Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Pegasus (Vængfákurinn)

Efnisyfirlit

Pegasus eða Vængfákurinn er eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Pegasus er 7. stærsta stjörnumerkið á næturhimninum.

Pegasus er rétt norðan við miðbaug himinsins og markast af stjörnumerkjunum Eðlunni í norðri, Svaninum í norðvestri, Litlaref, Höfrungnum og Folanum í vestri, Vatnsberanum í suðri, Fiskunum í suðaustri og Andrómedu í norðaustri.

Pegasus er eitt þeirra 48 stjörnumerkja sem Ptólmæos lýsir í ritum sínum.

Pegasus á himninum yfir Íslandi

Einfaldast er að finna Pegasus með því að finna fyrst stjörnumerkið Kassíópeiu (myndar stafinn „W“ á himninum). Fyrir neðan Kassíópeiu myndar stjörnumerkið Andrómeda bogalínu með fjórum stjörnum. Neðsta stjarnan af þessum fjórum er í einu af hornunum í Pegasusar-ferhyrningnum svonefnda sem sjá má á myndinni hér að neðan.

Pegasus sést að kvöldlagi á frá ágúst og fram í byrjun febrúar. Hann er í suðri klukkan níu að kvöldi í nóvember.

Pegasus á næturhimninum yfir Íslandi

Stjörnumerkið Pegasus (Vængfákurinn) á næturhimninum yfir Íslandi að hausti (15. október) kl. 22:00. Horft í suður. Stjörnumerkið Andrómeda er í norðaustri, Eðlan í norðri, Svanurinn í norðvestri, Höfrungurinn og Folinn í vestri, Vatnsberinn í suðri og Fiskarnir í suðaustri. Myndin er úr Starry Night forritinu.

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook