Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Fylgitungl Úranusar

Umhverfis Úranus ganga 27 þekkt tungl. Af þeim eru fimm nokkuð stór og hnöttótt en flest afar smá með óreglulega lögun.

William Herschel uppgötvaði fyrstu tvö tunglin umhverfis Úranus árið 1787, þau Óberon og Títaníu. Nafni hans William Lassell, sá sem uppgötvaði Tríton umhverfis Neptúnus, uppgötvaði önnur tvö, þau Aríel og Úmbríel. Nærri öld síðar fann Gerard Kuiper Míröndu árið 1948.

Þegar Voyager 2 flaug framhjá Úranusi árið 1986 þrefaldaðist tunglafjöldinn. Voyager 2 fann tíu tungl sem eru milli 26 og 154 km að þvermáli, þau Júlíu, Pukk, Kordelíu, Ófelíu, Bíönku, Desdemónu, Portíu, Rósalindu, Kressídu og Belindu. Öll innstu tungl Úranusar, þau sem Voyager fann, virðast úr blöndu íss og bergs. Samsetning tunglanna utan brautar Óberons er óþekkt en líklega eru þau smástirni sem Úranus fangaði.

Eftir heimsókn Voyagers hafa stjörnufræðingar fundið tólf tungl til viðbótar eftir athuganir frá jörðinni. Öll þessi tungl eru enn smærri en þau sem Voyager fann eða milli 10 og 16 km að þvermáli og mjög dökkleit.

Míranda, innsta og smæsta tunglið af þeim fimm stærstu, hefur afar einkennilegt yfirborð sem er mjög ólíkt öllum oðrum í sólkerfinu. Svo virðist sem tunglið hafi brotnað upp og hnoðast einhvern veginn saman aftur. Þar er fjöldi gíga, stórgerð lagskiptin og landslag sem virðist annað hvort ævafornt eða frekar ungt.

Nöfn

Tungl Úranusar eru nefnd eftir persónum úr verkum ensku skáldanna William Shakespeare og Alexanders Pope. Þessa nafnahefð má rekja til John Herschel, sonar Williams Herschel, sem árið 1852 stakk upp á þessum nöfnum að áeggjan Williams Lassell sem hafði uppgötvað Aríel og Úmbríel árið áður. Lassell hafði fyrr haldið í heiðri nafnahefð Herschels sjálfs fyrir þau sjö tungl Satúrnusar sem þá þekktust. Árið 1848 hafði Lassell nefnt áttunda Satúrnusartunglið sem hann fann Hýperíon, samkvæmt nafnahefð Herschel.

Tafla yfir fylgitungl Úranusar

Röð
Tungl nr. Heiti:
Þvermál (km):
Fjarlægð (km): Umferðartími (dagar):
Uppgötvað af
Uppgötvað árið
1
VI Kordelía 40
50.000
0,3 Voyager 2 1986
2
VII Ófelía 42 54.000 0,4
Voyager 2
1986
3
VIII
Bíanka 51 60.000
0,4
Voyager 2
1986
4
IX
Kressída 80 62.000
0,5
Voyager 2
1986
5
X Desdemóna 64 63.000
0,5
Voyager 2
1986
6
XI Júlía 93 64.000
0,5
Voyager 2
1986
7
XII
Portía 135
66.000
0,5
Voyager 2
1986
8
XIII
Rósalind 72
70.000
0,6
Voyager 2
1986
9
XXVII
Kúpid 10
74.800 0,6
Hubblessjónaukinn 2003
10
XIV
Belinda 80 75.000
0,6
Voyager 2
1986
11
XXV
Perdíta 20 76.500
0,6
Voyager 2
1986
12
XV
Puck 162
86.000
0,8
Voyager 2 1985
13
XXVI
Mab 10 98.000
0,9
Hubblessjónaukinn
2003
14 V
Míranda 471 129.390
1,4 Gerard Kuiper
1948
15
I Aríel 1158 191.020
2,5
William Lassell
1851
16
II
Úmbríel 1169
266.300 4,1
William Lassell
1851
17 III
Títanía 1578 435.910
8,7 William Herschel
1787
18 IV
Óberon 1522 583.520
13
William Herschel
1787
19 XXII
Fransiskó 22 4.276.000
267
Holman, Gladman o.fl. 2001
20 XVI Kalíban 72 7.231.000
580 Gladman o.fl.
1997
21 XX
Stefanó 32 8.004.000 677
Gladman o.fl.
1999
22 XXI Trinkúló 18 8.504.000 748 Holman o.fl. 2001
23
XVII Sýkórax 150 12.179.000
1286
Gladman o.fl.
1997
24
XXIII
Margrét 20 14.345.000
1697
Sheppard og Jewitt 2003
25
XVIII Prosperó 50 16.256.000
1978
Holman, Gladman o.fl.
1999
26
XIX Setebos 47 17.418.000 2228
Kavelaars o.fl.
1999
27
XXIV
Ferdínand 21 20.901.000 2792 Holman, Gladman o.fl.
2001
Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook