Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Pavonisfjall

Pavonisfjall er að finna milli Ascraeusfjalls í norðri og Arsiafjalls í suðri á Þarsisbungunni á Mars. Nafn fjallsins er dregið af latneska heitinu yfir páfugl. Fjallið gæti því kallast Páfuglsfjall á íslensku. Pavonisfjall rís um 14 km upp úr meðalhæð yfirborðsins og fannst á myndum sem Mariner 9 tók árið 1971. Í vesturhlíðum fjallsins eru keðja dælda sem mynduðust þegar þak hrauntraðar gaf sig.

Mynd frá Mars Global Surveyor af Pavonisfjalli sem tekin var í desember 2003.

Heimildir:

 

 

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook