Slörþokan (Veil nebula) í Svaninum

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook
Slörþokan í Svaninum
Slörþokan í Svaninum. Mynd: Gunnlaugur Pétur Nielsen
Slörþokan í Svaninum séð í sýnilegu ljósi. Mynd: Gunnlaugur Pétur Nielsen
Stjörnuathugunargögn
Tegund Sprengistjörnuleif
Stjörnulengd 20klst 45mín 38,0sek
Stjörnubreidd +30° 42′ 30″
Fjarlægð 1470-1860 ljósár
Sýndarbirtustig +7.0
Hornstærð 3 gráður (þvermál)
Radíus
50 ljósár
Stjörnumerki Svanurinn
Annað
Önnur heiti
NGC 6960, Svanssveigurinn, Sharpless 103

Slörþokan er geimþoka, sprengistjörnuleif, í stjörnumerkinu Svaninum. Slörþokan er hluti af hinum víðfeðma Svanssveig (Cygnus Loop) sem þekur svæði sem er 6 sinnum stærra að þvermáli en fullt tungl og 36 sinnum stærra að flatarmáli. Af þeim sökum bera mismunandi hlutar Svanssveigsins mismunandi skráarheiti, þ.e. NGC 6960, 6979, 6992 og 6995. Bjartasti hlutinn er NGC 6992 en auðveldast er að finna NGC 6960 þar sem stjarnan 52 Cygni, sem sést með berum augum, er við hlið hennar.

Stjarnan sem myndaði þokuna sprakk fyrir 5000 til 10000 árum. Fjarlægðin til þokunnar er ekki fullkomlega þekkt en gögn frá Hubblessjónaukanum benda til þess að hún sé í um 1470 ljósára fjarlægð. Þokuna uppgötvaði ensk-þýski stjörnuáhugamaðurinn William Herschel þann 5. september 1784.

Að skoða Slörþokuna í Svaninum

Á ljósmyndum sést hve þokan dreifist yfir stórt svæði. Með sjónauka er hægt að sjá tvo hluta þokunnar. Austari hlutinn (NGC 6992) er bjartari og hægt að sjá með handsjónauka í mjög góðu myrkri við góðar aðstæður. Birtist hún sem löng bogin ljósrák. Vestari hlutinn (NGC 6960) er daufari en hægt að sjá með handsjónauka líkt og höfundir þessarar greinar hefur tekist.

Þokan er svo stór að eina leiðin til að sjá bæði austur og vestur hluta þokunnar í sama sjónsviði er að nota eins litla stækkun og mögulegt er og eiga stjörnusjónauka með mjög vítt sjónsvið (f/6 eða svo). Yfirborðsbirta þokunnar er mjög lítil svo gott er að nota síur eins og OIII eða UHC til þess að hún skeri sig betur úr bakgrunninum.

Myndir

 

Kort

Kortin hér fyrir neðan ættu að nýtast öllum til að finna Slörþokuna í Svaninum. Athugaðu að þokan er dauf svo það getur tekið tíma að finna hana. Mundu að nota það augngler sem gefur minnstu stækkun (það augngler sem hefur hæstu millímetratölu, t.d. 32mm).

Slörþokan í Svaninum
Kort sem sýnir hvar Slörþokuna í Svaninum er að finna. Kortið var útbúið í Starry Night Enthusiast.

Athuganir Hubblessjónaukans

Árið 2007 voru kynntar niðurstöður rannsókna stjarnvísindamanna á Slörþokunni með hjálp Hubblessjónaukans.


 

Heimildir

  1. Consolmagno, Guy og Davis, M. Dan. 2000. Turn Left at Orion: A Hundred Night Sky Objects to See in a Small Telescope and How to Find them. Cambridge University Press, New York.

- Sævar Helgi Bragason

 

Digg This! Del.icio.us; Reddit Stumble It! Facebook