Spirit

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Facebook
Könnunarjepparnir Spirit og Opportunity eru hluti af svonefndu Mars Exploration verkefni NASA. Spirit jeppanum var skotið áleiðis til Mars 10. júní 2003 en Opportunity 7. júlí 2003. Þessir tvíburajeppar, sem hvor um sig er aðeins 180 kg, byggja á sömu tækni og fyrirrennari þeirra Sojourner sem fór með Pathfinder leiðangrinum 1997, en töluvert stærri. Nöfn jeppana eru sótt í hugmynd níu ára stúlku frá Arizona en uppástungur hennar sigruðu í samkeppni sem staðið var fyrir. Þegar komið verður til Mars í janúar 2004 mun hitaskjöldur koma þeim langleiðina inn í lofthjúpinn en þá tekur fallhlíf við og þá loks loftpúðar sem tryggja örugga lendingu. Þessir fjarstýrði jarðfræðingar eru búnir vélararmi, bor, þremur litrófsmælum og fjórum myndavélum sem gera þeim kleift að taka þrívíða mynd af umhverfinu, rétt eins og ef maður væri staddur á yfirborðinu plánetunnar. Hver jeppi getur ferðast allt að 100 metra á dag. Verkefnið stendur í að minnsta kosti níutíu daga og á þeim tíma munu jepparnir ferðast til fjölda staða til að framkvæma rannsóknir á bergi og jarðvegi Mars. Á báðum lendingarstöðunum eru vísbendingar um að fljótandi vatn hafi eitt sinn runnið þar um.

Meginmarkmið könnunarjeppana tveggja eru sjö:

•    Leita eftir og rannsaka fjölda ólíkra steintegunda og jarðefni sem gætu geymt vísbendingar um tilveru vatns í fyrndinni.
•    Gera kort af staðsetningum ólíkra steina og jarðefna umhverfis lendingarstaðinn.
•    Ákvarða hvaða kraftar hafa mótað landslagið – vindur, vatn, eldvirkni eða loftsteinaárekstrar? – og hvernig kraftarnir haga sér við mótun landslagsins.
•    Framkvæma mælingar á áhugaverðum stöðum yfirborðsins sem geimför á braut hafa kannað. Með slíkum upplýsingum getum við notað það sem við lærum af lendingarstöðum Mars jeppanna og dregið ályktanir út frá þeim upplýsingum um aðra álíka staði á yfirborði Mars, frá sporbaugsförum séð.
•    Leita að steinefnum sem innihalda járn og vatn eða virðast hafa myndast í vatni.
•    Kanna steinefni og samsetningu í bergi og jarðvegi og hvernig þeir mynduðust.
•    Leita að vísbendingum um hvernig umhverfið var þegar fljótandi vatn var til staðar – var hlýtt eða kalt? Var lofthjúpurinn þykkari eða ekki? Entist vatnið í langan tíma eða ekki? Var umhverfið lífvænlegt?

Það eru líka nokkrir hlutir sem könnunarjepparnir eru ekki hannaðir til að gera:

•    Jepparnir eru ekki að leita að lífi á Mars, einungis að vísbendingum um lífvænlegt umhverfi
•    Jepparnir eru ekki að leita eftir fljótandi vatni. Lofthjúpur Mars er það þunnur við lendingarsvæðin að allt vatn myndi sjóða burt á augabragði. Vatnið er líklega grafið hundruð metra undir yfirborðinu en jepparnir geta ekki grafið né borað nægilega djúpt til að finna það.
•    Jepparnir eru ekki í sýnasöfnun til að koma með til jarðar. NASA ráðleggur sýnasöfnunarferð einhvern tíma eftir 2014.

Spirit jeppinn lenti í Gusev gígnum á suðurhveli Mars aðfaranótt 5. janúar 2004 á íslenskum tíma og sendi fyrstu myndirnar stuttu seinna. Opportunity lenti á Meridiani lágsléttunni 25. janúar 2004.

Gusev gígurinn er 160 km í þvermál og virðist vera settjörn, hluti af Ma’adim Vallis sem er 800 km langur farvegur, rofinn við suðurbrún gígsins. Rannsóknir benda til þess að vatni gæti hafa safnast í Gusev á fyrstu tveim milljörðum ára í sögu Mars, en á þeim tíma er talið að loftslag plánetunnar hafi verið mikið virkara en í dag. Líffræðingar og jarðfræðingar bíða því spenntir eftir því að sjá hvers konar set safnast hefur saman á botni gígsins.
Spirit könnunarjeppinn lenti heilu og höldnu í Gúsev-gígnum á yfirborði Mars þann 4. janúar 2004 klukkan 05:30 að íslenskum tíma. Skömmu síðar sendi hann fyrstu myndirnar af lendingarsvæðinu til jarðar. Lendingarsvæðið er töluvert ólíkt lendingarsvæðum Víkinganna og Pathfinder.

Engir steinar voru fyrir jeppanum sem gætu hafa hindrað hann í að komast á yfirborðið.


Spirit jeppinn lenti í Gusev gígnum á suðurhveli Mars aðfaranótt 5. janúar 2004 á íslenskum tíma og sendi fyrstu myndirnar stuttu seinna. Opportunity lenti á Meridiani lágsléttunni 25. janúar 2004.

Gusev gígurinn er 160 km í þvermál og virðist vera settjörn, hluti af Ma’adim Vallis sem er 800 km langur farvegur, rofinn við suðurbrún gígsins. Rannsóknir benda til þess að vatni gæti hafa safnast í Gusev á fyrstu tveim milljörðum ára í sögu Mars, en á þeim tíma er talið að loftslag plánetunnar hafi verið mikið virkara en í dag. Líffræðingar og jarðfræðingar bíða því spenntir eftir því að sjá hvers konar set safnast hefur saman á botni gígsins.

Myndir af yfirborði Mars
Facebook