Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Sefeus

 

Efnisyfirlit

Sefeus er eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Hann er í 27. sæti í stærðarröð stjörnumerkjanna.

Sefeus er með nyrstu stjörnumerkjunum á himinhvelfingunni og nær nánast alveg upp að Pólstjörnunni. Hann markast af stjörnumerkjunum Litlabirni í norðri, Drekanum í vestri, Svaninum og Eðlunni í suðri og Kassíópeiu og Gíraffanum í austri.

Sefeus er eitt þeirra 48 stjörnumerkja sem Ptólmæos lýsir í ritum sínum.

Sefeus á himninum yfir Íslandi

Þar sem Sefeus er alveg upp við norðurpólinn og Pólstjörnuna þá er hann pólhverfur og sést því alltaf á himninum yfir Íslandi. Hann er nánast beint fyrir ofan stjörnuskoðendur í hvirfilpunkti á vetrarkvöldum í október og nóvember.

Sefeus er ekkert sérlega bjart stjörnumerki en þar sem hann er við hliðina á Kassíópeiu er auðvelt að finna hann. Björtustu stjörnurnar í Kassíópeiu mynda stafinn „W“ á himninum en björtustu stjörnurnar í Sefeusi raðast upp í fimmhyrnt mynstur sem minnir á hús.

Stjörnumerkið Sefeus á næturhimninum yfir Íslandi

Stjörnumerkið Sefeus á næturhimninum yfir Íslandi um miðjan vetur (1. janúar) kl. 22:00. Horft í norður. Stjörnumerkin umhverfis Sefeus á myndinni eru Kassíópeia, Litlibjörn, Drekinn, Svanurinn, Eðlan. Myndin er úr Starry Night forritinu.

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook