Galíleó Galílei

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook
Galíleó Galílei
Galíleó Galílei
Portrett af Galíleó Galílei eftir Giusto Sustermans
Fæddur 15. febrúar 1564 í Písa á Ítalíu
Dáinn 8. janúar 1642 í Arcetri í Toskana á Ítalíu (78 ára)
Stofnanir Háskólinn í Písa
Háskólinn í Padúa

Galíleó Galílei (15. febrúar 1564 – 8. janúar 1642) var ítalskur eðlis-, stærð- og stjörnufræðingur sem lék lykilhlutverk í vísindabyltingunni á endurreisnartímanum. Galíleó beitti fyrstur manna sjónauka til rannsókna á stjörnuhimninum og áttaði sig á því hvað hann sá. Eftir það varð Galíleó gallharður stuðningsmaður sólmiðjukenningar Kópernikusar. Galíleó hefur því oft verið nefndur faðir nútíma stjörnufræði og vísinda. Með sjónaukanum sínum uppgötvaði Galíleó fjögur fylgitungl Júpíters sem nefnd eru Galíleótunglin honum til heiðurs. Galíleó rannsakaði ennfremur sólbletti á sólinni og kvartilaskipti tunglsins og Venusar.

Galíleó var stuðningsmaður sólmiðjukenningar Kópernikusar. Fram á hans daga var jarðmiðjukenning Aristótelesar almennt viðurkennd og skapaði Galíleó sér talsverð vandræði með stuðningi sínum við hans. Bók Kópernikusar Um snúning himinhnattanna var á bannlista kaþólsku krikjunnar þar sem hún var í hrópandi andstöðu við ritninguna. Galíleó var neyddur til að hafna sólmiðjukenningunni og varði seinustu æviárum sínum í stofufangelsi á heimili sínu í Toskana á Ítalíu.

Sjá nánar: Hver var Galíleó Galílei á Vísindavefnum

 

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook