Fylgivetrarbraut M31 í Andrómedu

M33: Þríhyrningsvetrarbrautin í Þríhyrningnum

M34: Lausþyrping í Perseifi

M35: Lausþyrping í Tvíburunum

Sést með berum augum sem þokumóða við góð skilyrði. Glæsileg í handkíki og stjörnusjónauka.

M36: Lausþyrping í Ökumanninum

M37: Lausþyrping í Ökumanninum

M38: Lausþyrping í Ökumanninum

M39: Lausþyrping í Svaninum

M40: Tvístirnið WNC4 í Stórabirni

M41: Lausþyrping í Stórahundi

M42: Sverðþokan í Óríon

M43: Hluti Sverðþokunnar í Óríon

M44: Jatan, Býflugnabúið í Krabbanum

Mjög falleg lausþyrping sem er gott viðfangsefni, jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna.

M45: Sjöstirnið í Nautinu

Sjöstirnið er afar falleg og áberandi lausþyrping í Nautsmerkinu. Við þokkalegar aðstæður má greina að minnsta kosti sex stjörnur með berum augum en frá níu og upp í tólf við góðar aðstæður.

M46: Lausþyrping í Skutnum

M47: Lausþyrping í Skutnum

M48: Lausþyrping í Vatnaskrímslinu

M49: Sporvöluvetrarbraut í Meyjunni

M50: Lausþyrping í Einhyrningnum

M51: Svelgurinn (vetrarbraut) í Veiðihundunum

M52: Lausþyrping í Kassíópeiu

M53: Kúluþyrping í Bereníkuhaddi

M54: Kúluþyrping í Bogmanninum
 

M55: Kúluþyrping í Bogmanninum

M56: Kúluþyrping í Hörpunni

Fremur lítil og dauf kúluþyrping í Hörpunni. Sést þó tiltölulega auðveldlega í stjörnusjónauka, nokkurn veginn mitt á milli Albíreó og Súlafat.

M57: Hringþokan í Hörpunni

Stjarna sem þeytt hefur ystu efnislögum sínum út í geiminn. Ein þekktasta þoka sinnar tegundar. Auðvelt að greina með stjörnusjónauka.

M58: Þyrilvetrarbraut í Meyjunni

M59: Sporvöluvetrarbraut í Meyjunni

M60: Sporvöluvetrarbraut í Meyjunni

M61: Þyrilvetrarbraut í Meyjunni

M62: Kúluþyrping í Naðurvalda

Ein bjartasta kúluþyrpingin í Naðurvalda. Sést ekki frá Íslandi.

M63: Sólblómavetrarbrautin í Veiðihundunum

M64: Glóðarauga vetrarbrautin í Bereníkuhaddi

M65: Þyrilvetrarbraut í Ljóninu

M66: Þyrilvetrarbraut í Ljóninu

M67: Lausþyrping í Krabbanum

Þétt lausþyrping sem nýtur sín vel í meðalstórum stjörnusjónauka.

M68: Kúluþyrping í Vatnaskrímslinu

M69: Kúluþyrping í Bogmanninum

M70: Kúluþyrping í Bogmanninum

M71: Kúluþyrping í Örinni

M72: Kúluþyrping í Vatnsberanum

Meðal smæstu og daufustu kúluþyrpinganna í skár Messier enda tvöfalt lengra í burtu en miðja Vetrarbrautarinnar okkar.

M73: Samstirni í Vatnsberanum

Samstirni fjögurra stjarna og er því ein af fáum færslum í Messier-skránni sem nær yfir stjörnur en ekki yfir þokubletti.

M74: Þyrilvetrarbraut í Fiskunum

Falleg á ljósmyndum því við horfum ofan á vetrarbrautina. Það er frekar erfitt að skoða M74 í sjónauka því ljós hennar berst frá stóru svæði.

M75: Kúluþyrping í Bogmanninum

M76: Litla-dymbilþokan í Perseifi

M77: Þyrilvetrarbraut í Hvalnum

M78: Endurskinsþoka í Óríon

M79: Kúluþyrping í Héranum

M80: Kúluþyrping í Sporðdrekanum

M81: Vetrarbraut Bodes í Stórabirni

M81 er afar falleg vetrarbraut í Stórabirni. Vetrarbrautin sést vel í gegnum stjörnusjónauka ásamt nágranna sínum M82.

M82: Vindlavetrarbrautin í Stórabirni

M83: Suðursvelgurinn (vetrarbraut) í Vatnaskrímslinu

Stórglæsileg þyrilvetrarbraut í stjörnumerkinu Vatnaskrímslið. Í gegnum stjörnusjónauka eru armar vetrarbrautarinnar greinilegir og rykskýin í þeim. M83 sést því miður ekki frá Íslandi.

M84: Linsulaga vetrarbraut í Meyjunni

M85: Linsulaga vetrarbraut í Bereníkuhaddi

M86: Linsulaga vetrarbraut í Meyjunni

M87: Virgo A sporvöluvetrarbraut í Meyjunni

M88: Þyrilvetrarbraut í Bereníkuhaddi

M89: Sporvöluvetrarbraut í Meyjunni

M90: Þyrilvetrarbraut í Meyjunni

M91: Þyrilvetrarbraut í Bereníkuhaddi

M92: Kúluþyrping í Herkúlesi

M93: Lausþyrping í Skutnum

M94: Þyrilvetrarbraut í Veiðihundunum

M95: Þyrilvetrarbraut í Ljóninu

M96: Þyrilvetrarbraut í Ljóninu

M97: Ugluþokan í Stórabirni

M98: Þyrilvetrarbraut í Bereníkuhaddi

M99: Þyrilvetrarbraut í Bereníkuhaddi

M100: Þyrilvetrarbraut í Bereníkuhaddi

M101: Vindrellu-vetrarbrautin í Stórabirni

M101 er ein glæsilegasta vetrarbraut næturhiminsins séð í gegnum góðan stjörnusjónauka. M101 er þyrilvetrarbraut í 17,5 milljón ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Stóribjörn. Hún sést auðveldlega allt árið frá Íslandi.

M102: Linsulaga vetrarbraut í Drekanum

M102 nokkuð áberandi linsuslaga vetrarbraut í Drekanum. Vetrarbrautin er í 50 milljón ljósára fjarlægð.

M103: Lausþyrping í Kassíópeiu

Lausþyrpingin M103 í Kassíópeiu er nokkuð stór og gisin. Hún er í 8130 ljósára fjarlægð og mjög falleg í gegnum stjörnusjónauka.

M104: Sombrerovetrarbrautin í Meyjunni

M104 er dæmi um glæsilega þyrilvetrarbraut á rönd. Hún er nokkuð björt og stór þrátt fyrir að vera í 65 milljón ljósára fjarlægð. M104 er stórglæsileg að sjá í gegnum góðan stjörnusjónauka.

M105: Sporvöluvetrarbraut í Ljóninu

Sporvöluvetrarbrautin M105 í Ljóninu er nokkuð björt og stór í gegnum góðan stjörnusjónauka. M105 er eitt þeirra fyrirbæra sem ekki voru í upprunalegu skrá Messiers en var bætt í skrána síðar.

M106: Þyrilvetrarbraut í Veiðihundunum

Þyrilvetrarbrautin M106 í Veiðihundunum er í 22 milljón ljósára fjarlægð. Hún er nokkuð björt og vel sýnileg í gegnum litla stjörnusjónauka.

M107: Kúluþyrping í Naðurvalda

Kúluþyrpingin M107 í Naðurvalda liggur nærri miðju vetrarbrautarinnar. Hún er falleg í gegnum sjónauka en sést ekki frá Íslandi.

M108: Þyrilvetrarbraut í Stórabirni

M108 er þyrilvetrarbraut á rönd í Stórabirni. Vetrarbrautin er í 46 milljón ljósára fjarlægð og nokkuð dauf en sést þó í gegnum litla stjörnusjónauka.

M109: Bjálkaþyrilvetrarbraut í Stórabirni

M109 er falleg bjálkaþyrilvetrarbraut í Stórabirni. Hún sést fremur auðveldlega í gegnum litla stjörnusjónauka en er fremur dauf.

M110: Fylgivetrarbraut M31 í Andrómedu

M110 er sporvöluvetrarbraut, fylgivetrarbraut M31, í Andrómedu. Vetrarbrautin sést greinilega í gegnum litla stjörnusjónauka.

Heimildir:

  1. Messier-skráin
  2. Stephen James O'Meara. 1998. Deep-Sky Companions: The Messier Objects. Sky Publishing Corp, Cambridge, Massachusetts.
  3. Snævarr Guðmundsson. 2004. Íslenskur stjörnuatlas. Mál og menning, Reykjavík.
Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook