M65 - Þyrilvetrarbraut í Ljóninu

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook
Messier 65
M65 - Þyrilvetrarbraut í Ljóninu
Þyrilvetrarbrautin M65
Helstu upplýsingar
Stjörnumerki Ljónið
Stjörnulengd 11klst 17mín 55,9sek
Stjörnubreidd +13° 05′ 32″
Fjarlægð ~35 milljón ljósár 
Sýndarbirtustig 10,25
Hornstærð
8,7 x 2,5 bogamínútur
Tegund
Sa
Sjónstefnuhraði
807 ± 3 km/s

Messier 65 (M65, NGC 3623) er þyrilvetrarbraut í um 35 milljón ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Ljóninu. Vetrarbrautin er hluti af Ljónsþrenningunni svonefndu sem samanstendur af þyrilvetrarbrautunum M65, M66 og NGC 3628.

Franski stjörnufræðingurinn Charles Messier uppgötvaði M65 og færði í skrá sína þann 1. mars, 1780 ásamt nágrannavetrarbrautinni M66. Messier lýsir henni sem „mjög daufri þoku án stjarna.”

M65 virðist hafa afmyndast frekar lítið þótt hún sé nálægt nágrönnum sínum og verði þar af leiðandi fyrir áhrifum frá þeim. Miðjan er mjög þétt og þyrilarmarnir sömuleiðis. Á þeirri hlið skífunnar sem snýr að okkur sést áberandi rykrönd. Bjartasti hluti skífunnar er greinilega að mestu leyti út gömlum stjörnum. 

Tenglar

  • Messier 65 á WikiSky: DSS2, SDSS, GALEX, IRAS, H-α, Röntgen, ljósmynd
  • Mynd Robert Gendler af M65

Heimildir

  1. NASA/IPAC Extragalactic Database
  2. SEDS Messier: Messier 65

 

- Sævar Helgi Bragason

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook