Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Námskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun

Undanfarin ár hafa Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn staðið fyrir námskeiðum um stjörnufræði og stjörnuskoðun. Námskeiðin eru ætluð þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin og er boðið upp á fræðslu um áhugaverð fyrirbæri á himninum auk kennslu í grunnatriðum sem tengjast sjónaukum. Skemmst er frá því að segja að námskeiðin hafa hlotið góðar undirtektir og vonandi hjálpað einhverjum af stað við að leggja stund á þetta skemmtilega áhugamál.

Næsta stjörnuskoðunarnámskeið fer fram haustið 2010. Verður það með svipuðu sniði og síðast: blanda af fyrirlestrum og fræðslu um sjónauka. Skráning er hafin og eru nánari upplýsingar á námskeiðasíðunni.

  • Nánar um námskeið hér.

Fræðsla fyrir börn um stjörnufræði og UNAWE verkefnið

UNAWE (Universe Awareness for Young Children) er alþjóðlegt samstarf sem miðar að því að fræða börn á aldrinum fjögurra til tíu ára um undur alheimsins. Íslendingar gerðust þátttakendur í samstarfinu haustið 2008 og eru krakkanámskeið um stjörnuskoðun og stjörnufræði hluti af þessu verkefni.

Hér er umfjöllun um krakkanámskeið fyrir börn á aldrinum 5 til 13 ára sem stjörnuskoðunarfélagið stóð fyrir í mars 2009.

Hér er umfjöllun um sólkerfisrölt í apríl 2009 þar sem 7. bekkur B í Melaskóla setti upp líkan af sólkerfinu í miðbæ Reykjavíkur.

Upplýsingar um krakkanámskeið verða birtar hér á Stjörnufræðivefnum og á vef Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness þegar dagsetningar liggja fyrir.

Stjörnuskoðun með skólahóp

Við á Stjörnufræðivefnum höfum tekið saman leiðbeiningar fyrir kennara sem vilja halda stjörnuteiti fyrir nemendur: 

Stjörnuskoðun með skólahóp

Námskeið fyrir kennara í tilefni af alþjóðaári stjörnufræðinnar 2009

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn stóðu fyrir þremur námskeiðum fyrir grunnskólakennara síðastliðið haust bæði á Akureyri og í Valhúsaskóla. Alls mættu 50 kennarar sem fengu fræðslu um stjörnufræði og reyndu sig á nokkrum verkefnum sem útbúin hafa verið fyrir nemendur á miðstigi og efsta stigi.

Upplýsingar um kennaranámskeið verða birtar hér á Stjörnufræðivefnum og á vef Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness þegar dagsetningar liggja fyrir.

Amateur Astronomical Society of Seltjarnarness and Stjörnufræðivefurinn (this website) organized a workshop for children at the age of 5-13 and their parents in March 2009. The workshop was a part of the UNAWE project in Iceland.

Here is a short article on the workshop (+some pictures).

Here is a short article (in Icelandic) (+some pictures) on a solar system walk organized by a class of twelve years old children in Reykjavik's Center in April 2009. The solar system walk was a part of the international event 100 hours of Astronomy.

Í lok hvers námskeið er farið út og stjörnurnar skoðaðar, þegar veður leyfir. Allir fá þá leiðsögn um himinninn og einkakennslu á eigin sjónauka.
Mynd: Grétar Örn Ómarsson

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook