Athugaðu, opna í nýjum glugga. Prenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Facebook
 

Sólblettir

Sólblettir (sunspots) Köld svæði í ljóshvolfi sólar. Dæmigerður sólblettur er um 30 þúsund km að þvermáli (jörðin er 13 þús. km að þvermáli). Hitastig í miðju sólbletta er um 3900 K en útgeislun er samt aðeins um 1/5 af útgeislun ljóshvolfsins (5800 K). Þessi munur á orkuútstreymi veldur því að sólblettirnir virðast dökkir. Sterkt segulsvið er við sólblettina sem gæti valdið kælingu gassins (takmarkað streymi heits gass upp á við). Æviskeið sólbletta er frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði. Svörtu rákirnar út frá blettunum eru iðusvæði.

Hreyfimynd sem sýnir iðusvæðin umhverfis sólblettina.
Facebook