Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Ökumaðurinn

 

Efnisyfirlit

Ökumaðurinn er eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Stjörnumerkið er í meðallagi að stærð og lendir í 21. sæti í stærðarröð stjörnumerkjanna.

Ökumaðurinn er á norðurhveli himinhvelfingarinnar og markast af stjörnumerkjunum Gíraffanum í norðri, Perseifi (Perseusi) í vestri, Nautinu og Tvíburunum í suðri og Gaupunni í austri.

Ökumaðurinn er eitt þeirra 48 stjörnumerkja sem Ptólmæos lýsir í ritum sínum.

Ökumaðurinn á himninum yfir Íslandi

Ökumaðurinn rís upp á kvöldhimininn þegar líða tekur á haustið. Stjarnan Kapella (sem einnig er nefnd Kaupmannastjarnan) er meðal björtustu stjarna á himninum og sú stjarna sem fyrst sést hátt á himni eftir að sólin sest á vorin. Ökumaðurinn er í suðri klukkan níu að kvöldi í mars.

Ökumaðurinn á næturhimninum yfir Íslandi

Stjörnumerkið Ökumaðurinn á næturhimninum yfir Íslandi um miðjan vetur (15. desember) kl. 22:00. Horft í suðausturátt. Stjörnumerkið Gíraffinn er í norðri, Perseifur í vestri, Nautið og Tvíburarnir í suðri og Gaupan í norðaustri. Myndin er úr Starry Night forritinu.

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook