Ljónsþrenningin (Leo Triplet)

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook
Ljónsþrenningin (Leo Triplet)
Ljónsþríeykið (Leo Triplet)
Ljónsþrenningin (Leo Triplet) með NGC 3628 (efst), Messier 65 (hægri) og Messier 66 (neðst).
Helstu upplýsingar
Stjörnumerki Ljónið
Stjörnulengd 11klst 17mín 
Stjörnubreidd +13° 25′
Fjarlægð ~35 milljón ljósár 

Ljónsþrenningin (Leo Triplet) (einnig þekkt sem M66 hópurinn) er lítill vetrarbrautahópur í um 35 milljón ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Ljóninu. Þrenningin samanstendur af þyrilvetrarbrautunum M65, M66 og NGC 3628 (sjá mynd Robert Gendler).


Tegund
Stjörnulengd
Stjörnubreidd Rauðvik
(km/s)
Sýndarbirtustig
M65 Sb/Sa 11klst 18m 56.0s +13° 05′ 32″ 807 ± 3
10,3
M66
Sb+
11klst 20m 15.0s
+12° 59′ 30″ 727 ± 3 9,7
NGC 3628
Sb
11klst 20m 17.0s +13° 35′ 23″ 843 ± 3 9,4

NGC 3628

NGC 3628 er þyrilvetrarbraut á rönd í Ljónsþrenningunni. Hana uppgötvaði William Herschel þann 8. apríl, 1784.

Frá vetrarbrautinni liggur næstum 300.000 ljósára langur straumur úr ungum bláum stjörnum, svonefndur flóðhali sem sést vel á þessari mynd. Halinn myndast vegna þyngdartogs frá nágrannavetrarbrautunum.

NGC 3628 er daufasta vetrarbrautin í hópnum. Hana er þar af leiðandi erfiðast að sjá í gegnum litla áhugamannasjónauka. Stjörnuáhugafólk getur engu að síður komið auga á hana með sínum stjörnusjónaukum. Hún sést leikandi í 6 tommu spegilsjónauka en með 8 tommu sést rykröndin sem liggur þvert í gegnum hana, eins og höfundur þessarar greinar hefur sannreynt. Rykröndin hylur bjarta miðsvæðið í vetrarbrautinni og stærstan hluta af björtu ungu stjörnuþyrpingunum í þyrilörmunum. Rykröndin hefur afmyndast af völdum þyngdartogs frá nágrannavetrarbrautunum.

NGC 3628

Stjörnukort

 

- Sævar Helgi Bragason

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook