Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Kassíópeia

 

Efnisyfirlit

Kassíópeia er eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Hún er fremur smá um sig og er í 25. sæti í stærðarröð stjörnumerkjanna.

Kassíópeia er nálægt norðurpól himins og markast af stjörnumerkjunum Sefeusi í norðri, Eðlunni í vestri, Andrómedu í suðri, Perseifi (Perseusi) í suðaustri og Gíraffanum í austri.

Kassíópeia er eitt þeirra 48 stjörnumerkja sem Ptólmæos lýsir í ritum sínum.

Kassíópeia á himninum yfir Íslandi

Kassíópeia er svo nálægt norðurpól að hún er pólhverf og er því alltaf sjáanleg á himninum yfir Íslandi. Hún er nánast beint fyrir ofan stjörnuskoðendur á vetrarkvöldum í kringum áramótin.

Kassíópeia er bjart og auðþekkjanlegt stjörnumerki. Björtustu stjörnurnar mynda stafinn „W“ og er hún því leiðarmerki til þess að finna önnur fyrirbæri á himinhvelfingunni.

Kassíópeia yfir Íslandi

Stjörnumerkið Kassíópeia á íslenska næturhimninum að haustlagi (15. október) klukkan 21:00. Horft er í austurátt. Litlibjörn (ásamt Pólstjörnunni) og Sefeus í norðri, Eðlan í vestri, Andrómeda í suðri, Perseifur í suðaustri og Gíraffinn í austri. Myndin er úr Starry Night forritinu.

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook