Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Perseifur (Perseus)

 

Efnisyfirlit

Perseifur (Perseus) er eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Hann er meðalstórt stjörnumerki og lendir í 24. sæti í stærðarröð stjörnumerkjanna.

Perseifur er á norðurhveli himins og markast af stjörnumerkjunum Gíraffanum og Kassíópeiu í norðri, Andrómedu og Þríhyrningnum í vestri, Nautinu í suðri og Ökumanninum í austri.

Perseifur er eitt þeirra 48 stjörnumerkja sem Ptólmæos lýsir í ritum sínum.

Loftsteinadrífan Persítar er kennd við merkið. hún nær hámarki sínu í kringum 12. ágúst ár hvert og sést því vart frá Íslandi.

Perseifur á himninum yfir Íslandi

Perseifur sést að kvöldlagi allan veturinn (frá september fram í mars). Hann er í suðri um klukkan tíu að kvöldi í kringum áramótin. Best er að finna Perseif út frá stjörnumerkinu Kassíópeiu sem er fyrir ofan hann á himninum (björtustu stjörnurnar í Kassíópeiu mynda „W“). Vetrarbrautarslæðan liggur um Perseif og þar er að finna alls konar þyrpingar og þokuslæður. Frægasta djúpfyrirbærið í merkinu er eflaust Tvíklasinn (Double Cluster) sem samanstendur af tveimur fjarlægum lausþyrpingum. Þær sjást saman sem daufur þokublettur á himninum þar sem ljósmengun spillir ekki. Þær henta vel fyrir allar gerðir hand- og stjörnusjónauka. Þær eru stórglæsilegar saman í sjónsviði í meðalstórum og stórum sjónaukum (4-5" og stærri).

Perseifur á himninum yfir Íslandi

Stjörnumerkið Perseifur á næturhimninum yfir Íslandi að haustlagi (15. október) kl. 21:00. Horft er í austurátt. Stjörnumerkin Gíraffinn og Kassíópeia eru í norðri, Andrómeda og Þríhyrningurinn í vestri, Hrúturinn og Nautið í suðri og Ökumaðurinn í austri. Myndin er úr Starry Night forritinu.

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook