Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Fylgitungl Satúrnusar

Umhverfis Satúrnus ganga að minnsta kosti 61 þekkt fylgitungl. Flest tunglanna eru afar smá, aðeins tveir til sex km í þvermál og hafa fundist frekar nýlega eftir rannsóknir með öflugustu stjörnusjónaukum jarðar. Auk þeirra eru sennilega þúsundir tunglklumpa (moonlets), aðeins fáeinir tugir til hundruðir metra í þvermál, innan A-hringsins sem loða saman. Sjö tungl eru nógu stór til að ná hnattlögun.

Erfitt er að komast að nákvæmri tölu því strangt tiltekið eru allir stórir íshnettir í kringum reikistjörnuna fylgitungl, en erfitt getur reynst að skilja á milli stórra hringagna og lítill fylgitungla. Af þessum tunglum eru aðeins sjö nógu stór og massamikil til að ná kúlulögun með eigin þyngdarkrafti. Þrjátíu og fjögur eru innan við tíu km í þvermál og önnur þrettán innan við fimmtíu km.

Upphaflega voru tungl Satúrnusar nefnd eftir títönunum, systkinum Krónosar í grískri goðafræði. Þessari nafnahefð kom John Herschel, sonur William Herschel sem fann bæði Mímas og Enkeladus, á árið 1847 í ritinu Niðurstöður stjarnfræðiathugana við Góðrarvonarhöfða. Í dag eru ný fylgitungl Satúrnusar til dæmis nefnd eftir goðum og gyðjum úr gallískri og norrænni goðafræði en einnig goðafræði inúíta.

Títan er langstærsta tungl Satúrnusar og raunar næst stærsta tungl sólkerfisins á eftir Ganýmedesi. Títan er eina tungl sólkerfisins sem hefur þykkan lofthjúp sem gerir það enn áhugaverðara. Á yfirborði þess sjást merki um stór stöðuvötn úr fljótandi metani og íseldfjöll. Títan inniheldur yfir 90% af heildarmassa þess efnis sem er að finna á braut um Satúrnus, þar með talið hringana og önnur tungl.

Fyrir utan Títan eru fjölmörg önnur mjög forvitnileg tungl. Ístunglið Enkeladus er einna mest heillandi því grunnt undir ísskorpunni er líklega að finna fljótandi vatn sem gýs upp úr yfirborðinu og út í geiminn. Rea, næst stærsta tungl Satúrnusar, gæti haft eigið hringakerfið.

Tafla yfir fylgitungl Satúrnus

Röð
Tungl nr. Heiti:
Þvermál (km):
Fjarlægð (km): Umferðartími (dagar):
Uppgötvað af
Uppgötvað árið
1
XVIII Pan 20 133.584
0,6 Showalter
1990
2
XXXV Dafnis 7 136.505 0,6
Cassini geimfarið 2005
3
XV Atlas 30 137.670
0,6
Voyager 1 1980
4
XVI
Prómeþeus 100 139.380
0,6
Voyager 1
1980
5
XVII Pandóra 90 141.720
0,6
Voyager 1
1980
6
XI Epímeþeus 1200 151.422
0,7 Richard Walker
1980
7
X
Janus
190 151.472
0,7
Audouin Dolfus
1966
8
I Mímas 390
185.404 0,9
William Herschel
1789
9
XXXII
Meþóna 6
194.440 1
Cassini geimfarið
2004
10
XLIX
Anþe
2 197.700
1
Cassini geimfarið
2007
11
XXXIII Pallena 8 212.280
1,1
Cassini geimfarið
2004
12
II
Enkeladus 500
237.950
1,4
William Herschel
1789
13
III
Teþýs 1060 294.619
1,9
Giovanni Cassini
1684
14 XIII
Telestó
30
294.619
1,9
Reitsema o.fl.
1980
15 XIV
Kalýpsó
25
294.619
1,9
Pascu o.fl.
1980
16
IV
Díóna
1120
377.396
2,7
Giovanni Cassini
1684
17
XII
Helena
35
377.396 2,7
Laques og Lecacheaux
1980
18
XXXIV
Pólýdúses 8
377.396
2,7
Cassini geimfarið
2004
19
V
Rea
1530
527.108
4,5
Giovanni Cassini
1672
20
VI
Títan 5151 1.221.930 16
Christiaan Huygens
1655
21
VII Hýperíon
300 1.481.010
21
Bond og Lassell
1848
22
VIII
Japetus
1460
3.560.820
79
Giovanni Cassini
1671
23
XXIV
Kívíúk
14
11.294.800
448
Gladman o.fl.
2000
24
XX
Ítsírak
10
11.355.316
450
Gladman o.fl.
2000
25
IX
Föbe 220
12.869.700 550 (R) William Pickering
1899
26
XX
Paalíak
20
15.103.400
682
Gladman o.fl. 2000
27
XXVII
Skaði
6
15.672.500
717 (R)
Gladman o.fl.
2000
28
XXVI
Albíorix 26
16.266.700
770
Holman o.fl.
2000
29
  S/2007 S2
6
16.560.000
793 (R)
Sheppard o.fl.
2007
30
XXXVII
Bevíon
6
17.153.520
822 Sheppard o.fl.
2004
31
XXVIII
Erríapó
8
17.236.900
850
Gladman o.fl.
2000
32
XLVII
Sköll
6
17.473.800
863 (R)
Sheppard o.fl.
2006
33
XXIX
Síarnak
32
17.776.600
870
Gladman o.fl.
2000
34
LII Tarkek
7
17.910.600
893
Sheppard o.fl.
2007
35
  S/2004S13
6
18.056.300 906 (R)
Sheppard o.fl.
2004
36
LI
Greip
6
18.065.700
907 (R)
Sheppard o.fl.
2006
37
XLIV
Hyrrokkin
8
18.168.300
914 (R)
Sheppard o.fl.
2006
38
L
Járnsaxa
6
18.556.900 944 (R)
Sheppard o.fl.
2006
39
XXI
Tarvos
13
18.562.800
945 Gladman o.fl.
2000
40
XXV
Mundilfari
6
18.725.800
926 (R)
Gladman o.fl.
2000
41
  S/2006 S1
6
18.930.200
973 (R)
Sheppard o.fl.
2006
42
  S/2004S17
4
19.099.200 986 (R)
Sheppard o.fl.
2004
43
XXXVIII
Bergelmir
6
19.104.000 1008 (R)
Sheppard o.fl.
2004
44
XXXVI
Narfi
6
19.395.200
989 (R)
Sheppard o.fl.
2003
45
XXIII
Suttungur 6
19.579.000 1011 (R)
Gladman o.fl.
2000
46
XLIII
Hati
6
19.709.300
1081 (R)
Sheppard o.fl.
2004
47
  S/2004S12
5
19.905.900 1048 (R)
Sheppard o.fl.
2004
48
XL
Fárbauti
5
19.984.800
1077 (R) Sheppard o.fl.
2004
49
XXX
Þrymur 6
20.278.100
1079 (R)
Gladman o.fl.
2000
50
XXXVI
Ægir
6
20.482.900 1026 (R)
Sheppard o.fl.
2004
51
  S/2007 S3
 5 20.518.500
1093 (R)
Sheppard o.fl. 2007
52
XXXIX
Bestla
7
20.570.000
1052 (R)
Sheppard o.fl.
2004
53
  S/2004 S7
6
20.576.700 1103 (R)
Sheppard o.fl.
2004
54
  S/2006 S3
6
21.076.300
1142 (R)
Sheppard o.fl.
2006
55
XLI
Fenrir
4
21.930.644
1271 (R)
Sheppard o.fl.
2004
56
XLVIII
Surtur
6
22.288.916
1239 (R)
Sheppard o.fl.
2006
57
XLV
Kári
7
22.321.200
1245 (R)
Sheppard o.fl.
2006
58
XIX
Ýmir 16
22.429.673
1252 (R)
Gladman o.fl.
2000
59
XLCVI Logi
6
22.984.322
1301 (R)
Sheppard o.fl.
2006
60
XLII
Fornjótur
6
24.504.879
1355 (R) Sheppard o.fl.
2004

Í þessari töflu þýðir (R) að tunglið gangi öfugan hring í kringum Neptúnus, þ.e. ekki í sömu átt og reikistjarnan snýst um sjálfa sig.

Tunglhópar

Tunglum Satúrnusar er skipt í hópa byggt á fjarlægð frá reikistjörnunni, brautarhalla og miðskekkju.

 • Smalatungl eru þau tungl sem hringsóla umhverfis Satúrnus innan hringakerfisins. Þyngdartog smalatunglanna hefur mótandi áhrif á uppbyggingu hringanna og skerpa t.a.m. brúnir þeirra eða mynda geilar og bil í þeim, t.d. Cassini bilið og Encke geilina. Smalatungl Satúrnusar eru þau Pan, Dafnis, Atlas, Prómeþeus og Pandóra en einnig ónefndu tunglin S/2004 S4, S/2004 S6 og S/2004 S3.
 • Tungl á sömu braut – Tunglin Janus og Epímeþeus deila sömu braut umhverfis Satúrnus. Tunglin tvö eru álíka stór og bilið milli brauta þeirra er aðeins fáeinir kílómetrar. Í stað þess að rekast saman stíga tunglin saman dans sem veldur því að þau skipta um brautir á fjögurra ára fresti.
 • Fjögur innstu og stærstu tungl Satúrnusar hringsóla um reikistjörnuna innan E-hringsins. Þessi tungl eru Mímas, Enkeladus, Teþýs og Díóna. Þegar Cassini flaug framhjá Enkeladus sáust gosstrókar úr vatnsís standa út úr yfirborðinu. Cassini staðfesti þar með að Enkeledus er uppspretta efnisins í E-hringnum.
 • Alkýónítahópurinn samanstendur af tunglin Meþóna, Pallena og Anþe, sem nendur er eftir dætrum Alkýoneusar sem Herkúles slátraði. Þessi tungl deila sömu braut.
 • Trójutunglin Teþýs, Telestó og Kalýpsó deila braut umhverfis Satúrnus og eru í nákvæmlega sömu fjarlægð frá reikistjörnunni. Tunglin sitja á föstum punktum, svokölluðum Lagrange punktum, sem þýðir að þau mætast aldrei líkt og Janus og Epímeþeifur. Tunglin Díóna, Helena og Pólýdúses gera slíkt hið sama.
 • Fjögur stærstu ytri tunglin eru öll á braut um Satúrnus innan E-hringsins og má flokka í einn hóp. Þessi tungl eru Rea, Títan, Hýperíon og Japetus.
 • Óregluleg tungl eru flest frekar lítil tungl sem ganga öfugan hring umhverfis reikistjörnuna. Talið er að þessi tungl séu smástirni sem hafi komið of nálægt Satúrnusi og hann fangað þau. Stærsta óreglulega tunglið er Föbe sem einnig tilheyrir norræna tunglahópnum.

  Norræni tunglahópurinn
  inniheldur tuttugu og níu lítil tungl sem ganga öfugan hring um Satúrnus í milli 12 og 24 milljón km fjarlægð. Brautarhalli allra tunglanna er milli 136 og 175 gráður og miðskekkja brautanna milli 0,13 og 0,77. Átta af þessum tunglum mynda undirhóp sem kenndur er við tunglið Skaði. Þau eiga það sammerkt að vera í milli 15 til 20 milljón km fjarlægð og með 147 til 158 gráðu brautarhalla. Tunglin Narfi og Bestla mynda saman undirhóp kenndan við Narfa. Þau tungl sem tilheyra norræna hópnum eru Ægir, Bergemlir, Bestla, Fárbauti, Fenrir, Fornjótur, Greip, Hati, Hyrrokkinn, Járnsaxi, Kári, Logi, Mundilfari, Narfi, Föbe Skaði, Sköll, Surtur, Suttungur, Þrymur, Ýmir, S/2004 S7, S/2004 S12, S/2004 S13, S/2004 S17, S/2006 S1, S/2006 S3, S/2007 S2 og S/2007 S3.
 • Inúítahópurinn samanstendur af fimm tunglum sem ganga réttan hring um Satúrnus í milli 11 og 18 milljón km fjarlægð. Brautarhalli þeirra er milli 40 og 50 gráður og miðskekkja brautanna er milli 0,15 og 0,48. Þessi tungl eru Ítsírak, Kívíúk, Paalíak, Síarnak og Tarkek.
 • Gallíski hópurinn samanstendur af tunglum í milli 16 og 19 milljón km fjarlægð frá Satúrnusi, með 35 til 40 gráðu brautarhalla og 0,53 miðskekkju. Þessi tungl eru nefnd eftir goðum úr gallískri goðafræði. Tunglin fjögur sem mynda þennan hóp eru  Albíorix, Bevíon, Erríapó, Tarvos

Heimildir:

 

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook