Athugaðu, opna í nýjum glugga. Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook
Sólmyrkvi í ágúst 1999

Sólmyrkvar

Almyrkvar, hringmyrkvar og deildarmyrkvar

Sól- og tunglmyrkvar geta aðeins orðið þegar sólin, jörðin og tunglið liggja hér um bil í beinni línu. Myrkvinn á sér þá stað þegar skuggi jarðar fellur á tunglið (tunglmyrkvi) eða skuggi tunglsins á jörðina (sólmyrkvi). Myrkvarnir eru með tilkomumestu atburðum náttúrunnar sem sjá má með berum augum.

Myrkvar geta aðeins orðið þegar tungl er fullt eða nýtt (þá eru sól, jörð og tungl í beinni línu). Þeir gerast þó ekki á tveggja vikna og 29,5 daga fresti (fullt eða nýtt tungl í tunglmánuðinum) því brautarplan tunglsins og brautarplan jarðar eru ekki samsíða. Tunglbrautin hallar um 5° frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi tunglsins yfirleitt undir eða yfir jörðina.

Tvö eða þrjú myrkvatímabil á ári

Það eru því aðeins tvö eða þrjú tímabil á ári sem myrkvar geta orðið. Þá eru sólin, jörðin og tunglið í beinni línu, ásamt því að vera í sama plani þannig að jörðin og tunglið geti varpað skugga hvort á annað.

Tunglmyrkvar verða aðeins þegar tungl er fullt og fer inn í skugga jarðar. Jörðin er þá á milli tungls og sólar og nær að skyggja á tunglið og myrkva það. Tunglmyrkvar sjást frá allri næturhlið jarðarinnar.

Sólmyrkvar verða aðeins þegar tungl er nýtt og fer fyrir sólina og varpar skugga á takmarkað svæði á yfirborð jarðar. Tunglið er þá milli jarðar og sólar og nær að skyggja á sólina.

Almyrkvi á sólu - mögnuð tilviljun

Almyrkvi á sólu er ótrúleg tilviljun frá náttúrunnar hendi. Frá jörðu séð eru tunglið og sólin ámóta stór á himninum (um 0,5°). Ástæða þess er sú, að þvermál sólar er um 400 sinnum meira en þvermál tunglsins en sólin er 400 sinnum fjarlægari en tunglið. Þetta veldur því að tunglið „passar“ nánast yfir sólina þegar almyrkvi á sólu verður. Í nokkrar mínútur hylur tunglið bjarta kringlu sólarinnar en ekki mikið meira. Sólkórónan sést umhverfis sólina í stutta stund í almyrkva og það er eina tækifærið sem gefst til að ljósmynda hana frá jörðu. Tunglið er hins vegar smám saman að fjarlægjast jörðina (um 3 cm á ári). Eftir nokkur hundruð milljónir ára verður því ekki hægt að sjá almyrkva á sólinni frá yfirborði jarðar.

Fjórar gerðir sólmyrkva

Til eru þrjár gerðir sólmyrkva: almyrkvar, deildarmyrkvar, hringmyrkvar og blandaðir myrkvar.

Skuggi tunglsins skiptist í tvo hluta, alskugga og hálfskugga. Til þess að sjá almyrkva á sólu - þegar sólin hylur allt tunglið - verður athugandinn að vera staddur/stödd í dimmasta hluta skuggans, alskugganum. Þar sem sýndarþvermál sólar og tungls er næstum því jafnt, sést skugginn aðeins á örlitlum skika á jörðinni. Þegar jörðin snýst, myndar skugginn þá svokallaðan myrkvaslóða sem gengur þvert yfir yfirborð jarðar. Breidd hans veltur á fjarlægð jarðar á tungls á meðan almyrkva stendur. Myrkvaslóðinn er breiðastur ef tunglið er í jarðnánd, það er þegar það er næst jörðinni. Mest getur breiddin verið um 270 km en er venjulega er slóðinn mun mjórri. Almyrkvinn sést aðeins á þeim stöðum sem slóði myrkvans liggur yfir (að því gefnu að ekki sé skýjað!).

Skuggakeila tunglsins færist hratt eftir myrkvaslóðanum

Snúningur jarðar og brautarhreyfing tunglsins veldur því að alskugginn þýtur meðfram myrkvaslóðanum á nærri 1700 km hraða á klukkustund. Þess vegna geta almyrkvar aldrei staðið lengur en í sjö og hálfa mínútu á hverjum stað. Algengast er að þeir standi aðeins yfir í 2-4 mínútur.

Sé athugandi staddur innan hálfskuggans hylur tunglið aðeins hluta sólarinnar og er myrkvinn þá aðeins deildarmyrkvi (deild=hluti). Skilyrðin fyrir deildarmyrkva eru ekki nærri því jafnströng og fyrir almyrkva og því sést deildarmyrkvinn á margfalt stærra svæði á jörðinni en almyrkvi (báðum megin við myrkvaslóðann). Við deildarmyrkva virðist sólskífan vera eins konar sigð fyrir tunglinu, því það hylur hluta hennar. Deildarmyrkvi á sér einnig stað á undan og eftir almyrkvum og hringmyrkvum þegar tunglið er að færast fyrir sólina og frá henni.

Hringmyrkvar

Fjarlægð tungls og jarðar er breytileg því braut tunglsins er ekki hringlaga heldur sporbaugur. Það þýðir að fjarlægðin frá jörðu til tunglsins getur minnst verið 356.000 km en mest um 407.000 km (þegar tunglið er í jarðfirrð). Þá er stærð tunglsins á himninum með minnsta móti og nær alskuggi tunglsins þá ekki alveg til jarðar, sem þýðir að tunglið er fyrir miðri sól en nær ekki að hylja hana að fullu. Þá verður til þriðja tegundin af sólmyrkva sem nefnist hringmyrkvi. Umhverfis brún tunglsins sést þá þunnur bogi sólarinnar. Lengd alskuggans er þá nærri 5000 km styttri en meðalfjarlægðin milli tunglsins og jarðar (384.400 km). Þar af leiðandi nær alskuggi tunglsins ekki alltaf yfirborði jarðar, jafnvel þegar afstaða sólar, tungls og jarðar liggur fullkomlega að almyrkva. Hringmyrkvar eru aðeins algengari en almyrkvar og geta varað í allt að 12 mínútur og 30 sekúndur.

Á hverju ári verða að minnsta kosti tveir sólmyrkvar en aldrei fleiri en fimm. Síðast urðu fimm myrkvar á sólu árið 1935, fjórir deildarmyrkvar og einn hringmyrkvi. Næst verða 5 sólmyrkvar árið 2206. Á hverri öld verða að meðaltali 239 sólmyrkvar á jörðinni, þar af um 80 almyrkvar, og á tilteknum stað á jörðinni líða að meðaltali 375 ár milli almyrkva, sem þó fer eftir breiddargráðu á hnettinum.

Síðasti sást almyrkvi á Íslandi árið 1954 við suðurströnd landsins (sást ekki frá Reykjavík) en næsti almyrkvi verður 12. ágúst 2026 (sést frá vesturströnd Íslands). Reyndar mun sjást almyrkvi á Norður-Atlantshafi 20. mars 2015 og er um að gera að panta hótelherbergi á Svalbarða í tæka tíð til þess að missa ekki af myrkvanum.

Hinn 31. maí 2003 sást hringmyrkvi á Íslandi en það hafði ekki gerst síðan 1793. Næsti hringmyrkvi hér á landi verður ekki fyrr en 2048.

Nánar má lesa um tíðni sólmyrkva í Almanaki Háskóla Íslands, sem er í umsjá Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðings.

Listi yfir sólmyrkva til ársins 2050

Hér fyrir neðan er tafla yfir sólmyrkva á jörðinni til ársins 2050. Þeir almyrkvar og hringmyrkvar sem sjást frá Íslandi eru rauðmerktir.

Dagsetning Tímasetning myrkva í hámarki
(ísl. tími)
Saros (myrkvaöld)
Tegund Hluti sólar tungl hylu Tímalengd almyrkva / hringmyrkva Breidd myrkvaferils
Landsvæði þar sem myrkvinn sést
Athugasemdir
22. júlí 2009
02:36:25 136 Almyrkvi 1.080 06m 39s 258 km Almyrkvi: mið og norðaustur Indland, Bútan, Bangladess, Mýanmar, Kína, Ryukyu eyjar
Deildarmyrkvi: Suðaustur Asía, Japan, Suður-Kórena, Filipseyjar, Indónesía, Mið-Kyrrahafssvæðið og eyjar þar
Lengsti almyrkvi 21. aldar
15. janúar 2010
07:07:39 141 Hringmyrkvi 0.919 11m 08s 333 km Hringmyrkvi: Mið-Afríku lýðveldið, Lýðveldið Kongó, Úganda, Maldíveyjar, suðaustur Indland, Srí Lanka, Mýanmar, mið Kína
Deildarmyrkvi: Afríka, suðaustur Evrópa, Miðausturlönd, Asía
 
11. júlí 2010 19:34:38 146 Almyrkvi 1.058 05m 20s 259 km Almyrkvi: suður Chile og Argentína, suðaustur Pólynesía
Deildarmyrkvi: suðvestur Suður-Ameríka, Franska Pólynesía

 

 
4. janúar 2011 08:51:42 151 Deildarmyrkvi 0.858 Deildarmyrkvi: Evrópa, norður-Afríka, mið Asía, Miðausturlönd  
1. júní 2011
21:17:18 118 Deildarmyrkvi 0.601 Deildarmyrkvi: Ísland, norður Kanada, Alaska, norðaustur Asía, Grænland, norður Skandinavía  
1. júlí 2011 08:39:30 156 Deildarmyrkvi 0.097 Deildarmyrkvi: suður Indlandshaf skammt frá Suðurheimskautslandinu  
25. nóvember 2011 06:21:24 123 Deildarmyrkvi 0.905 Deildarmyrkvi: suðvestur Suður Afríka, Suðurheimskautslandið, Tasmanía, Nýja Sjáland  
20. maí 2012 23:53:54 128 Hringmyrkvi 0.944 05m 46s 237 km Hringmyrkvi: suður Kína, Hong Kong, Macau, Kyūshū, Shikoku, suður Honsjú, Tókýó, Oregon, Nevada, Utah, Arizona, Nýja Mexíkó
Deildarmyrkvi: Kyrrahaf, austur Asía, Norður Ameríka, Hawaii
 
13. nóvember 2012 22:12:55 133 Almyrkvi 1.050 04m 02s 179 km Almyrkvi: Ástralía, Kermadeceyjar, Nýja Sjáland
Deildarmyrkvi: Ástralía, Nýja Sjáland, Melanesía, suðaustur Suður Ameríka, suður Kyrrahaf, Pólynesía, Suðurheimskautslandið
 
10. maí 2013 00:26:20 138 Hringmyrkvi 0.954 06m 03s 173 km Hringmyrkvi: Ástralía, Louisiade eyjaklasinn, Solomonseyjar, Kíribaseyjar
Deildarmyrkvi: Ástralía, Nýja Sjáland, Kyrrahaf, Hawaii, Indónesía
 
3. nóvember 2013 12:47:36 143 Blandaður 1.016 01m 40s 58 km Blandaður: Gabon, Lýðveldið Kongó, Úganda, Kenýa, Eþíópía
Deildarmyrkvi: austanverð Ameríka, austur Kanada, Karíbahafið, austanverð Suður Ameríka, suður Evrópa, Afríka
 
29. apríl 2014 06:04:33 148 Hringmyrkvi 0.987 Hringmyrkvi: vestanvert Wilkesland
Deildarmyrkvi: suður Indland, Ástralía, austanvert Suðurheimskautslandið
 
23. október 2014 21:45:39 153 Deildarmyrkvi 0.811 Deildarmyrkvi: norður Kyrrhaf, Norður-Ameríka, Mexíkó, austur Rússland  
20. mars 2015 09:46:47 120 Almyrkvi 1.045 02m 47s 463 km Almyrkvi: Færeyjar, Svalbarði, Norður-Atlantshaf, Norðurpóll

Deildarmyrkvi: Ísland, Grænland. Evrópa, mið Asía, vestur Rússland

Ferill myrkvans er sunnan og austan Íslands. Í Reykjavík verður 97% sólar á bak við tunglið[3]
13. september 2015 06:55:19 125 Deildarmyrkvi 0.788 Deildarmyrkvi: sunnanverð Afríka, suður Indland, austanvert Suðurheimskautslandið  
9. mars 2016 01:58:19 130 Almyrkvi 1.045 04m 09s 155 km Almyrkvi: Indónesía, Míkrónesía, Marshalleyjar
Deildarmyrkvi: suðaustur Asía, Kórea, Japan, austur Rússland, Alaska, norðvestur Ástralía, Hawaii, Kyrrhaf
 
1. september 2016 09:08:02 135 Hringmyrkvi 0.974 03m 06s 100 km Hringmyrkvi: Atlantshafið, mið Afríka, Madagaskar, Indlandshaf
Deildarmyrkvi: Afríka, Indlandshaf
 
26. febrúar 2017 14:54:33 140 Hringmyrkvi 0.992 00m 44s 31 km Hringmyrkvi: suður Chile og Argentína, Angóla, suðvestur Katanga
Deildarmyrkvi: sunnan- og vestanverð Afríka, sunnanverð Suður Ameríka, Suðurheimskautslandið
 
21. ágúst 2017 18:26:40 145 Almyrkvi 1.031 02m 40s 115 km Almyrkvi: Oregon, Idaho, Wyoming, Nebraska, Kansas, Missouri, Illinois, Kentucky, Tennessee,  Norður Karólína, Georgía, Suður Karólína
Deildarmyrkvi: Norður Ameríka, Hawaii, Grænland, Ísland, Bretlandseyjar, Portúgal, Mið Ameríka, Karíbahafið, norðanverð Suður Ameríka, Chukchiskagi
 
15. febrúar 2018 20:52:33 150 Deildarmyrkvi 0.599 Deildarmyrkvi: Suðurheimskautslandið, sunnanverð Suður Ameríka  
13. júlí 2018 03:02:16 117 Deildarmyrkvi 0.336 Deildarmyrkvi: Ástralía, Indlandshaf  
11. ágúst 2018 09:47:28 155 Deildarmyrkvi 0.737 Deildarmyrkvi: Kanada, Grænland, Ísland, Íshaf, Skandinavía, Bretlandseyjar, Rússland, norðanverð Asía  
6. janúar 2019 01:42:38 122 Deildarmyrkvi 0.715 Deildarmyrkvi: norðaustur Asía, suðvestur Alaska, Aljútaeyjar  
2. júlí 2019 19:24:08 127 Almyrkvi 1.046 04m 33s 201 km Almyrkvi: mið Argentína og Chile
Deildarmyrkvi: Suður Ameríka, Páskaeyja, Galapagoseyjar, sunnanverð Mið Ameríka, Pólynesía
 
26. desember 2019 05:18:53 132 Hringmyrkvi 0.970 03m 40s 118 km Hringmyrkvi: Sádi Arabía, Barein, Qatar, Sameinuðu Arabísku furstadæmin, Óman, Indland, Srí Lanka, Súmatra, Malasía, Síngapúr, Borneó, Indónesía, Paláeyjar, Míkrónesía
Deildarmyrkvi: Asía, Ástralía, Miðausturlönd, austanverð Afríka
 
21. júní 2020 06:41:15 137 Hringmyrkvi 0.994 00m 38s 21 km Hringmyrkvi: Lýðveldið Kongó, Súdan, Eþíópía, Erítrea, Jemen, Óman, Pakistan, Indland, Nýja Delí, Tíbet, suður Kína, Tævan
Deildarmyrkvi: Asía, suðaustur Evrópa, Afríka, Miðausturlönd, Ástralía
 
14. desember 2020 16:14:39 142 Almyrkvi 1.025 02m 10s 90 km Almyrkvi: suður Chile og Argentína, Kiribaseyjar, Pólynesía
Deildarmyrkvi: mið og sunnanverð Suður Ameríka, suðvestur Afríka, Suðurheimskautslandið
 
10. júní 2021 10:43:07 147 Hringmyrkvi 0.943 03m 51s 527 km Hringmyrkvi: norðanvert Kanada, Grænland, Rússland
Deildarmyrkvi: norðanverð Norður Ameríka, Evrópa, Asía
 
4. desember 2021 07:34:38 152 Almyrkvi 1.037 01m 54s 419 km Almyrkvi: Suðurheimskautslandið
Deildarmyrkvi: Suður Afríka, suður Atlantshaf
 
30. apríl 2022 20:42:36 119 Deildarmyrkvi 0.640 Deildarmyrkvi: South-east Pacific, south South America  
25. október 2022 11:01:20 124 Deildarmyrkvi 0.862 Deildarmyrkvi: Evrópa, norðaustur Afríka, Miðausturlönd, vestanverð Asía  
20. apríl 2023 04:17:56 129 Hybrid 1.013 01m 16s 49 km Blandaðaur: Indónesía, Ástralía, Papúa Nýja Gínea
Deildarmyrkvi: suðaustur Asía, Austur Indíur, Filipseyjar, Nýja Sjáland
 
14. október 2023 18:00:41 134 Hringmyrkvi 0.952 05m 17s 187 km Hringmyrkvi: vesturströnd Bandaríkjanna, mið Ameríka, Kólumbía, Brasilía
Deildarmyrkvi: Norður Ameríka, Mið Ameríka, Suður Ameríka
 
8. apríl 2024 18:18:29 139 Almyrkvi 1.057 04m 28s 198 km Almyrkvi: Mexíkó, miðríki Bandaríkjanna, austurhluti Kanada
Deildarmyrkvi: Norður Ameríka, Mið Ameríka
 
2. október 2024 18:46:13 144 Hringmyrkvi 0.933 07m 25s 266 km Hringmyrkvi: suður Chile og Argentína
Deildarmyrkvi: Kyrrahaf, sunnanverð Suður Ameríka
 
29. mars 2025 10:48:36 149 Deildarmyrkvi 0.938 Deildarmyrkvi: norðvestur Afríka, Evrópa, norður Rússland  
21. september 2025 19:43:04 154 Deildarmyrkvi 0.855 Deildarmyrkvi: sunnanvert Kyrrahaf, Nýja Sjáland, Suðurheimskautslandið  
17. febrúar 2026 12:13:06 121 Hringmyrkvi 0.963 02m 20s 616 km Hringmyrkvi: Suðurheimskautslandið
Deildarmyrkvi: suður Argentína, Chile, sunnanverð Afríka, Suðurheimskautslandið
 
12. ágúst 2026 17:47:06 126 Almyrkvi 1.039 02m 18s 294 km Almyrkvi: Norðurheimskautið, Grænland, Ísland, Spánn
Deildarmyrkvi: norðanverð Norður-Ameríka, vestur Afríka, Evrópa
Í Reykjavík stendur almyrkvi yfir í 1 mín og 10 sek.
6. febrúar 2027 16:00:48 131 Hringmyrkvi 0.928 07m 51s 282 km Hringmyrkvi: Chile, Argentina, Atlantshaf
Deildarmyrkvi: Suður-Ameríka, Suðurheimskautslandið, vestan- og sunnanverð Afríka
 
2. ágúst 2027 10:07:50 136 Almyrkvi 1.079 06m 23s 258 km Almyrkvi: Morokkó, Spánn, Alsír, Líbýa, Egyptaland, Sádi-Arabía, Jemen, Sómalía
Deildarmyrkvi: Afríka, Evrópa, Miðausturlönd, vestur og suður Asía
 
26. janúar 2028 15:08:59 141 Hringmyrkvi 0.921 10m 27s 323 km Hringmyrkvi: Ekvador, Perú, Brasilía, Súrinam, Spánn, Portúgal
Deildarmyrkvi: austanverð Norður-Ameríka, mið- og suður Ameríka, vestur Evrópa, norðvestur Afríka
 
22. júlí 2028 02:56:40 146 Almyrkvi 1.056 05m 10s 230 km Almyrkvi: Ástralía, Nýja Sjáland
Deildarmyrkvi: suðaustur Asía, austur Indíur
 
14. janúar 2029 17:13:48 151 Deildarmyrkvi 0.871 Deildarmyrkvi: Norður Ameríka, Mið Ameríka  
12. júní 2029 04:06:13 118 Deildarmyrkvi 0.458 Deildarmyrkvi: Norðurheimskautið, Skandinavía, Alaska, norður Asía, norður Kanada  
11. júlí 2029 15:37:19 156 Deildarmyrkvi 0.230 Deildarmyrkvi: suður Chile, suður Argentína  
5. desember 2029 15:03:58 123 Deildarmyrkvi 0.891 Deildarmyrkvi: suður Chile, suður Argentína, Suðurheimskautslandið  
1. júní 2030 06:29:13 128 Hringmyrkvi 0.944 05m 21s 250 km Hringmyrkvi: Alsír, Túnis, Grikkland, Tyrkland, Rússland, norður Kína, Japan
Deildarmyrkvi: Evrópa, norður Afríka, Miðausturlönd, Asía, Norðurheimskautið, Alaska
 
25. nóvember 2030 06:51:37 133 Almyrkvi 1.047 03m 44s 169 km

Almyrkvi: Botswana, Suður-Afríka, Ástralía
Deildarmyrkvi: sunnanverð Afríka, suður Indlandshaf, Austur Indíur, Ástralía, Suðurheimskautslandið

 
21. maí 2031 07:16:04 138 Hringmyrkvi 0.959 05m 26s 152 km Hringmyrkvi: Angóla, Lýðveldið Kongó, Sambía, Tanzanía, suður Indland, Malasía, Indónesía
Deildarmyrkvi: Afríka, suður Asía, Austur Indíur, Ástralía
 
14. nóvember 2031 21:07:31 143 Hybrid 1.011 01m 08s 38 km Blandaður: Kyrrhaf, Panama
Deildarmyrkvi: sunnanverð Bandaríkin, Mið Ameríka, norðvestur Suður Ameríka
 
9. maí 2032 13:26:42 148 Hringmyrkvi 0.996 00m 22s 44 km Hringmyrkvi: suður Atlantshaf
Deildarmyrkvi: sunnanverð Suður Ameríka, sunnanverð Afríka
 
3. nóvember 2032 05:34:13 153 Deildarmyrkvi 0.855 Deildarmyrkvi: Asía  
30. mars 2033 18:02:36 120 Almyrkvi 1.046 02m 37s 781 km Almyrkvi: austur Rússland, Alaska
Deildarmyrkvi: Norður Ameríka
 
23. september 2033 13:54:31 125 Deildarmyrkvi 0.689 Deildarmyrkvi: suður Suður Ameríka, Suðurheimskautslandið  
20. mars 2034 10:18:45 130 Almyrkvi 1.046 04m 09s 159 km Almyrkvi: Nígería, Kamerún, Tsjad, Súdan, Egyptaland, Sádi Arabía, Íran, Afganistan, Pakista, Indland, Kína
Deildarmyrkvi: Afríka, Evrópa, vestur Asía
 
12. september 2034 16:19:28 135 Hringmyrkvi 0.974 02m 58s 102 km Hringmyrkvi: Chile, Bólivía, Argentína, Paragvæ, Brasilía
Deildarmyrkvi: Mið Ameríka, Suður Ameríka
 
9. mars 2035 23:05:54 140 Hringmyrkvi 0.992 00m 48s 31 km Hringmyrkvi: Nýja Sjáland, Kyrrhaf
Deildarmyrkvi: Ástralía, Mexíkó, Suðurheimskautslandið
 
2. september 2035 01:56:46 145 Almyrkvi 1.032 02m 54s 116 km Almyrkvi: Kína, Kórea, Japan, Kyrrahaf
Deildarmyrkvi: austur Asía, Kyrrahaf
 
27. febrúar 2036 04:46:49 150 Deildarmyrkvi 0.629 Deildarmyrkvi: Suðurheimskautslandið, suður Ástralía, Nýja Sjáland  
23. júlí 2036 10:32:06 117 Deildarmyrkvi 0.199 Deildarmyrkvi: suður Atlantshaf  
21. ágúst 2036 17:25:45 155 Deildarmyrkvi 0.862 Deildarmyrkvi: Alaska, Kanada, Norðurheimsskautið, vestur Evrópa, norðvestur Afríka  
16. janúar 2037 09:48:55 122 Deildarmyrkvi 0.705 Deildarmyrkvi: norður Afríka, Evrópa, Miðausturlönd, vestur Asía  
13. júlí 2037 02:40:36 127 Almyrkvi 1.041 03m 58s 201 km Almyrkvi: Ástralía, Nýja Sjáland
Deildarmyrkvi: Austur Indíur, Ástralía, Kyrrhaf
 
5. janúar 2038 13:47:11 132 Hringmyrkvi 0.973 03m 18s 107 km Hringmyrkvi: Kúba, Dóminíska Lýðveldið, Fílabeinsströnd, Gana, Níger, Tsjad, Egyptaland
Deildarmyrkvi: austur Norður Ameríka, norður Suður Ameríka, Atlantshaf, Afríka, Evrópa
 
2. júlí 2038 13:32:55 137 Hringmyrkvi 0.991 01m 00s 31 km Hringmyrkvi: Kólumbía, Venesúela, Máritanía, Morokkó, Malí, Níger, Tsjad, Súdan, Eþíópía, Kenýa
Deildarmyrkvi: Norður og Mið Ameríka, Suður Ameríka, Afríka, Evrópa, Miðausturlönd
 
26. desember 2038 01:00:10 142 Almyrkvi 1.027 02m 18s 95 km Almyrkvi: Ástralía, Nýja Sjáland, suður Kyrrahaf
Deildarmyrkvi: suðaustur Asía, Austur Indía, Ástralía, Nýja Sjáland, suður Kyrrahaf, Suðurheimskautslandið
 
21. júní 2039 17:12:54 147 Hringmyrkvi 0.945 04m 05s 365 km Hringmyrkvi: Alaska, norður Kanada, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Eistland, Rússland
Deildarmyrkvi: Norður Ameríka, vestur Evrópa
 
15. desember 2039 16:23:46 152 Almyrkvi 1.036 01m 51s 380 km Almyrkvi: Suðurheimskautslandið
Deildarmyrkvi: suður Suður Ameríka
 
11. maí 2040 03:43:02 119 Deildarmyrkvi 0.531 Deildarmyrkvi: Ástralía, Nýja Sjáland, Suðurheimskautslandið  
4. nóvember 2040 19:09:02 124 Deildarmyrkvi 0.807 Deildarmyrkvi: Norður og Mið Ameríka  
30. apríl 2041 11:52:21 129 Almyrkvi 1.019 01m 51s 72 km Almyrkvi: Angóla, Lýðveldið Kongó, Úganda, Kenýa, Sómalía
Deildarmyrkvi: Brasilía, Afríka, Miðausturlönd
 
25. október 2041 01:36:22 134 Hringmyrkvi 0.947 06m 07s 213 km Hringmyrkvi: Mongólía, Kína, Kórea, Japan, Kyrrahaf
Deildarmyrkvi: austur Asía, Kyrrahaf
 
20. apríl 2042 02:17:30 139 Almyrkvi 1.061 04m 51s 210 km Almyrkvi: Malasía, Indónesía, Filipseyjar, norður Kyrrahaf
Deildarmyrkvi: austur og suðaustur Asía, Ástralía, Kyrrahaf
 
14. október 2042 02:00:42 144 Hringmyrkvi 0.930 07m 44s 273 km Hringmyrkvi: Tæland, Malasía, Indónesía, Ástralía, Nýja Sjáland
Deildarmyrkvi: suðaustur Asía, Austur Indíur, suður Kyrrahaf, Suðurheimskautslandið
 
9. apríl 2043 18:57:49 149

Almyrkvi

1.010 Almyrkvi: norðaustur Rússland
Deildarmyrkvi: norðanverð Norður Ameríka, norðaustur Asía
 
3. október 2043 03:01:49 154 Hringmyrkvi 0.950 Hringmyrkvi: suður Indlandshaf
Deildarmyrkvi: Suðurheimskautslandið, suðvestur Ástralía, Indlandshaf
 
28. febrúar 2044 20:24:40 121 Hringmyrkvi 0.960 02m 27s Hringmyrkvi: suður Atlantshaf
Deildarmyrkvi: Suðurheimskautslandið, Suður Ameríka
 
23. ágúst 2044 01:17:02 126 Almyrkvi 1.036 02m 04s 453 km Almyrkvi: Grænland, norður Kanada, Montana, Norður Dakóta
Deildarmyrkvi: norður Asía, vestanverð Norður Ameríka, Grænland
 
16. febrúar 2045 23:56:07 131 Hringmyrkvi 0.928 07m 47s 281 km

Hringmyrkvi: Nýja Sjáland, Kyrrahaf
Deildarmyrkvi: Ástralía, Hawaii

 
12. ágúst 2045 17:42:39 136 Almyrkvi 1.077 06m 06s 256 km Almyrkvi: suður Bandaríkin, Haítí, Dominíska Lýðveldið, Venesúela, Gvæjana, Franska-Gvæjana, Súrinam, Brasilía
Deildarmyrkvi: Norður, Mið og Suður Ameríka, vestanverð Afríka
 
5. febrúar 2046 23:06:26 141 Hringmyrkvi 0.923 09m 42s 310 km Hringmyrkvi: Papúa Nýja Gínea, Hawaii, Kalifornía, Oregon, Idaho
Deildarmyrkvi: Ástralía, vestur Bandaríkin
 
2. ágúst 2046 10:21:13 146 Almyrkvi 1.053 04m 51s 206 km Almyrkvi: Brasilía, Angóla, austur Namibía, Botswana, Suður Afríka, Svasíland, suður Mósambík
Deildarmyrkvi: Afríka
 
26. janúar 2047 01:33:18 151 Deildarmyrkvi 0.891 Deildarmyrkvi: austur Asía, Alaska  
23. júní 2047 10:52:31 118 Deildarmyrkvi 0.313 Deildarmyrkvi: norður Kanada, Grænland, norðaustur Asía  
22. júlí 2047 22:36:17 156 Deildarmyrkvi 0.361 Deildarmyrkvi: suðaustur Ástralía, Nýja Sjáland
 
16. desember 2047 23:50:12 123 Deildarmyrkvi 0.882 Deildarmyrkvi: Suðurheimskautslandið, suður Chile, suður Argentina  
11. júní 2048 12:58:53 128 Hringmyrkvi 0.944 04m 58s 272 km Hringmyrkvi: miðvestur Bandaríkin, Quebec, Ontario, Grænland, Ísland, Noregur, Svíþjóð, Rússland, Afganistan
Deildarmyrkvi: Norður Ameríka, Karíbahafið, norður Afríka, Evrópa, vestur Asía
Í Reykjavík stendur hringmyrkvinn yfir í 4,6 mínútur[3]
5. desember 2048 15:35:27 133 Almyrkvi 1.044 03m 28s 160 km Almyrkvi: Chile, Argentina, Namibía, Botswana
Deildarmyrkvi: sunnanverð Suður Ameríka, suðvestur Afríka
 
31. maí 2049 13:59:59 138 Hringmyrkvi 0.963 04m 45s 134 km Hringmyrkvi: Perú, Ekvador, Kólumbía, Venesúela, Gvæjana, Senegal, Malí, Búrkína Fasó, Gana, Nígería
Deildarmyrkvi: suðaustur Bandaríkin, Mið Ameríka, Suður Ameríka, Afríka, suður Evrópa
 
25. nóvember 2049 05:33:48 143 Hybrid 1.006 00m 38s 21 km Blandaður: Sádi Arabía, Jemen, Malasía, Indónesía
Deildarmyrkvi: austur Afríka, suður Asía, Austur Indíur, Ástralía
 
20. maí 2050 20:42:50 148 Hybrid 1.004 00m 21s 27 km Blandaður: Suður Kyrrahaf
Deildarmyrkvi: Nýja Sjáland, suðvestur Suður Ameríka
 
14. nóvember 2050 13:30:53 153 Deildarmyrkvi 0.887 Deildarmyrkvi: norðaustur Bandaríkin, austur Kanada, norður-Afríka, Evrópa  

 

Heimildir

  1. d
  2. d
  3. Þorsteinn Sæmundsson. 2006. Sólmyrkvar á Íslandi fram til 2200. Vefsíða Almanaks Háskóla Íslands. Sótt 10. ágúst 2009.
  4. d
  5. d
Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook