Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook

Slæm stjörnufræði

Í samfélaginu þarf ekki að leita langt til að finna slæma stjörnufræði. Samsæriskenningar, fjölmiðlaumfjöllun, kvikmyndagerð o.s.frv. draga upp villandi myndir af eðli himingeimsins. Algengast er að menn gerist óvísvitandi sekir um slæma stjörnufræði. Víðátturnar handan við lofthjúp jarðar verða nefninlega seint taldar hluti af okkar daglega lífi. Sú staðreynd hefur því miður gert mörgum kleift að taka sér "skáldleyfi" á öllu því sem snertir stjörnufræði og nýta sér þannig fáfræði almennings. Þessi vefur er nýjung á Stjörnufræðivefnum og er ætlað að árétta vitleysur þær sem birtast okkur reglulega. (Erlend fyrirmynd: BadAstronomy).

 

Geimverutrúarbrögð

Algengasta og vinsælasta dæmið um ,,slæma stjörnufræði" eru geimverutrúarbrögð. Óskhyggja mannsins um óþekkt viti borið líf er óslökkvandi enda má vel vera að til sé líf annars staðar í geimnum. En eru þessar verur að heimsækja okkur í laumi á fljúgandi furðuhlutum?
apollo

„Tungllendingarsamsærið“

Stjarnfræðingurinn Phil Plait sem sér um vefsíðuna Bad Astronomy hefur tekið saman helstu atriðin sem talin eru rökstyðja þá hugmynd að Apolló 11 hafi aldrei lent á tunglinu.

fullt_tungl

Áhrif tunglsins

Reglulega er því haldið fram að tunglið hafi áhrif á hegðun mannanna og að áhrifin séu sérstaklega áberandi á fullu tungli. Á Skeptic's Dictionary er grein um áhrif tunglsins á jarðarbúa.

andlit_mars

Andlitið á Mars

Á myndum frá Viking-geimförunum sem flugu til Mars má sjá móta fyrir andliti á hæð á yfirborðinu. Þetta hefur orðið tilefni margs konar vangaveltna um geimverur o.fl. Á Stjörnufræðivefnum er grein sem fjallar um þetta mál.

stjornuspeki

Stjörnuspeki

Stjörnuspeki er vinsæl dægradvöl en sumir stjörnuspekingar halda því fram að hnettir sólkerfisins hafi raunveruleg áhrif hér á jörðu niðri. Stjörnufræðingurinn Phil Plait fjallar um stjörnuspeki á vefsíðu sinni Bad Astronomy.

 

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook