Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Hecates Þolus

Hecates Þolus (Hecates Tholus) er fremur lítil dyngja á mælikvarða Mars. Fjallið er á norðausturhluta Elysiumsléttunnar og rís ekki nema 5,3 km upp úr yfirborðinu en er 183 km í þvermál. Á tindi fjallsins er 10 km breið og 600 metra djúp askja. Myndir frá Mars Express geimfarinu sýna að askjan er í raun fjórar öskjur sem yngjast eftir því sem sunnar dregur. Á norðvesturhlíðum fjallsins sjást merki um gjóskuflóð. Orðið þolus (tholus) merkir bungulaga fjall eða hæð.

Mynd frá Mars Express sem sýnir fimm misgamlar öskjumyndanir í Hecates Þolus. Aldur askjanna er frá um það bill 2 milljörðum ára niður í um 100 milljón ár.

Heimildir:

 

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook