Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Herkúles

 

Efnisyfirlit

Herkúles er eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Hann er í hópi stærstu stjörnumerkja á himinhvelfingunni og lendir í 5. sæti í stærðarröð stjörnumerkjanna.

Herkúles er norðan við miðbaug himinsins og markast af stjörnumerkjunum Drekanum í norðri, Hjarðmanninum, Norðurkórónunni og Höggormshöfðinu í vestri, Naðurvalda í suðri og stjörnumerkjunum Erninum, Örinni, Litlaref og Hörpunni í austri.

Herkúles er eitt þeirra 48 stjörnumerkja sem Ptólmæos lýsir í ritum sínum.

Herkúles á himninum yfir Íslandi

Auðveldast er að finna Herkúles á milli tveggja skærra stjarna, Vegu í Hörpunni og Arktúrusar í Hjarðmanninum. Herkúles þekkist best á fjórum björtum stjörnunum sem mynda ferhyrnt mynstur sem er breiðara að ofan en neðan. Á vesturhlið þessa afbakaða ferhyrnings situr Kúluþyrpingin mikla M13 sem sést sem daufur þokublettur þar sem ljósmengun spillir ekki himninum. Hún sést mun stærri þokuflekkur í litlum sjónaukum en er stórglæsileg í meðalstórum og stórum stjörnusjónaukum. Hún er í um 13 þúsund ljósára fjarlægð frá sólkerfinu okkar.

Herkúles er best að skoða á kvöldin frá ágúst og fram í byrjun nóvember.  

Stjörnumerkið Herkúles yfir Íslandi

Stjörnumerkið Herkúles á næturhimninum yfir Íslandi að hausti (1. október) kl. 22:00. Horft í vestur. Stjörnumerkið Drekinn er í norðri, Hjarðmaðurinn, Norðurkórónan og Höggormshöfuðið í vestri, Naðurvaldi í suðri og Örninn, Örin, Litlirefur og Harpan í austri. Myndin er úr Starry Night forritinu.

Stjörnukort sem sýnir staðsetningu Herkúlesar og Norðurkórónunnar
Stjörnukort sem sýnir staðsetningu Herkúlesar og Norðurkórónunnar á milli Vegu í Hörpunni og Arktúrusar í Hjarðmanninum. Smellið á myndina til þess að ná í stærra kort.
Stjörnukort af Herkúlesi og Norðurkórónunni
Stjörnukort af Herkúlesi og Norðurkórónunni sem sýnir staðsetningu kúluþyrpinganna M13 og M92. Smellið á myndina til þess að ná í stærra kort.
Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook