Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Litlibjörn

 

Efnisyfirlit

Litlibjörn eru eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Hann er smár um sig og lendir í 56 sæti í stærðarröð stjörnumerkjanna. Stjörnumerkið Drekinn umlykur nánast allan Litlabjörn en hann liggur einnig að stjörnumerkjunum Sefeusi og Gíraffanum.

Norðurpóll himins er í skottinu á Litlabirni og er Pólstjarnan nánast beint yfir norðurpól jarðarinnar. Þetta þýðir að hún er alltaf í norði hjá þeim sem búa við miðbaug. Þetta nýttu sæfarar fyrri alda sér áður en áttavitinn kom til sögunnar. Ef myndavél er stillt upp og látin taka mynd af himninum í nokkurn tíma má sjá hvernig stjörnurnar virðast snúast umhverfis Pólstjörnuna. Í raun er það ekki himinninn sem snýst heldur snúumst við með jörðinni.

Litlibjörn er eitt þeirra 48 stjörnumerkja sem Ptólmæos lýsir í ritum sínum.

Litlibjörn á himninum yfir Íslandi

Björtustu stjörnurnar í Litlabirni raðast upp í mynstur sem minnir á Karlsvagninn í Stórabirni og er Litlibjörn því stundum nefndur Kvenvagninn.

Til þess að finna Litlabjörn er best að nota tvær fremstu stjörnurnar í Karlsvagninum sem benda upp frá Karlsvagninum í átt að Pólstjörnunni. Vandamálið er hins vegar að einungis þrjár stjörnur í Litlabirni eru nógu bjartar til þess að sjást greinilega frá þéttbýli. Þessar þrjár stjörnur eru Pólstjarnan og fremstu stjörnurnar tvær. Það er stundum haft til marks um góðar aðstæður ef hægt er að sjá allar sjö stjörnurnar sem mynda vagninn í Litlabirni því daufasta stjarnan er af birtustiginu +4,9. 

Þar sem norðurpóll himinsins er staðsettur í skotti Litlabjarnar þá er hann pólhverfur og er því alltaf uppi á næturhimninum yfir Íslandi. 

Stjörnumerkið Litlibjörn á himninum yfir Íslandi

Stjörnumerkið Litlibjörn á næturhimninum yfir Íslandi um miðjan vetur (1. janúar) kl. 22:00. Horft í norður. Stjörnumerkin umhverfis Litlabjörn á myndinni eru Drekinn, Sefeus og Stóribjörn. Myndin er úr Starry Night forritinu.

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook