Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Jörðin

„Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.“
- Tómas Guðmundsson, Hótel Jörð.
Efnisyfirlit
Meira um jörðina

ATH! Grein í vinnslu.

Jörðin er þriðja reikistjarnan frá sólu og sú fimmta stærsta. Hún er að meðaltali í um 150 milljón km fjarlægð frá sólinni eða sem samsvarar einni stjarnfræðieiningu. Jörðin er 330.000 sinnum massaminni en sólin og þermálið er aðeins 1/109 hluti af þvermáli sólar. Ef sólin væri holótt kæmust meira en milljón jarðir fyrir innan í henni.

Jörðin hefur eitt fylgitungl sem nefnist tunglið eða máninn og er það stærsta fylgitunglið miðað við móðurreikistjörnuna í sólkerfinu ef tvíeykið Plútó og Karon er undanskilið.Braut og snúningur

Sjá nánar: Árstíðir

Efnasamsetning
InnviðirFlekahreyfingar

Sjá nánar: Flekahreyfingar
Sjá nánar: Eldgos

Yfirborð jarðar

Yfirborð jarðar er mjög fjölbreytt. Um 70,8% af yfirborðinu er þakið vatni og er stærstur hluti meginlandsskjaldanna undir sjávarmáli. Undir sjávarmáli eru úthafshryggir, eldfjöll, djúpálar, dalir og sléttur. Afgangurinn sem ekki er undir vatni, 29,2%, samanstendur af fjöllum, eyðimörkum, sléttum og öðrum jarðmyndunum.

 

Sjá nánar: Eyðimerkur jarðar

Vötn og höf

Sjá nánar: Sjávarföll: Flóð og fjara
Sjá nánar: Grunnvatn

Lofthjúpur

Lofthjúpur jarðar er lagskiptur og þykkastur næst jörðu en smám saman fellur loftþrýstingur eftir því sem ofar dregur. Hitastigullinn á myndinni sýnir hvernig hitastigið vex og minnkar til skiptir í hinum mismunandi lögum lofthjúpsins.

Lofthjúpur jarðar er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna. Hann er að mestu leyti úr nitri (78%) og súrefni (21%) en inniheldur einnig aðrar gastegundir eins og argon (0,9%), koldíoxíð (0,038%) og vatnsgufu. Þessi gasblanda kallast í daglegu tali andrúmsloft og myndaðist að líkindum fyrir tilstilli eldfjallagufa snemma í jarðsögunni. Lofthjúpurinn er viðkvæmasti en um leið miklvægasti hluti jarðarinnar. Hann ver lífið gegn skaðlegri geislun frá sólinni og geimnum og heldur hitastiginu jöfnu. Án lofthjúpsins væri lífið óhugsandi.

Lofthjúpurinn er lagskiptur þótt engin föst mörk séu á því hvar hann endar og hvar geimurinn tekur við. Gjarnan er þó talað um að geimurinn byrji í 100 km hæð en 99,99997% af lofthjúpnum er undir þeirri hæð. Lofthjúpurinn þynnist eftir því sem ofar dregur og er þykkastur næst yfirborði jarðar. Loftþrýstingur er mældur í loftþyngdum (atm) þar sem ein loftþyngd er um það bil þrýstingurinn við sjávarmál eða ein loftþyngd.

Lofthjúpi jarðar skiptist í fjögur lög og hvörf þar á milli:

  • Veðrahvolf (e. troposphere) er næst yfirborði jarðar og nær 9 km hæð við pólsvæðin en 12 km hæð við miðbauginn. Í veðrahvolfinu dregur jafnt og þétt úr hitastigi með aukinni hæð, frá 18°C meðalhita við yfirborðið niður í -55°C við efri mörk þess. Innan veðrahvolfsins verða flestöll veðrabrigði jarðar og dregur hvolfið nafn sitt af því.
  • Heiðhvolf (e. stratosphere) tekur við af veðrahvolfinu og teygir sig úr 10 km hæð upp í tæplega 50 km hæð. Í heiðhvolfinu hækkar hitastigið og nær mest 0°C við efri mörk hvolfsins. Í heiðhvolfinu er mestur hluti ósonsins í lofthjúpnum að finna í 15 til 30 km hæð. Hækkandi hitastig heiðhvolfsins má rekja til þess að óson gleypir í sig geislun sólar.
  • Miðhvolf (e. mesosphere) teygir sig úr 50 km hæð upp í 85 km hæð. Í þessu hvolfi lækkar hitastigið úr frosmarki niður í -85°C við efri mörk hvolfsins. Flestir loftsteinar brenna upp í þessu hvolfi.
  • Hitahvolf (e. thermosphere) hitahvolfið tekur við af miðhvolfinu og teygir sig upp í 640 km hæð. Hér hækkar hitastigið aftur þegar gastegundirnar gleypa í sig sólarorku.

Auk þessara eru jónahvolf og úthvolf. Í jónahvolfinu (milli 60 og 400 km hæð) slítur sólarorkan rafeindir af nitur- og súrefnisatómum svo eftir standa jákvætt hlaðnar jónir. Þegar hlaðnar agnir frá sólvindinum rekast á jónir jónahvolfsins og við það myndast orka. Orkuna sjáum við sem eina stórkostlegustu ljósaýningu náttúrunnar, norðurljósin. Jónahvolfið verkar ennfremur sem spegill sem endurvarpar útvarpssendingum og gerir mönnum kleift að tala saman yfir langar vegalengdir. Í úthvolfinu (milli 500 og 10.000 km hæð) losna atóm frá lofthjúpnum og streyma út í geiminn. Úthvolfið er seinasta lag lofthjúpsins áður en milligeimurinn tekur við.

Sjá nánar: Lofthjúpur jarðar
Sjá nánar: Af hverju er himinninn blár?

Veður og loftslag

 

Góða umfjöllun um gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar á jörðinni má finna á Loftslag.is.

Jöklar

Sjá nánar: Jöklar

Jarðsagan

 

 

Sjá nánar: Saga lífs og jarðar

Segulsvið

 

Sjá nánar: Norðurljósin

Lífið

 

Sjá nánar: Uppruni lífs
Sjá nánar: Mótun lífs

Tunglið

Sjá nánar: Tunglið

Tunglið eða máninn er eini náttúrulegi fylgihnöttur jarðar. Tunglið er nokkuð stórt miðað við jörðina eða tæplega fjórðungur af þvermáli jarðar. Tungl jarðar er þar af leiðandi stærsti fylgihnöttur sólkerfisins sé miðað við stærð móðurreikistjörnunnar en annars fimmta stærsta tungl sólkerfisins á eftir Ganýmedesi, Títan, Kallistó og Íó.

Árið 1975 komu tveir rannsóknarhópar fram með þá kenningu að hnöttur á stærð við Mars, sem stundum er kallaður Þeia, hafi rekist á jörðina fyrir um 4,5 milljörðum árum þegar hún var að myndast. Við þennan árekstur hafa hnettirnir tveir runnið saman; kjarnarnir sameinuðust en efni úr möttli annars eða beggja losnaði frá og storknaði síðan á braut um jörðina. Þessi kenning útskýrir meðal annars skort á járni og rokgjörnum efnum á tunglinu og þá staðreynd að efnasamsetningin er mjög lík skorpu jarðar. Líklegt þykir að möndulhalli jarðar hafi að einhverju leyti ráðist af þessum árekstri.

Augljóstustu og áþreifanlegustu áhrif tunglsins á jörðina eru sjávarföll, sem til verða af völdum þyngdartogs milli jarðar og tunglsins. Sömu áhrif og valda flóði og fjöru hér á jörðinni (flóðkraftar) hafa orðið til þess að tunglið snýr alltaf sömu hliðinni að jörðinni. Ástæðan er sú að tunglið snýst einn hring umhverfis jörðina á sama tíma og það snýst einu sinni umhverfis sjálft sig. Tunglið lýkur einni hringferð umhverfis jörðina á næstum 30 dögum eða einum mánuði. Sólin lýsir þá á mismunandi hluta þess sem leiðir til kvartilaskipta.

Flóðkraftar valda því að tunglið fjarlægist jörðina um 38 mm á ári. Að sama skapi lengist sólarhringurinn á jörðinni um 23 míkrósekúndur á ári. Safnast þegar saman kemur enda sýna rannsóknir líffræðinga að fyrir um 400 milljón árum, á Devonsskeiðinu var hver sólarhringur tæplega 21 klukkustund og 50 mínútur og eitt ár þar af leiðandi 400 sólarhringar.

Frá jörðu séð er tunglið rétt nógu langt í burtu til að sýnast álíka stórt á himninum og sólin. Hornstæð beggja hnatta á himninum er hálf gráða eða svo vegna þess að sólin er 400 stærri að þvermáli en tunglið og 400 sinnum lengra í burtu. Þess vegna geta almyrkvar á sólu átt sér stað.

Tölulegar upplýsingar

Meðalfjarlægð frá sólu: 149.600.000 km = 1 SE
Mesta fjarlægð frá sólu:
152.100.000 km = 1,017 SE
Minnsta fjarlægð frá sólu:
147.100.000 km = 0,983 SE
Miðskekkja brautar:
0,017
Meðalbrautarhraði um sólu: 29,8 km/s
Umferðartími um sólu: 365,256 dagar = 1 ár
Snúningstími: 23 klst, 56 mín og 4 sek
Möndulhalli: 23,44°
Brautarhalli:

Þvermál:
12.756 km
Ummál
40.075 km (um miðbaug)
Massi:
5,974 x 1024 kg
Massi (jörð=1):
1
Eðlismassi:
5,52 g/cm3
Þyngdarhröðun:
9,8 m/s2 (1 g)
Lausnarhraði: 11,2 km/s
Meðalhitastig yfirborðs:
+15°C
Hæsti yfirborðshiti: +58°C
Lægsti yfirborðshiti:
-89°C
Endurskinshlutfall:
0,37
Loftþrýstingur við yfirborð:
101,3 kPa (1013 mb)
Efnasamsetning lofthjúps: 78,08% nitur (N2)
  20,95% súrefni (O2)
  0,93% argon (Ar)
  0,04% koldíoxíð (CO2)
  0,00182% neon (Ne)
  0,00052% helíum (He)
  0,00017% metan (CH4)
  0,000114% krypton (Kr)
  0,000055% vetni (H2)
  0,000009% xenon (Xe)
  0,000007% óson (O3)

Tengt efni

 

Myndir

Jörðin frá MESSENGER

Jörðin frá MESSENGER

Ljósmynd sem MESSENGER geimfarið tók 2. ágúst 2005 úr 2348 km fjarlægð á leið sinni til Merkúríusar. Myndin er tekin yfir miðju Kyrrahafi og sjá má Suður-Ameríku til hægri Norður-Ameríku til vinstri. Ef nánar er að gáð sést reykur frá skógareldum í Amazon regnskóginum.

Sarychev eldfjallið á Kúrileyjum gýs

Þessa ljósmynd tók geimfari um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni af Sarychev eldfjallinu á Matuaeyju, sem er ein Kúrileyja, norðan Japans, þann 12. júní síðstaliðinn þegar gos hófst í fjallinu. Á þessari glæsilegu mynd sést gosstrókurinn rísa hátt upp í lofthjúpinn. Hann virðist blanda af brúnni ösku og ljósleitri gufu. Ofan á gosstróknum er hvítt ský sem myndaðist þegar loftmassinn reis hratt, kólnaði og þéttist. Brennheitt gjóskuflóð flæðir niður hlíðar fjallsins og tortímir öllu sem á vegi þess verður. (Sjá nánar hér.)

Aurkeila í suður Íran

Aurkeila í suður Íran

Þessi ljósmynd sýnir aurkeilu í Fars héraði í suður Íran. Aurkeilan verður til þegar vatn flytur set úr Zagros fjöllunum og dreifir úr sér yfir stærra svæði. Íbúar héraðsins nýta vatnið til að yrkja jörðina. Aurkeilur sem þessar eru t.d. mjög algengar í eyðimörkum á jörðinni.

Myndin var tekin með Terra gervitungli NASA þann 12. október 2004.

Vorblómi við Íslandsstrendur

Vorblómi við Íslandsstrendur

Á vorin vaknar gróður af dvala og grænn litur verður áberandi. Þetta gerist líka í hafinu. Á vorin myndast lagskipting í yfirborði sjávar vegna hækkandi hita og vorbráðnunar sem veldur því að ferskvatnsstreymi til sjávar eykst við strandsvæði. Yfir vetrartímann hafa næringarefni (nitur, fosfór og kísill) blandast upp til yfirborðsin. Það er grundvöllur þess að vorblómi þörunga geti átt sér stað. Vorblómi þörunganna byrjar fyrst á vorin við strendurnar en færist svo utar eftir því sem á líður. Vorblóminn er mikilvægur liður í að tryggja að sjávarlífverur hafi nóg af æti.

Regnskuggi í Andesfjöllunum í Bólivíu

Regnskuggi í Andesfjöllunum í Bólivíu

Andesfjöllin er lengsti fjallgarður heims og ná yfir endilanga Suður-Ameríku. Í fjallgarðinum skiptast á snævi þaktir tindar, regnskógar og hálendar eyðimerkur. Þessi mynd sýnir hversu skörp skil eru milli gróðursældarinnar og skraufþurrar eyðimerkurinnar. Þessi skörpu skil myndast vegna regnskugga eða vars, þar sem rakt og svalt sjávarloft missir smám saman raka sinn þegar það færist innar í landið.

Eldgos á Fimmvörðuhálsi

Eldgos á Fimmvörðuhálsi

Þann 20. mars 2010 opnaðist 500 metra löng gossprunga á Fimmvörðuhálsi milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Voru þá 189 ár liðin frá seinasta gosi í Eyjafjallajökli. Gosstrókar náðu tugi metra upp í loftið og hraun rann í tignarlegum fossum niður í Hraunagil og Hvannárgil. Ný sprunga opnaðist 31. mars norðvestan við eldri sprunguna. (Sjá nánar á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Fleiri myndir á vef NASA.)

 

Heimildir:

 

 

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook